Ekkert mál að hlaupa alveg staurblindur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. september 2024 07:02 Valdimar fyrir miðju ásamt þeim Jósteini og Steinari eftir að þeir komu í mark í maraþoninu í síðasta mánuði. Valdimar Sverrisson ljósmyndari og uppistandari mætti í heimsókn til Hljóðbókasafnsins á dögunum þar sem honum var fagnað vel og innilega. Ástæðan er sú að Valdimar safnaði áheitum fyrir safnið í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst en Valdimar segir ekkert mál að hlaupa jafnvel þó hann sé „alveg staurblindur.“ „Ég er alveg staurblindur, þannig ég get ekki hlaupið með hverjum sem er, því ég þarf að geta treyst viðkomandi. En að öðru leyti hleyp ég bara með stafinn á undan mér,“ segir Valdimar í samtali við Vísi en Valdimar tók hlaupið sjöunda árið í röð með aðstoðarmanni sínum Jósteini Einarssyni sjúkraþjálfara auk æskuvinarins Steinari Kristjánssyni. Valdimar ræddi sögu sína við Völu Matt í Íslandi í dag árið 2019. Talan sjö altumlykjandi Valdimar hefur verið blindur í níu ár, allt frá því að hann fór í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlæga þurfti góðkynja heilaæxli. Hann hefur áður rætt sína sögu í Íslandi dag en Valdimar hefur ekki látið blindnina stöðva sig, heldur snúið sér að gríni og hlaupum. Hann hljóp fyrir Hljóðbókasafn Íslands og verður hlaupastyrknum varið til að lesa inn nokkrar sérvaldar bækur sem mikill akkur er í fyrir lánþega safnsins. „Mig langaði að þakka safninu með táknrænum hætti en ég hef notað safnið mikið síðan ég missti sjónina fyrir níu árum.“ Valdimar bætir við að fyrir þá sem hafa gaman af tölum sé skemmtilegt að 4+2+1 séu 7 og að í sjöunda styrktarhlaupinu sínu hafi hann einmitt náð að safna 421 þúsund krónum fyrir safnið. „Áður en ég fór í hlaupið heyrði ég síðan í útvarpinu að Halla Tómasdóttir, sem er sjöundi forseti lýðveldisins, ætlaði að hafa opið hús og því fannst mér tilvalið að fara á Bessastaði að hitta forsetahjónin eftir hlaupið og var það mjög ánægjulegt.“ Valdimar með forsetahjónunum eftir að hafa snýtt tíu kílómetrum í Reykjavíkurmaraþoninu. Valdimar segist vera mikill hljóðbókakall. Hann hlustaði síðast á Kalmann eftir Joachim B. Scmidht og þar áður á ævisögu Bruce Springsteen. Valdimar fór einmitt á tónleika með kappanum í Barcelona í júní. Skuldar Valdimari þrjú ár, jafnvel meira „Það er saga að segja frá því hvernig ég ákvað að fara að hlaupa. Fyrir aldamót hafði ég reyndar hlaupið einu sinni í Reykjavíkurmaraþoninu með sjón og einu sinni í miðnæturhlaupinu. Tveimur árum eftir að ég missti sjónina fór ég til New York í september 2017 með móður minni á tónleika með Paul McCartney. Svo erum við að þramma um New York og þá hugsaði ég með mér: Ef ég get þrammað um hérna þá hlýt ég að geta farið tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu!“ Valdimar segist ekki keppa við neinn nema sjálfan sig á hlaupunum. Hann segir léttur í bragði að Jóstein sjúkraþjálfari hans hafi gert við hann munnlegan samningum að hlaupa tíu ár með honum og því þrjú eftir. „En svo tek ég nú reyndar alltaf fram að það þýði ekki að við séum hættir eftir það,“ segir Valdimar hlæjandi. „Ég grínast alltaf með það að það sé aðaláskorunin að koma honum í mark. Þó hann sé í töluvert betra formi en ég.“ Áður hefur Valdimar hlaupið til styrktar Barnaspítala Hringsins, Blindrafélaginu, Landssambandi Sjálfsbjargar, Kattavinafélaginu og tvívegis fyrir Grensásdeild Landspítalans. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvaða starfssemi hann langar að styrkja næst en segir að það verði eitthvað skemmtilegt. „Þetta bara kemur til mín og svo leyfi ég því að malla og sé hvort hugmyndin er góð eða ekki.“ Reykjavíkurmaraþon Málefni fatlaðs fólks Menning Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Ég er alveg staurblindur, þannig ég get ekki hlaupið með hverjum sem er, því ég þarf að geta treyst viðkomandi. En að öðru leyti hleyp ég bara með stafinn á undan mér,“ segir Valdimar í samtali við Vísi en Valdimar tók hlaupið sjöunda árið í röð með aðstoðarmanni sínum Jósteini Einarssyni sjúkraþjálfara auk æskuvinarins Steinari Kristjánssyni. Valdimar ræddi sögu sína við Völu Matt í Íslandi í dag árið 2019. Talan sjö altumlykjandi Valdimar hefur verið blindur í níu ár, allt frá því að hann fór í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlæga þurfti góðkynja heilaæxli. Hann hefur áður rætt sína sögu í Íslandi dag en Valdimar hefur ekki látið blindnina stöðva sig, heldur snúið sér að gríni og hlaupum. Hann hljóp fyrir Hljóðbókasafn Íslands og verður hlaupastyrknum varið til að lesa inn nokkrar sérvaldar bækur sem mikill akkur er í fyrir lánþega safnsins. „Mig langaði að þakka safninu með táknrænum hætti en ég hef notað safnið mikið síðan ég missti sjónina fyrir níu árum.“ Valdimar bætir við að fyrir þá sem hafa gaman af tölum sé skemmtilegt að 4+2+1 séu 7 og að í sjöunda styrktarhlaupinu sínu hafi hann einmitt náð að safna 421 þúsund krónum fyrir safnið. „Áður en ég fór í hlaupið heyrði ég síðan í útvarpinu að Halla Tómasdóttir, sem er sjöundi forseti lýðveldisins, ætlaði að hafa opið hús og því fannst mér tilvalið að fara á Bessastaði að hitta forsetahjónin eftir hlaupið og var það mjög ánægjulegt.“ Valdimar með forsetahjónunum eftir að hafa snýtt tíu kílómetrum í Reykjavíkurmaraþoninu. Valdimar segist vera mikill hljóðbókakall. Hann hlustaði síðast á Kalmann eftir Joachim B. Scmidht og þar áður á ævisögu Bruce Springsteen. Valdimar fór einmitt á tónleika með kappanum í Barcelona í júní. Skuldar Valdimari þrjú ár, jafnvel meira „Það er saga að segja frá því hvernig ég ákvað að fara að hlaupa. Fyrir aldamót hafði ég reyndar hlaupið einu sinni í Reykjavíkurmaraþoninu með sjón og einu sinni í miðnæturhlaupinu. Tveimur árum eftir að ég missti sjónina fór ég til New York í september 2017 með móður minni á tónleika með Paul McCartney. Svo erum við að þramma um New York og þá hugsaði ég með mér: Ef ég get þrammað um hérna þá hlýt ég að geta farið tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu!“ Valdimar segist ekki keppa við neinn nema sjálfan sig á hlaupunum. Hann segir léttur í bragði að Jóstein sjúkraþjálfari hans hafi gert við hann munnlegan samningum að hlaupa tíu ár með honum og því þrjú eftir. „En svo tek ég nú reyndar alltaf fram að það þýði ekki að við séum hættir eftir það,“ segir Valdimar hlæjandi. „Ég grínast alltaf með það að það sé aðaláskorunin að koma honum í mark. Þó hann sé í töluvert betra formi en ég.“ Áður hefur Valdimar hlaupið til styrktar Barnaspítala Hringsins, Blindrafélaginu, Landssambandi Sjálfsbjargar, Kattavinafélaginu og tvívegis fyrir Grensásdeild Landspítalans. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvaða starfssemi hann langar að styrkja næst en segir að það verði eitthvað skemmtilegt. „Þetta bara kemur til mín og svo leyfi ég því að malla og sé hvort hugmyndin er góð eða ekki.“
Reykjavíkurmaraþon Málefni fatlaðs fólks Menning Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira