Neyddir í eina stystu rútuferð sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 09:03 Leikmenn Bodö/Glimt þurftu að ferðast með rútu í innan við eina mínútu og fögnuðu svo flottum sigri. Samsett/Getty Leikmenn Bodö/Glimt neyddust til að ferðast með rútu í heimaleik sinn við Porto í Evrópudeildinni í fótbolta í gær. Ferðalagið tók eina mínútu. Eins og Íslendingar ættu að þekkja gerir UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ýmsar kröfur varðandi umgjörð leikja í Evrópukeppnum. Í Evrópudeildinni er ein af þeim sú að leikmenn mæti í einum hópi saman á leikstað. Þess vegna söfnuðust leikmenn Bodö/Glimt, sumir í bíl og aðrir fótgangandi, saman fyrir utan hús fylkisstjórans í Norðurlandi, aðeins 220 metrum frá Aspmyra-leikvanginum sem þeir spila heimaleiki sína á. Svolítið hallærislegt í Noregi „Þetta var auðvitað mjög kómískt,“ segir Freddy Thoresen, blaðamaður Avisa Nordland. „Svona gera þeir þetta úti í hinum stóra heimi en hér í Noregi verður þetta svolítið hallærislegt.“ Margir af leikmönnum Bodö/Glimt hefðu sem sagt alveg eins getað labbað á völlinn, eins og þeir eru vanir, en það kom ekki til greina að þessu sinni. „UEFA vill að við komum saman. Þess vegna var þetta svona,“ segir Truls Bjerke, liðsstjóri Bodö/Glimt, samkvæmt frétt NRK. Danskur Valsari kom liðinu yfir Rútuferðin virðist hafa farið vel í flesta leikmenn Bodö/Glimt sem unnu frábæran 3-2 sigur á portúgalska stórliðinu, þrátt fyrir að vera manni færri frá 51. mínútu, þegar þeir voru 2-1 yfir. Daninn Kasper Högh, sem lék með Val um skamman tíma árið 2020, skoraði fyrsta mark Bodö, eftir að Porto hafði komist yfir, og norski landsliðsmaðurinn Jens Petter Hauge skoraði tvö. Bodö/Glimt hefur því unnið 25 af 31 heimaleik sínum í Evrópukeppnum síðustu ár. 🇳🇴 Bodø/@Glimt at home in Europe since 2020:✅6-1 v Kauno Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zalgiris 🇱🇹❌2-3 v Legia Warsaw 🇵🇱✅3-0 v Valur 🇮🇸✅2-0 v Prishtina 🇽🇰✅1-0 v Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zorya Luhansk 🇺🇦✅6-1 v Roma 🇮🇹✅2-0 v CSKA Sofia 🇧🇬✅2-0 v Celtic 🏴✅2-1 v AZ 🇳🇱✅2-1 v… pic.twitter.com/e7qgL4B8ki— Nordic Footy 🏴 (@footy_nordic) September 25, 2024 Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Eins og Íslendingar ættu að þekkja gerir UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ýmsar kröfur varðandi umgjörð leikja í Evrópukeppnum. Í Evrópudeildinni er ein af þeim sú að leikmenn mæti í einum hópi saman á leikstað. Þess vegna söfnuðust leikmenn Bodö/Glimt, sumir í bíl og aðrir fótgangandi, saman fyrir utan hús fylkisstjórans í Norðurlandi, aðeins 220 metrum frá Aspmyra-leikvanginum sem þeir spila heimaleiki sína á. Svolítið hallærislegt í Noregi „Þetta var auðvitað mjög kómískt,“ segir Freddy Thoresen, blaðamaður Avisa Nordland. „Svona gera þeir þetta úti í hinum stóra heimi en hér í Noregi verður þetta svolítið hallærislegt.“ Margir af leikmönnum Bodö/Glimt hefðu sem sagt alveg eins getað labbað á völlinn, eins og þeir eru vanir, en það kom ekki til greina að þessu sinni. „UEFA vill að við komum saman. Þess vegna var þetta svona,“ segir Truls Bjerke, liðsstjóri Bodö/Glimt, samkvæmt frétt NRK. Danskur Valsari kom liðinu yfir Rútuferðin virðist hafa farið vel í flesta leikmenn Bodö/Glimt sem unnu frábæran 3-2 sigur á portúgalska stórliðinu, þrátt fyrir að vera manni færri frá 51. mínútu, þegar þeir voru 2-1 yfir. Daninn Kasper Högh, sem lék með Val um skamman tíma árið 2020, skoraði fyrsta mark Bodö, eftir að Porto hafði komist yfir, og norski landsliðsmaðurinn Jens Petter Hauge skoraði tvö. Bodö/Glimt hefur því unnið 25 af 31 heimaleik sínum í Evrópukeppnum síðustu ár. 🇳🇴 Bodø/@Glimt at home in Europe since 2020:✅6-1 v Kauno Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zalgiris 🇱🇹❌2-3 v Legia Warsaw 🇵🇱✅3-0 v Valur 🇮🇸✅2-0 v Prishtina 🇽🇰✅1-0 v Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zorya Luhansk 🇺🇦✅6-1 v Roma 🇮🇹✅2-0 v CSKA Sofia 🇧🇬✅2-0 v Celtic 🏴✅2-1 v AZ 🇳🇱✅2-1 v… pic.twitter.com/e7qgL4B8ki— Nordic Footy 🏴 (@footy_nordic) September 25, 2024
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira