Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 13:03 Martin Hermannsson á ferðinni í leiknum við Tyrkland í febrúar. Getty/Arife Karakum Craig Pedersen hefur valið sextán leikmenn í íslenska landsliðið í körfubolta fyrir leikina tvo við Ítalíu í undankeppni EM, 22. og 25. nóvember. Liðið þarf að spjara sig án Martins Hermannssonar sem er meiddur. Martin átti drjúgan þátt í sigrinum frækna gegn Ítölum í febrúar 2022, í framlengdum leik í Ólafssal. Núna er hann hins vegar meiddur í hásin og verður ekki með í þessum erfiðu leikjum. Ísland er jafnframt án Kristófers Acox vegna meiðsla og þá eru þeir Tómas Valur Þrastarson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson ekki með, eftir að hafa verið valdir í sextán manna hópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppninni, í febrúar síðastliðnum. Bjarni Guðmann og Frank Aron í hópnum Í þeirra stað koma Bjarni Guðmann Jónsson og Frank Aron Booker, og þeir Haukur Helgi Pálsson og Kári Jónsson sem ekki gátu verið með í febrúar. Þá hefur orðið breyting á þjálfarateyminu en Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar er nú til aðstoðar í stað Pavels Ermolinskij, ásamt Baldri Þór Ragnarssyni þjálfara Stjörnunnar. Ísland vann Ungverjaland í febrúar og tapaði svo afar naumlega á útivelli gegn Tyrklandi. Ítalía hefur unnið báða leiki sína til þessa. Fyrri leikurinn gegn Ítalíu er í Laugardalshöll föstudaginn 22. nóvember kl. 19.30, og sá seinni í Reggio Emilia mánudaginn 25. nóvember klukkan 18.30. Íslenski landsliðshópurinn: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 1 leikur Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 70 leikir Frank Aron Booker – Valur – 4 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 74 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 16 leikir Hjálmar Stefánsson – Valur – 22 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 32 leikir Kári Jónsson – Valur – 32 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 33 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 7 leikir Sigurður Pétursson – Keflavík – 3 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 33 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 16 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 65 leikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR – 29 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 87 leikir Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Martin átti drjúgan þátt í sigrinum frækna gegn Ítölum í febrúar 2022, í framlengdum leik í Ólafssal. Núna er hann hins vegar meiddur í hásin og verður ekki með í þessum erfiðu leikjum. Ísland er jafnframt án Kristófers Acox vegna meiðsla og þá eru þeir Tómas Valur Þrastarson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson ekki með, eftir að hafa verið valdir í sextán manna hópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppninni, í febrúar síðastliðnum. Bjarni Guðmann og Frank Aron í hópnum Í þeirra stað koma Bjarni Guðmann Jónsson og Frank Aron Booker, og þeir Haukur Helgi Pálsson og Kári Jónsson sem ekki gátu verið með í febrúar. Þá hefur orðið breyting á þjálfarateyminu en Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar er nú til aðstoðar í stað Pavels Ermolinskij, ásamt Baldri Þór Ragnarssyni þjálfara Stjörnunnar. Ísland vann Ungverjaland í febrúar og tapaði svo afar naumlega á útivelli gegn Tyrklandi. Ítalía hefur unnið báða leiki sína til þessa. Fyrri leikurinn gegn Ítalíu er í Laugardalshöll föstudaginn 22. nóvember kl. 19.30, og sá seinni í Reggio Emilia mánudaginn 25. nóvember klukkan 18.30. Íslenski landsliðshópurinn: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 1 leikur Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 70 leikir Frank Aron Booker – Valur – 4 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 74 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 16 leikir Hjálmar Stefánsson – Valur – 22 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 32 leikir Kári Jónsson – Valur – 32 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 33 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 7 leikir Sigurður Pétursson – Keflavík – 3 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 33 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 16 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 65 leikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR – 29 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 87 leikir Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira