„Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Birna Rún Eiríksdóttir er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég hef alltaf verið með mikla tjáningarþörf. Það er smá pönkari í mér og mér finnst mikilvægt að pota aðeins, því ég vil að við séum stöðugt að vaxa,“ segir leikkonan Birna Rún sem er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Birnu Rún í heild sinni: Triggerandi fyrir undirliggjandi átröskun Birna Rún hefur í gegnum tíðina rætt opinskátt um kvíða, ADHD og átröskun. Í kjölfar MeToo bylgjunnar skrifar Birna Rún pistil um sína upplifun og reynslu af leiklistarheiminum og LHÍ. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hendi einhverju út þar sem ég er að segja: „Þetta er ekki mín ábyrgð“ og ég fékk rosalega mikið út úr því. Ég skrifaði um þá staðreynd að ég væri bara að útskrifast úr LHÍ en ég viti samt fullvel út frá eigin reynslu að þetta sé í gangi í okkar bransa. Það sem var til dæmis í gangi þarna var að þú varst ekki að fara að taka upp súkkulaðistykki og vera stolt af því. Þar liggur átröskunarhegðun og það hvernig við ræddum líkamsvirðingu. Ef þú varst með undirliggjandi átröskun þá var þetta að fara að triggera þetta. Ég þurfti líka að láta vita af áreiti í skólanum og svörin sem ég fékk var þú verður að vera skýrari við manneskjuna sem er að áreita þig. Ég var að vera mjög skýr,“ segir Birna. Ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel Pistillinn fór sem eldur um sinu á Internetinu og fékk Birna bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Ég skrifaði þennan pistil og þetta var bara komið á alla fjölmiðla strax en það voru ofboðslega margar konur sem höfðu samband og voru að þakka mér fyrir. Þetta er búið að bitna á mér líka, það var ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel og átti erfitt með þetta en það er bara hluti af því þegar maður vill breyta einhverju, það eru ekki allir sammála þér.“ Hún segist blessunarlega telja að þetta sé að breytast aðeins í bransanum núna. „Ég held samt að ef þú ert leikkona og mættir velja að vera grannvaxin þá myndirðu velja það. Mér finnst það samt að breytast og sem betur fer er meiri fjölbreytni í líkömum, bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Það er mikilvægt að vita að hæfileikarnir okkar hafa ekkert með kílóin að gera.“ Aðspurð hvernig samband hennar við sjálfa sig sé í dag svarar Birna: „Ég viðurkenni að það sé upp og niður. Ég fer aldrei í þannig lægð að það fer að stjórna mér, ég beiti mig ekki ofbeldi lengur eða neita mér um mat. Ég er að byggja mig upp og ég ætla ekki að hreyfa mig nema það sé hreyfing sem mér finnst skemmtileg. Ég er að reyna að gera það sem mér finnst ógeðslega gaman. Ég er alveg hætt að hreyfa mig til að refsa mér. Ég borða það sem ég vil því ég elska mig.“ Einkalífið Geðheilbrigði MeToo Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Birnu Rún í heild sinni: Triggerandi fyrir undirliggjandi átröskun Birna Rún hefur í gegnum tíðina rætt opinskátt um kvíða, ADHD og átröskun. Í kjölfar MeToo bylgjunnar skrifar Birna Rún pistil um sína upplifun og reynslu af leiklistarheiminum og LHÍ. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hendi einhverju út þar sem ég er að segja: „Þetta er ekki mín ábyrgð“ og ég fékk rosalega mikið út úr því. Ég skrifaði um þá staðreynd að ég væri bara að útskrifast úr LHÍ en ég viti samt fullvel út frá eigin reynslu að þetta sé í gangi í okkar bransa. Það sem var til dæmis í gangi þarna var að þú varst ekki að fara að taka upp súkkulaðistykki og vera stolt af því. Þar liggur átröskunarhegðun og það hvernig við ræddum líkamsvirðingu. Ef þú varst með undirliggjandi átröskun þá var þetta að fara að triggera þetta. Ég þurfti líka að láta vita af áreiti í skólanum og svörin sem ég fékk var þú verður að vera skýrari við manneskjuna sem er að áreita þig. Ég var að vera mjög skýr,“ segir Birna. Ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel Pistillinn fór sem eldur um sinu á Internetinu og fékk Birna bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Ég skrifaði þennan pistil og þetta var bara komið á alla fjölmiðla strax en það voru ofboðslega margar konur sem höfðu samband og voru að þakka mér fyrir. Þetta er búið að bitna á mér líka, það var ákveðið fólk sem tók þessu ekki vel og átti erfitt með þetta en það er bara hluti af því þegar maður vill breyta einhverju, það eru ekki allir sammála þér.“ Hún segist blessunarlega telja að þetta sé að breytast aðeins í bransanum núna. „Ég held samt að ef þú ert leikkona og mættir velja að vera grannvaxin þá myndirðu velja það. Mér finnst það samt að breytast og sem betur fer er meiri fjölbreytni í líkömum, bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Það er mikilvægt að vita að hæfileikarnir okkar hafa ekkert með kílóin að gera.“ Aðspurð hvernig samband hennar við sjálfa sig sé í dag svarar Birna: „Ég viðurkenni að það sé upp og niður. Ég fer aldrei í þannig lægð að það fer að stjórna mér, ég beiti mig ekki ofbeldi lengur eða neita mér um mat. Ég er að byggja mig upp og ég ætla ekki að hreyfa mig nema það sé hreyfing sem mér finnst skemmtileg. Ég er að reyna að gera það sem mér finnst ógeðslega gaman. Ég er alveg hætt að hreyfa mig til að refsa mér. Ég borða það sem ég vil því ég elska mig.“
Einkalífið Geðheilbrigði MeToo Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira