Menntun sem nýtist í starfi Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 13. september 2024 14:02 Þegar ég flutt til Íslands 2008 eftir 30 ára nám og störf erlendis var hugtakið sjálfbærni nær óþekkt. Fólk hváði þegar það spurði hvaða rannsóknir og kennslu ég væri að fást við. Íslenskir nemendur voru einnig meira og minna út á klaka, en erlendir nemendur höfðu dýpri þekkingu. Nú hafa íslensku nemendurnir náð svipaðri þekkingu og þeir erlendu. En sama er ekki að segja um ráðamenn. Umræðan fyrir 16 árum var líka furðuleg.Fólk í samfélaginu talaði um hve gott það væri að jörðin væri að hlýna því þá væri hægt að grilla meira á sumrin.Ein ung kona fór fram á hvítvín með humrinum í matvörubúðir. Hún er núna ráðherra. Kaldi bletturinn milli Íslands og grænlands er nú loksins komin í umræðuna hér á landi (sjá ýtarlega umfjöllun í Heimildinni 13. september). Kollegar mínir við háskólann í Bristol í Englandi þegar ég vann þar voru farnir að tala um að að kaldur blettur kæmi fram á loftslagslíkönum fyrir 20 árum.Þegar ég spurði hvað ylli þessari kólnun var svarið – það fer svo mikill varmi í að bjæða Grænlandsjökul – og vegna loftstrauma safnast kuldinn saman við suð-austurströnd Grænlands. Nú er þetta orðið að veruleika. Það kemur því vísindamönnum ekkert á óvart að á Íslandi sé farið að kólna. En hvað veldur skeytingarleysi stjórnvalda? Ég hef velt þessu mikið fyrir mér undanfarin ár og komist að þeirri niðurstöðu að í ráðherrastólum sitji allt of margir lögfræðingar og fólk án fagþekkingar á sínum málaflokkum. Lögfræðingar eru ágætir til síns brúks í dómskerfinu – en þar sem breiða þekkingu þarf eru þeir til lítils nýtandi (með fullri virðingu fyrir starfsmenn ráðuneyta með sérþekkingu). Förum yfir menntun flestra lögfæðinga, þeir eru menntaðir í máladeildum menntaskóla og fara síðan beint í lögfræði þar sem þeir læra að túlka lagabókstafi. Hvort að einhver er sekur eða ósekur skiptir engu máli – einungis þau gögn sem lögð eru fram skipta máli. Margir af þessum lögfræðingum fara í pólitík ungir og fara síðan á þing og ráðherrastóla. Þeir hafa sum sé enga þekkingu á raunvísindum og því ekki loftslagsmálum. Enda hefur ríkisstjórn Íslands ekki enn lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, þrátt fyrir að aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafi ítrekað nær grátbeðið ráðamenn að gera – núna síðast á degi jarðar í apríl. Þegar auglýstar eru stöður á stofnunum, í stjórsýslu og hjá fyrirtækjum er langur listi yfir þá þekkingu og reynslu sem fólk þarf að hafa – og rumsan endar yfirleitt alltaf á: „nám sem nýtist í starfi.“ Skoðum nú menntun þeirra sem sitja í ráðherrastólunum (það er vert rannsóknarefni að fara yfir menntun allra stjórmálamanna á Alþingi). Forsætisráðherra – lögfræðingur; Fjármála og efnahagsráðherra – dýralæknir; Félags og vinnumarkaðsráðherra og samstarfsráðherra – umhverfisfræðingur; Innviðaráðherra – BA í málvísindum og íslensku; Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra – lögfræðingur; Utanríkisráðherra – lögfræðingur; Menningar og viðskiptaráðherra – hagfræðingur; Mennta og barnamálaráðherra – BSc í búvísindum; Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra – lögfræðingur; Heibrigðisráðherra – viðskiptafræðingur með kennsluréttindi; Dómsmálaráðherra – mannfræðingur með jafnréttisfræði; Matvælaráðherra - kennaramenntuð með náms- og starfsráðgjöf. Það eru sum sé fjórir lögfræðingar af 12 ráðherrum eða 25% - já og allir sjálfstæðismenn – sem fólk ætti einnig að velta fyrir sér. Rýnum nú fyrst í hvort einhver ráðherra hafi „menntun sem nýtist í starfi.“ Það má deila um það hvort að menntun í lögfræði nýtist sem forsætisráðherra. En lögfræðimenntun nýtist ekki í starfi umhverfis-, orku- og loftslagráðherra, heldur ekki utanríkisráðherra eða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Eini ráðherrann sem hefur einhverja menntun sem tengist sínu starfi er viðskiptaráðherra – sem er hagfræðingur en fær hins vegar einnig menningu á sína könnu.Við munum einnig að viðskiptaráðherra var dýralæknir árið 2008 líkt og fjármála- og efnahagsráðherra nú. Ég hef verið ásökuð um að vera „menntasnobb“ en mitt svar við því að menntun hafi verið mitt ævistarf. Við myndum aldrei spyrja lögfræðing eða hagfræðing álits á hvenær næst gýs á Reykjanesi. Það að hafa fólk sem virðist nákvæmlega vera sama um umhverfismál í ríkisstjórn gerir mig sorgmæddari en orð fái lýst. Þetta kemur fram í ómetnaðarfullri loftslagsáætlun ríkistjórnarinnar og óljósri áætlun um málefni sem tengjast sjálfbærni. Það dugar ekki að hafa óljósar áætlanir ef aðgerðaráætlanir með dagsetningum og hver gerir hvað vantar. Auk þess minntist forsætirráðherra ekkert á loftslagsmál í stefuræðu sinni sl. þriðjudag. Og það árið 2024 þar sem ljóst er að vera hlýjasta ár nútímans (nema á okkar hluta jarðarinnar). Sum sé ekki fleirri dagar til að grilla eins og gantast var um fyrir 15 árum. Ég minni á að síðan eftir hrun hefur fólk með sérþekkingu og verið kallað inn í ráðherrastóla sem tengjast fjármálum, dómsmálum og umhverfismálum. Það fólk stóð sig vel í sínum störfum. Hvers vegna hefur það gleymst að menntun nýtist í starfi? Í lokin er hér ákall frá mér til allra sem hafa þekkingu á raunvísindum að bjóða sig fram í stjórnmálavinnu nú strax og leitast eftir að vera efst á lista flokkanna í öllum kjördæmum umhverfis landið fyrir næstu kosningar. Með þekkingu að leiðarljósi getur Alþingi og ríkisstjórn gert kraftaverk í loftslagsmálum og verið fyrirmynd annarra þjóða. Höfundur er professor emerita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar ég flutt til Íslands 2008 eftir 30 ára nám og störf erlendis var hugtakið sjálfbærni nær óþekkt. Fólk hváði þegar það spurði hvaða rannsóknir og kennslu ég væri að fást við. Íslenskir nemendur voru einnig meira og minna út á klaka, en erlendir nemendur höfðu dýpri þekkingu. Nú hafa íslensku nemendurnir náð svipaðri þekkingu og þeir erlendu. En sama er ekki að segja um ráðamenn. Umræðan fyrir 16 árum var líka furðuleg.Fólk í samfélaginu talaði um hve gott það væri að jörðin væri að hlýna því þá væri hægt að grilla meira á sumrin.Ein ung kona fór fram á hvítvín með humrinum í matvörubúðir. Hún er núna ráðherra. Kaldi bletturinn milli Íslands og grænlands er nú loksins komin í umræðuna hér á landi (sjá ýtarlega umfjöllun í Heimildinni 13. september). Kollegar mínir við háskólann í Bristol í Englandi þegar ég vann þar voru farnir að tala um að að kaldur blettur kæmi fram á loftslagslíkönum fyrir 20 árum.Þegar ég spurði hvað ylli þessari kólnun var svarið – það fer svo mikill varmi í að bjæða Grænlandsjökul – og vegna loftstrauma safnast kuldinn saman við suð-austurströnd Grænlands. Nú er þetta orðið að veruleika. Það kemur því vísindamönnum ekkert á óvart að á Íslandi sé farið að kólna. En hvað veldur skeytingarleysi stjórnvalda? Ég hef velt þessu mikið fyrir mér undanfarin ár og komist að þeirri niðurstöðu að í ráðherrastólum sitji allt of margir lögfræðingar og fólk án fagþekkingar á sínum málaflokkum. Lögfræðingar eru ágætir til síns brúks í dómskerfinu – en þar sem breiða þekkingu þarf eru þeir til lítils nýtandi (með fullri virðingu fyrir starfsmenn ráðuneyta með sérþekkingu). Förum yfir menntun flestra lögfæðinga, þeir eru menntaðir í máladeildum menntaskóla og fara síðan beint í lögfræði þar sem þeir læra að túlka lagabókstafi. Hvort að einhver er sekur eða ósekur skiptir engu máli – einungis þau gögn sem lögð eru fram skipta máli. Margir af þessum lögfræðingum fara í pólitík ungir og fara síðan á þing og ráðherrastóla. Þeir hafa sum sé enga þekkingu á raunvísindum og því ekki loftslagsmálum. Enda hefur ríkisstjórn Íslands ekki enn lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, þrátt fyrir að aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafi ítrekað nær grátbeðið ráðamenn að gera – núna síðast á degi jarðar í apríl. Þegar auglýstar eru stöður á stofnunum, í stjórsýslu og hjá fyrirtækjum er langur listi yfir þá þekkingu og reynslu sem fólk þarf að hafa – og rumsan endar yfirleitt alltaf á: „nám sem nýtist í starfi.“ Skoðum nú menntun þeirra sem sitja í ráðherrastólunum (það er vert rannsóknarefni að fara yfir menntun allra stjórmálamanna á Alþingi). Forsætisráðherra – lögfræðingur; Fjármála og efnahagsráðherra – dýralæknir; Félags og vinnumarkaðsráðherra og samstarfsráðherra – umhverfisfræðingur; Innviðaráðherra – BA í málvísindum og íslensku; Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra – lögfræðingur; Utanríkisráðherra – lögfræðingur; Menningar og viðskiptaráðherra – hagfræðingur; Mennta og barnamálaráðherra – BSc í búvísindum; Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra – lögfræðingur; Heibrigðisráðherra – viðskiptafræðingur með kennsluréttindi; Dómsmálaráðherra – mannfræðingur með jafnréttisfræði; Matvælaráðherra - kennaramenntuð með náms- og starfsráðgjöf. Það eru sum sé fjórir lögfræðingar af 12 ráðherrum eða 25% - já og allir sjálfstæðismenn – sem fólk ætti einnig að velta fyrir sér. Rýnum nú fyrst í hvort einhver ráðherra hafi „menntun sem nýtist í starfi.“ Það má deila um það hvort að menntun í lögfræði nýtist sem forsætisráðherra. En lögfræðimenntun nýtist ekki í starfi umhverfis-, orku- og loftslagráðherra, heldur ekki utanríkisráðherra eða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Eini ráðherrann sem hefur einhverja menntun sem tengist sínu starfi er viðskiptaráðherra – sem er hagfræðingur en fær hins vegar einnig menningu á sína könnu.Við munum einnig að viðskiptaráðherra var dýralæknir árið 2008 líkt og fjármála- og efnahagsráðherra nú. Ég hef verið ásökuð um að vera „menntasnobb“ en mitt svar við því að menntun hafi verið mitt ævistarf. Við myndum aldrei spyrja lögfræðing eða hagfræðing álits á hvenær næst gýs á Reykjanesi. Það að hafa fólk sem virðist nákvæmlega vera sama um umhverfismál í ríkisstjórn gerir mig sorgmæddari en orð fái lýst. Þetta kemur fram í ómetnaðarfullri loftslagsáætlun ríkistjórnarinnar og óljósri áætlun um málefni sem tengjast sjálfbærni. Það dugar ekki að hafa óljósar áætlanir ef aðgerðaráætlanir með dagsetningum og hver gerir hvað vantar. Auk þess minntist forsætirráðherra ekkert á loftslagsmál í stefuræðu sinni sl. þriðjudag. Og það árið 2024 þar sem ljóst er að vera hlýjasta ár nútímans (nema á okkar hluta jarðarinnar). Sum sé ekki fleirri dagar til að grilla eins og gantast var um fyrir 15 árum. Ég minni á að síðan eftir hrun hefur fólk með sérþekkingu og verið kallað inn í ráðherrastóla sem tengjast fjármálum, dómsmálum og umhverfismálum. Það fólk stóð sig vel í sínum störfum. Hvers vegna hefur það gleymst að menntun nýtist í starfi? Í lokin er hér ákall frá mér til allra sem hafa þekkingu á raunvísindum að bjóða sig fram í stjórnmálavinnu nú strax og leitast eftir að vera efst á lista flokkanna í öllum kjördæmum umhverfis landið fyrir næstu kosningar. Með þekkingu að leiðarljósi getur Alþingi og ríkisstjórn gert kraftaverk í loftslagsmálum og verið fyrirmynd annarra þjóða. Höfundur er professor emerita.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun