Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 10:02 Heimir Hallgrímsson átti erfiða byrjun með írska landsliðinu í síðasta mánuði þegar það tapaði gegn Englandi og Grikklandi á heimavelli. Nú bíða leikir við Finnland og Grikkland. Getty/Tim Clayton Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. Frá þessu greinir Irish Independent í dag og hefur eftir Heimi að hann hefði sjálfur ekki farið sömu leið og Whelan, sem lét vaða á súðum sem sérfræðingur í sjónvarpi í síðasta mánuði. Írar höfðu þá tapað gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis. Whelan hafði verið í Aþenu að fylgjast með gríska liðinu spila við Finna, og skilaði svo skýrslu um Grikkland til Heimis fyrir leik Íra við Grikki sem fylgdi í kjölfarið, samkvæmt Irish Independent. Whelan var svo í kjölfarið mættur sem sérfræðingur í sjónvarpi og talaði um „skort á trú“ hjá leikmönnum. „Það eru of margir leikmenn að spila fyrir Írland sem eru vanir því að tapa leikjum. Strákar sem hafa alltaf verið að tapa fyrir Írland og það er ekki gott,“ sagði Whelan. Glenn Whelan var aðstoðarlandsliðsþjálfari í skamman tíma áður en Heimir tók við írska landsliðinu.Getty/Stephen McCarthy Síðan þá hefur Whelan tekið að sér þjálfarastöðu hjá enska C-deildarliðinu Wigan og hann er ekki lengur í teymi Heimis, sem vill þó ekki gagnrýna Whelan. „Ég þekki Glenn ekki neitt. Ég veit ekki við hverju ég hefði átt að búast. Ég hefði ekki gert þetta. En ég þekki manninn ekki neitt. Ég hef aldrei talað við hann. Hann er ekki að leikgreina lengur,“ sagði Heimir. Heimir gerði umtalsverðar breytingar á írska hópnum frá síðasta mánuði, þegar hann valdi hópinn sem mætir Finnum næsta fimmtudag og Grikkjum í kjölfarið þremur dögum síðar. Heimir tók við írska liðinu í sumar í mikilli lægð og hann vill koma því á réttan kjöl. „Það er afar mikilvægt að við stöðvum blæðinguna á einhverjum tímapunkti. Það að tapa verður að vana, rétt eins og að vinna, og við verðum að hætta því,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Frá þessu greinir Irish Independent í dag og hefur eftir Heimi að hann hefði sjálfur ekki farið sömu leið og Whelan, sem lét vaða á súðum sem sérfræðingur í sjónvarpi í síðasta mánuði. Írar höfðu þá tapað gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis. Whelan hafði verið í Aþenu að fylgjast með gríska liðinu spila við Finna, og skilaði svo skýrslu um Grikkland til Heimis fyrir leik Íra við Grikki sem fylgdi í kjölfarið, samkvæmt Irish Independent. Whelan var svo í kjölfarið mættur sem sérfræðingur í sjónvarpi og talaði um „skort á trú“ hjá leikmönnum. „Það eru of margir leikmenn að spila fyrir Írland sem eru vanir því að tapa leikjum. Strákar sem hafa alltaf verið að tapa fyrir Írland og það er ekki gott,“ sagði Whelan. Glenn Whelan var aðstoðarlandsliðsþjálfari í skamman tíma áður en Heimir tók við írska landsliðinu.Getty/Stephen McCarthy Síðan þá hefur Whelan tekið að sér þjálfarastöðu hjá enska C-deildarliðinu Wigan og hann er ekki lengur í teymi Heimis, sem vill þó ekki gagnrýna Whelan. „Ég þekki Glenn ekki neitt. Ég veit ekki við hverju ég hefði átt að búast. Ég hefði ekki gert þetta. En ég þekki manninn ekki neitt. Ég hef aldrei talað við hann. Hann er ekki að leikgreina lengur,“ sagði Heimir. Heimir gerði umtalsverðar breytingar á írska hópnum frá síðasta mánuði, þegar hann valdi hópinn sem mætir Finnum næsta fimmtudag og Grikkjum í kjölfarið þremur dögum síðar. Heimir tók við írska liðinu í sumar í mikilli lægð og hann vill koma því á réttan kjöl. „Það er afar mikilvægt að við stöðvum blæðinguna á einhverjum tímapunkti. Það að tapa verður að vana, rétt eins og að vinna, og við verðum að hætta því,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira