Fátæktarvesöld – veröld sem er Unnur Hrefna Jóhanndóttir skrifar 17. október 2024 09:01 Um 2100 einstaklingar undir 18 ára aldri mátu fjárhag foreldra sinna slæman eða mjög slæman og gætu því talist fátækir. Talan virðist í fljótu bragði ekki vera há, en þessi fjöldi myndi rúmast í einum framhaldsskóla með 1000 nemendum og tveimur grunnskólum með 550 nemendur hvor. Þetta er meðal þess sem kemur fram íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree, sem skilgreindi svokölluð algild fátæktarmörk (e. absolute poverty line). Rowntree tók mið af því hvað hann taldi fólki nauðsynlegt til framfærslu og skilgreindi þá sem ekki höfðu tekjur sem dugðu fyrir nauðsynjum sem fátæka, Aðferð Rowntrees er notuð enn í dag við mælingar á fátækt. Einnig er mæld svokölluð afstæð fátæktarmörk (e. relative poverty line). Þá er fólk skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins í þróunarlöndum heldur einnig á Vesturlöndum. Bindum enda á fátækt Í dag, 17.október, er árlegur alþjóðlegur árverknisdagur Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um fátækt og er ætlað að stuðla að umræðu og að sjálfsögðu aðgerða til að draga úr henni. Í ár er slagorð SÞ í tilefni af deginum eftirfarandi: Bindum enda á félagslega og kerfislæga mismunun. Yfirstígum hindranir, og virkjum þekkingu að réttlátu og friðsömu samfélagi, með þátttöku og valdeflingu að leiðarljósi. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkjanna árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins. Fyrsta heimsmarkmiðið er einmitt: Engin fátækt. Að útrýma fátækt í allri sinni mynd allstaðar. Fátækt á Íslandi En eru margir fátækir á Íslandi í dag? Návæmar tölur liggja ekki fyrir en á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Stutt er síðan rannsóknir hófust á fátækt hérlendis og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnnar byggju við fátækt. Tíu árum síðar var rannsóknin endurtekin og var þá hlutfallið 6,8%. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og þar kom í ljós að um 7-10% þjóðarinnar voru fátækir við upphaf nýrrar aldar. En þótt mjög langt sé síðan þessar rannsóknir voru gerðar gefa þær ákveðnar vísbendingar um fjölda fátækra hér á landi og gætu þeir þá hlaupið á þúsundum og jafnvel tugþúsundum í dag. Það eru ákveðnir þjóðfélagshópar sem frekar eru útsettir fyrir fátækt en aðrir. t.d. láglaunahópar, innflytjendur. einstæðir foreldrar, öryrkjar og jafnvel hópur ellilífeyrisþega.Það hefur t.d. margoft hefur verið bent á að upphæðir almannatrygginga nægja ekki til grunnframfærslu, jafnvel þótt ýmsum jöfnunarverkfærum stjórnvalda sé beitt eins og barnabótum, vaxta-og húsaleigubótum. Fátækt er heilsuspillandi Fátækt grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu fólks. Fátækt er sóun á mannauði, því sá sem hefur verið dæmdur til fátæktar fær ekki notið hæfileika sinna og getu. Líf fátækra einkennist af miklu álagi, vanlíðan og niðurlægingu sem grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu. Fátækt foreldra getur einnig haft langvarandi áhrif á þroska barna og unglinga til framtíðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við tryggjum börnum bestu mögulega byrjun og atlæti í lífinu og komum þannig t.d. í veg fyrir að fátækt erfist milli kynslóða. Það er því verkefni okkar allra að stuðla að og vinna á því böli sem fátækt er. Það velur sér enginn þau lífskjör og vesöld sem fylgir, en því miður er það fyrir alltof marga veröld sem er. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Um 2100 einstaklingar undir 18 ára aldri mátu fjárhag foreldra sinna slæman eða mjög slæman og gætu því talist fátækir. Talan virðist í fljótu bragði ekki vera há, en þessi fjöldi myndi rúmast í einum framhaldsskóla með 1000 nemendum og tveimur grunnskólum með 550 nemendur hvor. Þetta er meðal þess sem kemur fram íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree, sem skilgreindi svokölluð algild fátæktarmörk (e. absolute poverty line). Rowntree tók mið af því hvað hann taldi fólki nauðsynlegt til framfærslu og skilgreindi þá sem ekki höfðu tekjur sem dugðu fyrir nauðsynjum sem fátæka, Aðferð Rowntrees er notuð enn í dag við mælingar á fátækt. Einnig er mæld svokölluð afstæð fátæktarmörk (e. relative poverty line). Þá er fólk skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins í þróunarlöndum heldur einnig á Vesturlöndum. Bindum enda á fátækt Í dag, 17.október, er árlegur alþjóðlegur árverknisdagur Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um fátækt og er ætlað að stuðla að umræðu og að sjálfsögðu aðgerða til að draga úr henni. Í ár er slagorð SÞ í tilefni af deginum eftirfarandi: Bindum enda á félagslega og kerfislæga mismunun. Yfirstígum hindranir, og virkjum þekkingu að réttlátu og friðsömu samfélagi, með þátttöku og valdeflingu að leiðarljósi. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkjanna árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins. Fyrsta heimsmarkmiðið er einmitt: Engin fátækt. Að útrýma fátækt í allri sinni mynd allstaðar. Fátækt á Íslandi En eru margir fátækir á Íslandi í dag? Návæmar tölur liggja ekki fyrir en á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Stutt er síðan rannsóknir hófust á fátækt hérlendis og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnnar byggju við fátækt. Tíu árum síðar var rannsóknin endurtekin og var þá hlutfallið 6,8%. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og þar kom í ljós að um 7-10% þjóðarinnar voru fátækir við upphaf nýrrar aldar. En þótt mjög langt sé síðan þessar rannsóknir voru gerðar gefa þær ákveðnar vísbendingar um fjölda fátækra hér á landi og gætu þeir þá hlaupið á þúsundum og jafnvel tugþúsundum í dag. Það eru ákveðnir þjóðfélagshópar sem frekar eru útsettir fyrir fátækt en aðrir. t.d. láglaunahópar, innflytjendur. einstæðir foreldrar, öryrkjar og jafnvel hópur ellilífeyrisþega.Það hefur t.d. margoft hefur verið bent á að upphæðir almannatrygginga nægja ekki til grunnframfærslu, jafnvel þótt ýmsum jöfnunarverkfærum stjórnvalda sé beitt eins og barnabótum, vaxta-og húsaleigubótum. Fátækt er heilsuspillandi Fátækt grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu fólks. Fátækt er sóun á mannauði, því sá sem hefur verið dæmdur til fátæktar fær ekki notið hæfileika sinna og getu. Líf fátækra einkennist af miklu álagi, vanlíðan og niðurlægingu sem grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu. Fátækt foreldra getur einnig haft langvarandi áhrif á þroska barna og unglinga til framtíðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við tryggjum börnum bestu mögulega byrjun og atlæti í lífinu og komum þannig t.d. í veg fyrir að fátækt erfist milli kynslóða. Það er því verkefni okkar allra að stuðla að og vinna á því böli sem fátækt er. Það velur sér enginn þau lífskjör og vesöld sem fylgir, en því miður er það fyrir alltof marga veröld sem er. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun