„Hjartað langaði að halda áfram að eilífu“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2024 08:01 Alfreð í leiknum sögulega gegn Argentínu á HM í Rússlandi þar sem hann skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. vísir/getty Það urðu tímamót hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar er markahrókurinn Alfreð Finnbogason tilkynnti að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Alfreð spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2010 gegn Færeyjum. Þegar upp var staðið hafði Alfreð náð að spila 73 landsleiki og hann skoraði 18 mörk í þeim leikjum. Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrr í sumar. „Ég byrjaði að hugsa þetta vel og innilega eftir landsleikina í mars. Í fyrsta skipti í langan tíma kom ég ekkert við sögu og mér fannst vera breytingar varðandi mitt mikilvægi inn á vellinum. Ég hef verið með þetta í maganum í nokkra mánuði og fannst þetta vera rétti tímapunkturinn núna. Sú tilfinning hefur ekkert farið frá mér síðan,“ segir Alfreð við íþróttadeild en það breytir því ekki að ákvörðunin var engu að síður erfið. Erfitt að sætta sig við að vera á eldri árum í boltanum „Ég var að fara með þetta fram og til baka. Þetta var erfitt og það er erfitt að sætta sig við að maður er kominn á eldri árin í fótboltanum. Hjartaðlangaði að halda áfram að eilífu. Því meira sem ég hef hugsað um þetta finnst mér tímapunkturinn vera réttur. Það eru kynslóðaskipti og það eru góðir menn í minni stöðu núna sem geta tekið við keflinu.“ Alfreð spjallaði við Åge Hareide landsliðsþjálfara í byrjun ágúst en tók endanlega ákvörðun í síðustu viku. Er mjög stoltur Hann hefur eðli málsins samkvæmt safnað mörgun góðum minningum í bankann og horfir sáttur til baka á landsliðsferilinn. „Það eru mörg augnablik en ef ég á að taka út eitt augnablik er það auðvitað að skora á HM. Í stóru myndinni er það auðvitað að fara á stórmót sem Íslendingur. Það er eitthvað sem var ekkert mjög raunhæfur möguleiki fyrir nokkrum árum,“ segir Alfreð stoltur. „Að vera einn 23 leikmanna sem var fyrir Íslands hönd á EM og HM er eitthvað sem gerir mig ótrúlega stoltan. Svo er það auðvitað þessi vinátta leikmanna sem er sérstök og eitthvað sem mun endast út ævina.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Sjá meira
Alfreð spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2010 gegn Færeyjum. Þegar upp var staðið hafði Alfreð náð að spila 73 landsleiki og hann skoraði 18 mörk í þeim leikjum. Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrr í sumar. „Ég byrjaði að hugsa þetta vel og innilega eftir landsleikina í mars. Í fyrsta skipti í langan tíma kom ég ekkert við sögu og mér fannst vera breytingar varðandi mitt mikilvægi inn á vellinum. Ég hef verið með þetta í maganum í nokkra mánuði og fannst þetta vera rétti tímapunkturinn núna. Sú tilfinning hefur ekkert farið frá mér síðan,“ segir Alfreð við íþróttadeild en það breytir því ekki að ákvörðunin var engu að síður erfið. Erfitt að sætta sig við að vera á eldri árum í boltanum „Ég var að fara með þetta fram og til baka. Þetta var erfitt og það er erfitt að sætta sig við að maður er kominn á eldri árin í fótboltanum. Hjartaðlangaði að halda áfram að eilífu. Því meira sem ég hef hugsað um þetta finnst mér tímapunkturinn vera réttur. Það eru kynslóðaskipti og það eru góðir menn í minni stöðu núna sem geta tekið við keflinu.“ Alfreð spjallaði við Åge Hareide landsliðsþjálfara í byrjun ágúst en tók endanlega ákvörðun í síðustu viku. Er mjög stoltur Hann hefur eðli málsins samkvæmt safnað mörgun góðum minningum í bankann og horfir sáttur til baka á landsliðsferilinn. „Það eru mörg augnablik en ef ég á að taka út eitt augnablik er það auðvitað að skora á HM. Í stóru myndinni er það auðvitað að fara á stórmót sem Íslendingur. Það er eitthvað sem var ekkert mjög raunhæfur möguleiki fyrir nokkrum árum,“ segir Alfreð stoltur. „Að vera einn 23 leikmanna sem var fyrir Íslands hönd á EM og HM er eitthvað sem gerir mig ótrúlega stoltan. Svo er það auðvitað þessi vinátta leikmanna sem er sérstök og eitthvað sem mun endast út ævina.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti