Foreldrar minnka við sig svo börnin geti keypt fyrstu eign Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2024 10:31 Páll er mjög reyndur fasteignasali sem gæti aðstoðað Leif við fyrstu kaupin. Leifur Þorsteinsson er að nálgast þrítugt, kominn með BS gráðu og langar að eignast íbúð. Sindri Sindrason fjallaði um vandræði ungs fólks í þeim málum í Íslandi í dag í vikunni. En erfitt hefur reynst fyrir ungt fólk að fjárfesta í sinni eigin eign, markaðurinn sé það erfiður. Sindri hitti fasteignasalann Pál Heiðar Pálsson sem hefur þetta um málið að segja. „Það er einna helst mikilvægt fyrir fyrstu kaupendur að hugsa út í fermetraverðið. Það er sjaldgæft að fólk sem er að fjárfesta í sinni fyrstu eign eigi hana lengur en þrjú ár. Svo maður getur hugsað að kaupa á eins lágu verði og hægt er, þó að íbúðin sé kannski ekki fullkomin og reyna í leiðinni að finna leiðir til að auka verðgildið,“ segir Páll og heldur áfram. „Það er ótrúlegt hvað gólfefni og málning, birta og lýsing getur gert og aukið verðgildi eignarinnar,“ segir Páll en á fyrstu sex mánuðum ársins voru yfir tvö þúsund nýir kaupendur á markaðnum. Varla sé hægt að finna íbúð á höfuðborgarsvæðinu á undir 60 milljónir. „Þú þarft að vera með fimmtán prósent útborgun í það minnsta. Þú þarft að vera með hjá laun og ég er alveg sannfærður um það að langflest allir sem hafi verið að kaupa sér sína fyrstu eign hafi fengið einhverskonar aukaaðstoð.“ En að Leifi. Hann hefur safnað sér ákveðna upphæð og svo mun amma hans leggja í púkkið með honum. Fjær kaupunum í dag „Maður er kominn út á vinnumarkaðinn og svona. En það er svolítið fyndið því ég ákvað að bíða með það að kaupa á sínum tíma, en í dag er ég í raun fjær því að kaupa en fyrir nokkrum árum,“ segir Leifur. „Það er auðvelt að missi þróttinn. Þú ferð á nokkur opin hús og er yfirboðinn um þrjár til fjórar milljónir. Þú ert ekki einu sinni í sama boltagarði og þá fer maður í fílu og svo mætir maður aftur út í þetta.“ Leifur stefnir að því að kaupa sér íbúð á milli 55 og 65 milljónir. „Tvö svefnherbergi, eldhús og stofa þá er ég bara kátur. Ég er ekkert mikið að pæla í flísum í dag, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Leifur sem leit á íbúð í Kópavoginum með Sindra. Páll segir að það sé algengt að foreldrar selji eignina sína, minnki við sig til að aðstoða börnin við að kaupa sína fyrstu eign. „Þetta er mjög dapurt. Þetta er sorgleg staða og það er erfitt að vera fyrstu íbúðar kaupandi í dag. Auðvitað hefur þetta aldrei verið auðvelt en áður fyrir gat fólk safnað sér fyrir útborgun sem það nær ekki í dag.“ Leifur er núna í íbúðarleit og Sindri ætlar sér að hitta hann þegar hann hefur fjárfest í sinni fyrstu eign, en leitin stendur nú yfir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hús og heimili Húsnæðismál Ísland í dag Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
En erfitt hefur reynst fyrir ungt fólk að fjárfesta í sinni eigin eign, markaðurinn sé það erfiður. Sindri hitti fasteignasalann Pál Heiðar Pálsson sem hefur þetta um málið að segja. „Það er einna helst mikilvægt fyrir fyrstu kaupendur að hugsa út í fermetraverðið. Það er sjaldgæft að fólk sem er að fjárfesta í sinni fyrstu eign eigi hana lengur en þrjú ár. Svo maður getur hugsað að kaupa á eins lágu verði og hægt er, þó að íbúðin sé kannski ekki fullkomin og reyna í leiðinni að finna leiðir til að auka verðgildið,“ segir Páll og heldur áfram. „Það er ótrúlegt hvað gólfefni og málning, birta og lýsing getur gert og aukið verðgildi eignarinnar,“ segir Páll en á fyrstu sex mánuðum ársins voru yfir tvö þúsund nýir kaupendur á markaðnum. Varla sé hægt að finna íbúð á höfuðborgarsvæðinu á undir 60 milljónir. „Þú þarft að vera með fimmtán prósent útborgun í það minnsta. Þú þarft að vera með hjá laun og ég er alveg sannfærður um það að langflest allir sem hafi verið að kaupa sér sína fyrstu eign hafi fengið einhverskonar aukaaðstoð.“ En að Leifi. Hann hefur safnað sér ákveðna upphæð og svo mun amma hans leggja í púkkið með honum. Fjær kaupunum í dag „Maður er kominn út á vinnumarkaðinn og svona. En það er svolítið fyndið því ég ákvað að bíða með það að kaupa á sínum tíma, en í dag er ég í raun fjær því að kaupa en fyrir nokkrum árum,“ segir Leifur. „Það er auðvelt að missi þróttinn. Þú ferð á nokkur opin hús og er yfirboðinn um þrjár til fjórar milljónir. Þú ert ekki einu sinni í sama boltagarði og þá fer maður í fílu og svo mætir maður aftur út í þetta.“ Leifur stefnir að því að kaupa sér íbúð á milli 55 og 65 milljónir. „Tvö svefnherbergi, eldhús og stofa þá er ég bara kátur. Ég er ekkert mikið að pæla í flísum í dag, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Leifur sem leit á íbúð í Kópavoginum með Sindra. Páll segir að það sé algengt að foreldrar selji eignina sína, minnki við sig til að aðstoða börnin við að kaupa sína fyrstu eign. „Þetta er mjög dapurt. Þetta er sorgleg staða og það er erfitt að vera fyrstu íbúðar kaupandi í dag. Auðvitað hefur þetta aldrei verið auðvelt en áður fyrir gat fólk safnað sér fyrir útborgun sem það nær ekki í dag.“ Leifur er núna í íbúðarleit og Sindri ætlar sér að hitta hann þegar hann hefur fjárfest í sinni fyrstu eign, en leitin stendur nú yfir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Hús og heimili Húsnæðismál Ísland í dag Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira