Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:15 Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands á alls um 450 jarðir og þar af fara Ríkiseignir með daglega umsýslu um 315 jarða. Flestar jarðir í umsjón Ríkiseigna eru í ábúð en 122 ábúðarsamningar eru í gildi hjá Ríkiseignum vegna bújarða.” Stóra spurning er hvað verður um ríkisjarðirnar þegar bændur hætta búskap, þá venjulega vegna aldurs, veikinda eða breyttra aðstæðna? Venjan er að bóndinn selji landbúnaðartækin og allt sem snýr að rekstri búsins, öllum búfénaði er slátrað. Jörðinni skilað inn til Ríkiseigna, bændum borgað út húsin á jörðinni og fyrir ræktunina. Þetta eru þung spor fyrir bændur sem hafa lagt líf sitt og sál við ræktun á góðum bústofn og ræktun landsins. Sem jafnvel hefur byggst upp í áratugi og í gegnum nokkrar kynslóðir. Margir bændur eiga uppáhalds og dekurdýr innan bústofnsins hvort sem það eru kýr, kindur eða hross. Eins og flest öllum starfstéttum þá þykir þeim vænt um og eru stoltir af æviverkum sínum. Eðli málsins samkvæmt fylgir sorg og þung spor fyrir bændur að sjá ævistarf þeirra líða undir lok með þessum hætti. Ríkiseignir torvelda nýliðun Á þessum tímapunkti þá er engin starfsemi á jörðinni, þar sem áður var full starfsemi, hugsjón, metnaður og líf með gleði og sorgum. Jörðin er lögð í eyði, húsakostur án hita og viðhalds sem leiðir til íbúðarhúsnæðið og útihús verða skemmdum og niðurníðslu að bráð. Þetta er ákvörðun Ríkiseigna og er mikill skaði fyrir landbúnað og byggðir landsins. Gefum ungum bændum tækifæri Í stað þess að Ríkiseignir framleiði eyðijarðir með aðgerðarleysi, þá gætu Ríkiseignir auglýst eftir ábúanda sem ætlar að stunda búskap á jörðinni. Ábúandinn tæki þá við jörðinni í fullum rekstri með vélum, bústofn og ræktun. Slíkt fyrirkomulag er tilvalið tækifæri fyrir unga bændur að grípa sem tryggir nýliðun innan bændastéttarinnar. Að auki eru dæmi um að Ríkiseignir séu að koma í veg fyrir kynslóðaskipti á bújörðum með því að banna að byggja nýjar byggingar sem innihalda nútíma búskapahætti, nema með því skilyrði að ríkið þurfi ekki að kaupa nýbyggingar þegar búskap er hætt á jörðinni. Það er óhætt að segja að Ríkiseignir standa í vegi fyrir nýliðun innan bændastéttarinnar. Ríkiseignir geta boðið bændum upp á hagstæð lán þegar þeir taka við ríkisjörðum í fullum rekstri, til að geta keypt vélar og bústofn sem fyrrum ábúandi hefur fjárfest í og ræktað í gegnum árin. Í stefnu Sósíalistaflokks Íslands í landbúnaðar- og matvælamálum segir: „Bæta skal kjör bænda og þeir viðurkenndir sem sá mikilvægi hluti framvarðarsveitar landsmanna sem þeir eru í raun svo tryggja megi fæðuöryggi og sjálfbærni. Þá séu nýsköpunarstyrkir til bænda auknir og einnig verði boðið uppá hagstæð lán til framkvæmda, nýsköpunar og nýliðunar.“ Er ekki komin tími til að bændur kjósi nýjar áherslur fyrir velferð og framtíðar möguleika landbúnaðarins? Nú er rétti tímin til að kjósa Sósíalistaflokk Íslands með því að setja X við J Höfundur skipar 4. sæti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Heimildir Stjórnarráð Íslands. (e.d.). Ríkisjarðir og annað land í eigu ríkisins. https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/eignir-rikisins/rikisjardir-og-annad-land-i-eigu-rikisins/ Sósíalistaflokkur Íslands. (2020, 3. júní). Landbúnaðar- og matvælamál. https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/landbunadar-og-matvaelamal/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands á alls um 450 jarðir og þar af fara Ríkiseignir með daglega umsýslu um 315 jarða. Flestar jarðir í umsjón Ríkiseigna eru í ábúð en 122 ábúðarsamningar eru í gildi hjá Ríkiseignum vegna bújarða.” Stóra spurning er hvað verður um ríkisjarðirnar þegar bændur hætta búskap, þá venjulega vegna aldurs, veikinda eða breyttra aðstæðna? Venjan er að bóndinn selji landbúnaðartækin og allt sem snýr að rekstri búsins, öllum búfénaði er slátrað. Jörðinni skilað inn til Ríkiseigna, bændum borgað út húsin á jörðinni og fyrir ræktunina. Þetta eru þung spor fyrir bændur sem hafa lagt líf sitt og sál við ræktun á góðum bústofn og ræktun landsins. Sem jafnvel hefur byggst upp í áratugi og í gegnum nokkrar kynslóðir. Margir bændur eiga uppáhalds og dekurdýr innan bústofnsins hvort sem það eru kýr, kindur eða hross. Eins og flest öllum starfstéttum þá þykir þeim vænt um og eru stoltir af æviverkum sínum. Eðli málsins samkvæmt fylgir sorg og þung spor fyrir bændur að sjá ævistarf þeirra líða undir lok með þessum hætti. Ríkiseignir torvelda nýliðun Á þessum tímapunkti þá er engin starfsemi á jörðinni, þar sem áður var full starfsemi, hugsjón, metnaður og líf með gleði og sorgum. Jörðin er lögð í eyði, húsakostur án hita og viðhalds sem leiðir til íbúðarhúsnæðið og útihús verða skemmdum og niðurníðslu að bráð. Þetta er ákvörðun Ríkiseigna og er mikill skaði fyrir landbúnað og byggðir landsins. Gefum ungum bændum tækifæri Í stað þess að Ríkiseignir framleiði eyðijarðir með aðgerðarleysi, þá gætu Ríkiseignir auglýst eftir ábúanda sem ætlar að stunda búskap á jörðinni. Ábúandinn tæki þá við jörðinni í fullum rekstri með vélum, bústofn og ræktun. Slíkt fyrirkomulag er tilvalið tækifæri fyrir unga bændur að grípa sem tryggir nýliðun innan bændastéttarinnar. Að auki eru dæmi um að Ríkiseignir séu að koma í veg fyrir kynslóðaskipti á bújörðum með því að banna að byggja nýjar byggingar sem innihalda nútíma búskapahætti, nema með því skilyrði að ríkið þurfi ekki að kaupa nýbyggingar þegar búskap er hætt á jörðinni. Það er óhætt að segja að Ríkiseignir standa í vegi fyrir nýliðun innan bændastéttarinnar. Ríkiseignir geta boðið bændum upp á hagstæð lán þegar þeir taka við ríkisjörðum í fullum rekstri, til að geta keypt vélar og bústofn sem fyrrum ábúandi hefur fjárfest í og ræktað í gegnum árin. Í stefnu Sósíalistaflokks Íslands í landbúnaðar- og matvælamálum segir: „Bæta skal kjör bænda og þeir viðurkenndir sem sá mikilvægi hluti framvarðarsveitar landsmanna sem þeir eru í raun svo tryggja megi fæðuöryggi og sjálfbærni. Þá séu nýsköpunarstyrkir til bænda auknir og einnig verði boðið uppá hagstæð lán til framkvæmda, nýsköpunar og nýliðunar.“ Er ekki komin tími til að bændur kjósi nýjar áherslur fyrir velferð og framtíðar möguleika landbúnaðarins? Nú er rétti tímin til að kjósa Sósíalistaflokk Íslands með því að setja X við J Höfundur skipar 4. sæti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Heimildir Stjórnarráð Íslands. (e.d.). Ríkisjarðir og annað land í eigu ríkisins. https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/eignir-rikisins/rikisjardir-og-annad-land-i-eigu-rikisins/ Sósíalistaflokkur Íslands. (2020, 3. júní). Landbúnaðar- og matvælamál. https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/landbunadar-og-matvaelamal/
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun