Hefur fundað mikið með forvera sínum Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2024 11:33 Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón „Þetta leggst mjög vel í mig og kærkomið að fá heimaleik. Það er orðið ár síðan við spiluðum hérna á heimavelli. Þetta er bara spennandi,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs karla í fótbolta, um leik dagsins við Dani. Leikur Íslands og Danmerkur er klukkan 15:00 í Víkinni í dag. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Líkt og hann nefnir að ofan fagna menn því að fá loks heimaleik og liðinu gengið vel í Víkinni. „Það er nú þannig með fótbolta að flestum gengur betur heima en úti. Við eigum núna þrjá leiki í röð hérna heima og við verðum að láta þá telja,“ segir Ólafur. En hvað þarf að gera til að vinna Dani í dag? „Við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik, þetta er gott danskt lið. Við þurfum að vera vel skipulagðir, eins og við höfum verið, og nýta sénsana okkar. Allar þessar klisjur. Við þurfum að vera on the front foot, klárir í slaginn. Nýta okkur gervigrasið og hafa tempo í okkar leik,“ segir Ólafur Ingi. Erfitt að skora í landsleikjum Hann býst við heldur lokuðum leik, sem landsleikir séu almennt. Taktíkin sé allsráðandi og hvert tækifæri til að skora gildi þeim mun meira. „Landsliðsfótbolti yfirhöfuð er aðeins öðruvísi en félagsliðabolti. Það er meira undir í hverjum leik og þeir taktískari en gengur og gerist í félagsliðum. Manni er refsað fyrir minnstu mistök, svo við þurfum fyrst og fremst að halda einbeitingu og klára hvert einasta augnablik. Það er erfitt að skora í landsleikjum, þetta eru yfirleitt lokaðir leikir og við þurfum að passa upp á varnarleikinn og nýta þær aðstæður sem við komumst í,“ segir Ólafur. Klippa: Hefur fundað mikið með forveranum Hann kveðst þá finna sig vel í nýju starfi. Hann var áður þjálfari U19 ára landsliðsins en var hækkaður í tign eftir að Davíð Snorri Jónsson hætti með U21 landsliðið til að taka við starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðsins. Davíð hafi reynst Ólafi vel. „Það hefur gengið bara mjög vel. Maður nýtur góðs af því að forveri minn, Davíð, er inni hjá sambandinu. Við höfum átt marga góða fundi og hann hjálpað mér að ná utan um þetta. Ég þekki að sjálfsögðu marga leikmenn hérna sem ég hef haft hjá U19. Þetta er ekki þannig stórt skref en gleðilegt,“ segir Ólafur Ingi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ísland og Danmörk mætast klukkan 15:00 og leikurinn í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Leikur Íslands og Danmerkur er klukkan 15:00 í Víkinni í dag. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Líkt og hann nefnir að ofan fagna menn því að fá loks heimaleik og liðinu gengið vel í Víkinni. „Það er nú þannig með fótbolta að flestum gengur betur heima en úti. Við eigum núna þrjá leiki í röð hérna heima og við verðum að láta þá telja,“ segir Ólafur. En hvað þarf að gera til að vinna Dani í dag? „Við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik, þetta er gott danskt lið. Við þurfum að vera vel skipulagðir, eins og við höfum verið, og nýta sénsana okkar. Allar þessar klisjur. Við þurfum að vera on the front foot, klárir í slaginn. Nýta okkur gervigrasið og hafa tempo í okkar leik,“ segir Ólafur Ingi. Erfitt að skora í landsleikjum Hann býst við heldur lokuðum leik, sem landsleikir séu almennt. Taktíkin sé allsráðandi og hvert tækifæri til að skora gildi þeim mun meira. „Landsliðsfótbolti yfirhöfuð er aðeins öðruvísi en félagsliðabolti. Það er meira undir í hverjum leik og þeir taktískari en gengur og gerist í félagsliðum. Manni er refsað fyrir minnstu mistök, svo við þurfum fyrst og fremst að halda einbeitingu og klára hvert einasta augnablik. Það er erfitt að skora í landsleikjum, þetta eru yfirleitt lokaðir leikir og við þurfum að passa upp á varnarleikinn og nýta þær aðstæður sem við komumst í,“ segir Ólafur. Klippa: Hefur fundað mikið með forveranum Hann kveðst þá finna sig vel í nýju starfi. Hann var áður þjálfari U19 ára landsliðsins en var hækkaður í tign eftir að Davíð Snorri Jónsson hætti með U21 landsliðið til að taka við starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðsins. Davíð hafi reynst Ólafi vel. „Það hefur gengið bara mjög vel. Maður nýtur góðs af því að forveri minn, Davíð, er inni hjá sambandinu. Við höfum átt marga góða fundi og hann hjálpað mér að ná utan um þetta. Ég þekki að sjálfsögðu marga leikmenn hérna sem ég hef haft hjá U19. Þetta er ekki þannig stórt skref en gleðilegt,“ segir Ólafur Ingi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ísland og Danmörk mætast klukkan 15:00 og leikurinn í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira