Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 19:16 Vivianne Miedema er komin á blað hjá Man City. Franco Arland/Getty Images Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. Man City sótti París FC heim og var án Khadiju Shaw, markahæsta leikmann liðsins á síðustu leiktíð, þar sem það gleymdist að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann öfluga. Það kom ekki að sök þar sem Man City vann ótrúlegan 5-0 útisigur og heimaleikurinn svo gott sem formsatriði nú. Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema kom frá Arsenal í sumar og opnaði markareikninginn sinn með fyrsta marki leiksins á 36. mínútu. Jessica Park tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. A debut goal for Miedema 🩵#UWCL || @ManCityWomen pic.twitter.com/8F3K2caCF9— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Í þeim síðari skoraði Mary Fowler þriðja markið áður en Park skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna. Chloe Kelly fullkomnaði svo magnaðan sigur Man City. Í Svíþjóð gerði Häcken sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Arsenal. Tabby Tindell með eina mark leiksins á 77. mínútu og ljóst að Skytturnar þurfa að spila talsvert betur í heimaleiknum ætli þær sér að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Will Arsenal find an equaliser in the final moments at Gothenburg? 🤔#UWCL pic.twitter.com/JQ4hzVOh6n— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Önnur úrslit Roma 3-1 Servette Osijek 1-4 Twente Hammarby 1-2 Benfica Juventus 3-1 París Saint-Germain Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18. september 2024 17:31 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Man City sótti París FC heim og var án Khadiju Shaw, markahæsta leikmann liðsins á síðustu leiktíð, þar sem það gleymdist að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann öfluga. Það kom ekki að sök þar sem Man City vann ótrúlegan 5-0 útisigur og heimaleikurinn svo gott sem formsatriði nú. Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema kom frá Arsenal í sumar og opnaði markareikninginn sinn með fyrsta marki leiksins á 36. mínútu. Jessica Park tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. A debut goal for Miedema 🩵#UWCL || @ManCityWomen pic.twitter.com/8F3K2caCF9— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Í þeim síðari skoraði Mary Fowler þriðja markið áður en Park skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna. Chloe Kelly fullkomnaði svo magnaðan sigur Man City. Í Svíþjóð gerði Häcken sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Arsenal. Tabby Tindell með eina mark leiksins á 77. mínútu og ljóst að Skytturnar þurfa að spila talsvert betur í heimaleiknum ætli þær sér að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Will Arsenal find an equaliser in the final moments at Gothenburg? 🤔#UWCL pic.twitter.com/JQ4hzVOh6n— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Önnur úrslit Roma 3-1 Servette Osijek 1-4 Twente Hammarby 1-2 Benfica Juventus 3-1 París Saint-Germain
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18. september 2024 17:31 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18. september 2024 17:31
Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22