Stofnar eigin útgáfu og byrjar í ruslinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. október 2024 22:59 Halldór byrjar söguna daginn sem Neyðarlögin voru sett í Hruninu, daginn sem Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland. Nýjasta skáldaga Halldórs Armands, Mikilvægt rusl, kemur út fimmtudaginn 10. október. Bókin fjallar um sorphirðumenn í Hruninu og er gefin út af nýstofnaðri útgáfu Halldórs sem heitir Flatkakan útgáfa. „Það hefur lengi kitlað mig að gefa út mína eigin bók. Ég elska flatkökur og vildi nefna útgáfuna eftir einhverju sem mér er mjög hlýtt til,“ segir Halldór um sjálfsútgáfuna. Sagan hefst á „Guð blessi Ísland“-daginn 6. október 2008 þegar afskorið mannsnef finnst í ruslatunnu fyrir utan glæsihýsi í Þingholtunum. Uppgötvunin setur af stað atburðarás þar sem öskukallinn Gómur Barðdal, lúgustelpan Zipo og seinheppna skáldið Geir Norðann taka saman höndum við að finna eiganda nefsins. Við það flækjast þau inn í samsæri sem teygir anga sína upp í efstu lög íslensks samfélags. Ermolinski á posanum og hugvekja um sorp Útgáfuhóf bókarinnar verður haldið í húsakynnum Góða hirðisins að Köllunarklettsvegi 1 milli klukkan 17-19 á fimmtudag. Lesið verður upp úr bókinni og mun föðurbróðir höfundar, Þórður Sverrisson, augnlæknir og fyrrverandi öskukall, flytja stutta hugvekju um sorp. Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin seld á tilboðsverði. Pavel Ermolinski, fyrrverandi körfuboltamaður og sölustjóri Flatkökunnar, verður á posanum. Hægt er að forpanta bókina á halldorarmand.is á tíu prósenta afslætti með afsláttarkóðanum RUSL10 sem rennur út á miðnætti 9. október. „Ég hlakka til að geta stýrt ferðinni sjálfur og vil geta komið bókinni í sem flestar hendur, til dæmis með því að veita bókaklúbbum, námsmönnum og sorphirðustarfsfólki góð kjör,” segir Halldór um sitt mikilvæga rusl. Bókaútgáfa Bókmenntir Sorphirða Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fleiri fréttir Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Sjá meira
„Það hefur lengi kitlað mig að gefa út mína eigin bók. Ég elska flatkökur og vildi nefna útgáfuna eftir einhverju sem mér er mjög hlýtt til,“ segir Halldór um sjálfsútgáfuna. Sagan hefst á „Guð blessi Ísland“-daginn 6. október 2008 þegar afskorið mannsnef finnst í ruslatunnu fyrir utan glæsihýsi í Þingholtunum. Uppgötvunin setur af stað atburðarás þar sem öskukallinn Gómur Barðdal, lúgustelpan Zipo og seinheppna skáldið Geir Norðann taka saman höndum við að finna eiganda nefsins. Við það flækjast þau inn í samsæri sem teygir anga sína upp í efstu lög íslensks samfélags. Ermolinski á posanum og hugvekja um sorp Útgáfuhóf bókarinnar verður haldið í húsakynnum Góða hirðisins að Köllunarklettsvegi 1 milli klukkan 17-19 á fimmtudag. Lesið verður upp úr bókinni og mun föðurbróðir höfundar, Þórður Sverrisson, augnlæknir og fyrrverandi öskukall, flytja stutta hugvekju um sorp. Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin seld á tilboðsverði. Pavel Ermolinski, fyrrverandi körfuboltamaður og sölustjóri Flatkökunnar, verður á posanum. Hægt er að forpanta bókina á halldorarmand.is á tíu prósenta afslætti með afsláttarkóðanum RUSL10 sem rennur út á miðnætti 9. október. „Ég hlakka til að geta stýrt ferðinni sjálfur og vil geta komið bókinni í sem flestar hendur, til dæmis með því að veita bókaklúbbum, námsmönnum og sorphirðustarfsfólki góð kjör,” segir Halldór um sitt mikilvæga rusl.
Bókaútgáfa Bókmenntir Sorphirða Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fleiri fréttir Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Sjá meira