Kvaddi dramað og flutti fyrir ástina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2024 07:02 Ugla Stefanía fer yfir víðan völl í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fékk nóg af því að vera í hringiðu drama í Samtökunum '78 fyrir átta árum síðan og ákvað að flytjast búferlum til Bretlands þegar hún kynntist ástinni sinni óvænt á ráðstefnu erlendis. Ugla segir skrítið að flytja aftur til Íslands eftir átta ár úti, margt hafi breyst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Ugla Stefanía er gestur. Ugla Stefanía er kynjafræðingur að mennt og hefur um árabil staðið í stafni í mannréttindabaráttu hinsegin samfélagsins á Íslandi og í Bretlandi. Þar hefur hún farið í fjölda viðtala, meðal annars til Piers Morgan og árið 2019 var hún á lista yfir hundrað áhrifamestu konur Bretlandseyja. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Besta ákvörðun sem hún hefur tekið Ugla fer í þættinum yfir víðan völl, ræðir meðal annars æskuna norður í sveit og menntaskólaárin á Akureyri. Hún ræðir líka ákvörðun sína um að fara í kynjafræði og tímabilið árið 2016 þegar hún ákvað að flytja til Bretlands. Hún hitti kærastið sitt Fox Fisher í fyrsta sinn á ráðstefnu Transgender Europe á Ítalíu. „Fox var semsagt að taka viðtöl við fólk á ráðstefnunni og ég var eitt af þessum nöfnum sem Fox átti að taka viðtal við. Við kynnumst í gegnum það og náðum mjög vel saman,“ segir Ugla. Þarna hafi hún verið nýkomin úr langtímasambandi og alls ekki á þeim buxunum að huga aftur að tilhugalífinu. „Ég ætlaði bara á ráðstefnu að hitta vini mína, hafa gaman og ætlaði alls ekkert að spá í svona dating rugli,“ segir Ugla hlæjandi. Svo hafi orðið að hún hafi misst af fluginu sínu heim þar sem hún ruglaðist á dögum. „Og þá enda ég á að fljúga bara til Bretlands með Fox eftir þessa ráðstefnu,“ segir Ugla. Á þessum tíma var Ugla í hringiðu rifrilda innan Samtakanna '78 um umsókn BDSM á Íslandi að samtökunum sem var umdeild á þeim tíma. „Ég var bara eitthvað: Af hverju flyt ég ekki bara til Bretlands? Hætti bara þessu drama og elti bara ástina og hef það ógeðslega næs?! Og ég tók bara þá ákvörðun að gera það og það er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Hinsegin Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 Gefi raunsanna mynd af stefnumótahremmingum trans kvenna „Karlmenn vilja oft stundum bara deita trans konur en ekki sjást með þeim á almannafæri,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, talsmanneskja fyrir réttindum trans fólks, í umræðum um Netflix-þættina umtöluðu Baby Reindeer. Hún hefur sjálf átt sína reynslu af eltihrelli. 3. maí 2024 07:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Ugla Stefanía er gestur. Ugla Stefanía er kynjafræðingur að mennt og hefur um árabil staðið í stafni í mannréttindabaráttu hinsegin samfélagsins á Íslandi og í Bretlandi. Þar hefur hún farið í fjölda viðtala, meðal annars til Piers Morgan og árið 2019 var hún á lista yfir hundrað áhrifamestu konur Bretlandseyja. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Besta ákvörðun sem hún hefur tekið Ugla fer í þættinum yfir víðan völl, ræðir meðal annars æskuna norður í sveit og menntaskólaárin á Akureyri. Hún ræðir líka ákvörðun sína um að fara í kynjafræði og tímabilið árið 2016 þegar hún ákvað að flytja til Bretlands. Hún hitti kærastið sitt Fox Fisher í fyrsta sinn á ráðstefnu Transgender Europe á Ítalíu. „Fox var semsagt að taka viðtöl við fólk á ráðstefnunni og ég var eitt af þessum nöfnum sem Fox átti að taka viðtal við. Við kynnumst í gegnum það og náðum mjög vel saman,“ segir Ugla. Þarna hafi hún verið nýkomin úr langtímasambandi og alls ekki á þeim buxunum að huga aftur að tilhugalífinu. „Ég ætlaði bara á ráðstefnu að hitta vini mína, hafa gaman og ætlaði alls ekkert að spá í svona dating rugli,“ segir Ugla hlæjandi. Svo hafi orðið að hún hafi misst af fluginu sínu heim þar sem hún ruglaðist á dögum. „Og þá enda ég á að fljúga bara til Bretlands með Fox eftir þessa ráðstefnu,“ segir Ugla. Á þessum tíma var Ugla í hringiðu rifrilda innan Samtakanna '78 um umsókn BDSM á Íslandi að samtökunum sem var umdeild á þeim tíma. „Ég var bara eitthvað: Af hverju flyt ég ekki bara til Bretlands? Hætti bara þessu drama og elti bara ástina og hef það ógeðslega næs?! Og ég tók bara þá ákvörðun að gera það og það er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Hinsegin Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 Gefi raunsanna mynd af stefnumótahremmingum trans kvenna „Karlmenn vilja oft stundum bara deita trans konur en ekki sjást með þeim á almannafæri,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, talsmanneskja fyrir réttindum trans fólks, í umræðum um Netflix-þættina umtöluðu Baby Reindeer. Hún hefur sjálf átt sína reynslu af eltihrelli. 3. maí 2024 07:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27
„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57
Gefi raunsanna mynd af stefnumótahremmingum trans kvenna „Karlmenn vilja oft stundum bara deita trans konur en ekki sjást með þeim á almannafæri,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, talsmanneskja fyrir réttindum trans fólks, í umræðum um Netflix-þættina umtöluðu Baby Reindeer. Hún hefur sjálf átt sína reynslu af eltihrelli. 3. maí 2024 07:00