Spilar fótbolta til að vera í landsliðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2024 19:15 Gylfi Þór var ferskur eftir æfingu með Val á Hlíðarenda í dag. Vísir/Sigurjón „Á meðan ég get spilað fótbolta mun ég spila fyrir landsliðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson sem verður með A-landsliði karla í fótbolta í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Gylfi Þór var á meðal þeirra leikmanna sem Åge Hareide valdi í landsliðshóp Íslands í dag fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Gylfi er ánægður að snúa aftur. „Tilfinningin er mjög góð, ég er búinn að bíða eftir þessu í tæpt ár núna. Tíu mánuði sirka. Ég er mjög ánægður og hlakka mikið til næstu viku,“ segir Gylfi í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Gylfi mættur aftur í landsliðið Fyrir þessum tíu mánuðum bætti Gylfi markamet landsliðsins er hann skoraði tvö gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Hann er markahæstur í sögu landsliðsins með 27 mörk. Í millitíðinni hefur hins vegar verið smá vesen á Gylfa. „Það voru bara meiðsli, að koma mér aftur í form og það var minnir mig í síðasta landsliðsglugga sem ég var byrjaður að fá í bakið, smá brjósklos. Þetta er búinn að vera smá tími og smá basl en ánægður núna að vera heill heilsu og kominn aftur í liðið,“ segir Gylfi. Það skemmtilegasta sem hann gerir Í fyrrakvöld tilkynnti Alfreð Finnbogason að landsliðsskór hans væru komnir upp í hillu. Gylfi og Jóhann Berg Guðmundsson eru þeir einu í núverandi hópi sem eftir standa af gamla bandinu sem fór á EM 2016 og HM 2018. „Af gömlu köllunum, held ég það. Aron er auðvitað byrjaður að spila aftur eftir löng og erfið meiðsli. Það eru ekki margir eftir, því miður. Ég held að við Jói reynum að vera í landsliðinu eins lengi og við getum spilað fótbolta,“ segir Gylfi. Hann segir því tíðindin frá félaga hans Alfreð ekki hafa gert að verkum að hann sé farin að huga að því að hætta með landsliðinu. „Ég veit alveg að það styttist því miður í það. En eins og ég segi, þá er það svo lengi sem ég get spilað fótbolta og landsliðsþjálfarinn vill fá mig, þá mun ég halda áfram að spila til að vera í landsliðinu. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er mikill heiður í hvert skipti sem maður spilar fyrir Ísland, það er eitthvað sérstakt við það.“ Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Gylfi Þór var á meðal þeirra leikmanna sem Åge Hareide valdi í landsliðshóp Íslands í dag fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Gylfi er ánægður að snúa aftur. „Tilfinningin er mjög góð, ég er búinn að bíða eftir þessu í tæpt ár núna. Tíu mánuði sirka. Ég er mjög ánægður og hlakka mikið til næstu viku,“ segir Gylfi í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Gylfi mættur aftur í landsliðið Fyrir þessum tíu mánuðum bætti Gylfi markamet landsliðsins er hann skoraði tvö gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Hann er markahæstur í sögu landsliðsins með 27 mörk. Í millitíðinni hefur hins vegar verið smá vesen á Gylfa. „Það voru bara meiðsli, að koma mér aftur í form og það var minnir mig í síðasta landsliðsglugga sem ég var byrjaður að fá í bakið, smá brjósklos. Þetta er búinn að vera smá tími og smá basl en ánægður núna að vera heill heilsu og kominn aftur í liðið,“ segir Gylfi. Það skemmtilegasta sem hann gerir Í fyrrakvöld tilkynnti Alfreð Finnbogason að landsliðsskór hans væru komnir upp í hillu. Gylfi og Jóhann Berg Guðmundsson eru þeir einu í núverandi hópi sem eftir standa af gamla bandinu sem fór á EM 2016 og HM 2018. „Af gömlu köllunum, held ég það. Aron er auðvitað byrjaður að spila aftur eftir löng og erfið meiðsli. Það eru ekki margir eftir, því miður. Ég held að við Jói reynum að vera í landsliðinu eins lengi og við getum spilað fótbolta,“ segir Gylfi. Hann segir því tíðindin frá félaga hans Alfreð ekki hafa gert að verkum að hann sé farin að huga að því að hætta með landsliðinu. „Ég veit alveg að það styttist því miður í það. En eins og ég segi, þá er það svo lengi sem ég get spilað fótbolta og landsliðsþjálfarinn vill fá mig, þá mun ég halda áfram að spila til að vera í landsliðinu. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er mikill heiður í hvert skipti sem maður spilar fyrir Ísland, það er eitthvað sérstakt við það.“ Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira