Allir í jólaskapi í Jólagarðinum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2024 20:07 Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði, sem segir alltaf nóg að gera í garðinum og að sumarið hafi gengið einstaklega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það styttist og styttist til jóla en það er þó sennilega engin komin í jólaskap nema þá kannski starfsfólk Jólagarðsins i Eyjafirði, sem eru að vinna í kringum jólin allt árið við móttöku á gestum og þarf því að vera í jólaskapi. Það er alltaf jafn gaman að koma í Jólagarðinn því þar er alltaf góð stemming, jólailmur, allt jólaskrautið, föt jólasveinsins úti á snúru og almenn gleði. Mikið hefur verið um ferðamenn í garðinum í sumar, ekki síst af skemmtiferðaskipunum, sem koma til Akureyrar. „Það hefur gengið ljómandi vel í sumar eins og alltaf, við erum bara hress hérna fyrir norðan. Það er búin að vera býsna mikil traffík og bara alveg frá því í vor já. Það hefur gengið alveg ljómandi vel, bæði innlendir og erlendir ferðamenn og Akureyringar eru duglegir að koma til okkar,” segir Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði. En hvað finnst fólki um það þegar það er að koma í garðinn í fyrsta sinn, hver er upplifun fólks? „Flestir eru pínu hissa, þeir eru svolítið svona hugsi en það fara allir glaðir, það endar alltaf með því að fólk fer að brosa,” segir Margrét hlæjandi. Margrét segir að Jólaþorpið sé með jólavörur frá 12 löndum en mest af vörunum komi frá Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi og Bandaríkjunum og svo sé íslenskt handverk að sjálfsögðu alltaf stór partur í þorpinu. Jólaþorpið er með vörur frá 12 löndum og að sjálfsögðu er íslenska handverkið á sínum stað líka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú sjálf, þú ert ekkert að bregða þér í búninginn og taka jólalögin ? „Nei, ekki yfir hásumarið en ég fer í ákveðin búning í desember en hann er í hreinsun núna.” En þið sem starfið hérna, verðið þið ekki orðin leið á jólunum þegar jólin koma? „Þetta er náttúrulega klárlega klassísk spurning en nei, ég spila enn þá jólalög, skreyti enn þá heima og kemst bara í gott jólaskap þegar klukkan slær sex á aðfangadag,” segir Margrét Vera. Og þessi skemmtilegi texti vekur alltaf athygli í Jólagarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Jól Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Sjá meira
Það er alltaf jafn gaman að koma í Jólagarðinn því þar er alltaf góð stemming, jólailmur, allt jólaskrautið, föt jólasveinsins úti á snúru og almenn gleði. Mikið hefur verið um ferðamenn í garðinum í sumar, ekki síst af skemmtiferðaskipunum, sem koma til Akureyrar. „Það hefur gengið ljómandi vel í sumar eins og alltaf, við erum bara hress hérna fyrir norðan. Það er búin að vera býsna mikil traffík og bara alveg frá því í vor já. Það hefur gengið alveg ljómandi vel, bæði innlendir og erlendir ferðamenn og Akureyringar eru duglegir að koma til okkar,” segir Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði. En hvað finnst fólki um það þegar það er að koma í garðinn í fyrsta sinn, hver er upplifun fólks? „Flestir eru pínu hissa, þeir eru svolítið svona hugsi en það fara allir glaðir, það endar alltaf með því að fólk fer að brosa,” segir Margrét hlæjandi. Margrét segir að Jólaþorpið sé með jólavörur frá 12 löndum en mest af vörunum komi frá Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi og Bandaríkjunum og svo sé íslenskt handverk að sjálfsögðu alltaf stór partur í þorpinu. Jólaþorpið er með vörur frá 12 löndum og að sjálfsögðu er íslenska handverkið á sínum stað líka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú sjálf, þú ert ekkert að bregða þér í búninginn og taka jólalögin ? „Nei, ekki yfir hásumarið en ég fer í ákveðin búning í desember en hann er í hreinsun núna.” En þið sem starfið hérna, verðið þið ekki orðin leið á jólunum þegar jólin koma? „Þetta er náttúrulega klárlega klassísk spurning en nei, ég spila enn þá jólalög, skreyti enn þá heima og kemst bara í gott jólaskap þegar klukkan slær sex á aðfangadag,” segir Margrét Vera. Og þessi skemmtilegi texti vekur alltaf athygli í Jólagarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Jól Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Sjá meira