Heyrði varla í bónorðinu fyrir látum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. október 2024 09:02 Berglind Jónsdóttir og Halldór Arnarsson voru að trúlofa sig í Tallin. Aðsend „Ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir hin nýtrúlofaða Berglind Jónsdóttir. Berglind, sem starfar hjá breska sendiráðinu og sem danskennari, er búin að vera í sambandi með Halldóri Arnarssyni sálfræðingi í þrettán ár og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann bað hennar í Eistlandi á dögunum. Elskar allt sem tengist köstulum Blaðamaður ræddi við Berglindi og fékk að heyra nánar frá trúlofuninni. „Ég var sem sagt í vinnuferð í Tallinn í Eistlandi þar sem ég hitti kollega mína sem vinna í sömu stöðu og ég í öðrum breskum sendiráðum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum. Ég fór út á miðvikudegi og Halldór kom til mín á föstudegi. Við vorum að vinna að ýmsum verkefnum saman og þar sem breski sendiherrann í Tallinn elskar karókí þá enduðum við öll saman á karókístað þar sem við sendiherrann tókum dúett,“ segir Berglind brosandi og bætir við: „Daginn eftir höfðum við Halldór ákveðið að skoða bæinn saman og fara svo út að borða um kvöldið og hann hafði stungið upp á að stoppa í mjög fallegum hallargarði á leiðinni á veitingastaðinn sem er mjög mikið fyrir mig því ég elska allt sem tengist köstulum, höllum og fallegum byggingum. Halldór gaf mér meira að segja einu sinni í jólagjöf ferðalag um Þýskaland þar sem eini tilgangur ferðarinnar var að keyra í gegnum landið og skoða kastala, besta ferð í heimi.“ Berglind hefur alltaf verið heilluð af köstulum.Aðsend Sér framtíðina ekki fyrir sér öðruvísi en með honum Þegar parið var komið í hallargarðinn var farið að dimma og þau voru ein í garðinum í smá stund. „Halldór nýtti þá tækifærið þar sem við stóðum við upplýstan gosbrunn, fór niður á annað hnéð og tók fram hringinn og bað mín. Það voru bara svo mikil læti í gosbrunninum að ég heyrði varla í spurningunni en vissi auðvitað svarið, enda höfum við verið saman í þrettán ár og eigum tvær yndislegar stelpur saman og ég sé framtíðina ekki fyrir mér öðruvísi en með honum. Það var yndislegt að geta fagnað trúlofuninni í þessari fallegu borg sem ég mæli klárlega með að fólk heimsæki.“ Trúlofuð!Aðsend Það eru því spennandi tímar fram undan hjá þeim hjúum. „Nú tekur bara við brúðkaupsundirbúningur en ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir Berglind að lokum. Ástin og lífið Brúðkaup Tímamót Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Elskar allt sem tengist köstulum Blaðamaður ræddi við Berglindi og fékk að heyra nánar frá trúlofuninni. „Ég var sem sagt í vinnuferð í Tallinn í Eistlandi þar sem ég hitti kollega mína sem vinna í sömu stöðu og ég í öðrum breskum sendiráðum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum. Ég fór út á miðvikudegi og Halldór kom til mín á föstudegi. Við vorum að vinna að ýmsum verkefnum saman og þar sem breski sendiherrann í Tallinn elskar karókí þá enduðum við öll saman á karókístað þar sem við sendiherrann tókum dúett,“ segir Berglind brosandi og bætir við: „Daginn eftir höfðum við Halldór ákveðið að skoða bæinn saman og fara svo út að borða um kvöldið og hann hafði stungið upp á að stoppa í mjög fallegum hallargarði á leiðinni á veitingastaðinn sem er mjög mikið fyrir mig því ég elska allt sem tengist köstulum, höllum og fallegum byggingum. Halldór gaf mér meira að segja einu sinni í jólagjöf ferðalag um Þýskaland þar sem eini tilgangur ferðarinnar var að keyra í gegnum landið og skoða kastala, besta ferð í heimi.“ Berglind hefur alltaf verið heilluð af köstulum.Aðsend Sér framtíðina ekki fyrir sér öðruvísi en með honum Þegar parið var komið í hallargarðinn var farið að dimma og þau voru ein í garðinum í smá stund. „Halldór nýtti þá tækifærið þar sem við stóðum við upplýstan gosbrunn, fór niður á annað hnéð og tók fram hringinn og bað mín. Það voru bara svo mikil læti í gosbrunninum að ég heyrði varla í spurningunni en vissi auðvitað svarið, enda höfum við verið saman í þrettán ár og eigum tvær yndislegar stelpur saman og ég sé framtíðina ekki fyrir mér öðruvísi en með honum. Það var yndislegt að geta fagnað trúlofuninni í þessari fallegu borg sem ég mæli klárlega með að fólk heimsæki.“ Trúlofuð!Aðsend Það eru því spennandi tímar fram undan hjá þeim hjúum. „Nú tekur bara við brúðkaupsundirbúningur en ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir Berglind að lokum.
Ástin og lífið Brúðkaup Tímamót Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira