Tekst að búa til úrslitaleik við Dani? Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 10:33 Hilmir Rafn Mikaelsson og félagar í U21-landsliðinu þurfa á sigri að halda í dag eftir sárt tap gegn Wales í síðasta leik. vísir/Anton Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla mætir Litáen í Víkinni í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og getur með sigri búið sér til úrslitaleik við Danmörku næsta þriðjudag. Gengi íslenska liðsins í undankeppni EM hefur verið upp og niður, en 4-2 sigurinn frækni gegn Dönum í Víkinni í síðasta mánuði gerir að verkum að liðið á enn möguleika á að komast á EM. Ísland á aðeins leikina við Litháen og Danmörku eftir. Danmörk á bara eftir leikinn við Ísland, og Wales á bara eftir heimaleik sinn við Tékkland á morgun. Ísland er í 3. sæti síns riðils með 9 stig en Danmörk og Wales efst með 14 hvort. Ísland þarf því að vinna báða leiki sína til að falla ekki úr keppni. Efsta liðið er öruggt um að komast beint á EM en liðið sem endar í 2. sæti kemst annað hvort beint á EM (þrjú lið sem enda með bestan árangur í 2. sæti í riðlunum níu) eða fer í umspil (hin sex liðin sem enda í 2. sæti í sínum riðli). Til að Ísland næði að vinna riðilinn þyrfti liðið því að vinna báða sína leiki og treysta á að Wales næði ekki að vinna Tékkland, sem er með átta stig í riðlinum. Litáen er neðst í riðlinum, án stiga, en Ísland þurfti hins vegar að hafa mjög mikið fyrir 1-0 sigri þegar liðin mættust í Litáen. Davíð Snær Jóhannsson skoraði þar sigurmarkið. Litáen hefur einnig tapað með eins marks mun í báðum leikjum sínum við Wales og öðrum leikjanna við bæði Danmörku og Tékkland. Leikur Íslands og Litáens hefst klukkan 15, á Stöð 2 Sport, og er í opinni dagskrá. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Gengi íslenska liðsins í undankeppni EM hefur verið upp og niður, en 4-2 sigurinn frækni gegn Dönum í Víkinni í síðasta mánuði gerir að verkum að liðið á enn möguleika á að komast á EM. Ísland á aðeins leikina við Litháen og Danmörku eftir. Danmörk á bara eftir leikinn við Ísland, og Wales á bara eftir heimaleik sinn við Tékkland á morgun. Ísland er í 3. sæti síns riðils með 9 stig en Danmörk og Wales efst með 14 hvort. Ísland þarf því að vinna báða leiki sína til að falla ekki úr keppni. Efsta liðið er öruggt um að komast beint á EM en liðið sem endar í 2. sæti kemst annað hvort beint á EM (þrjú lið sem enda með bestan árangur í 2. sæti í riðlunum níu) eða fer í umspil (hin sex liðin sem enda í 2. sæti í sínum riðli). Til að Ísland næði að vinna riðilinn þyrfti liðið því að vinna báða sína leiki og treysta á að Wales næði ekki að vinna Tékkland, sem er með átta stig í riðlinum. Litáen er neðst í riðlinum, án stiga, en Ísland þurfti hins vegar að hafa mjög mikið fyrir 1-0 sigri þegar liðin mættust í Litáen. Davíð Snær Jóhannsson skoraði þar sigurmarkið. Litáen hefur einnig tapað með eins marks mun í báðum leikjum sínum við Wales og öðrum leikjanna við bæði Danmörku og Tékkland. Leikur Íslands og Litáens hefst klukkan 15, á Stöð 2 Sport, og er í opinni dagskrá.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira