Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2024 16:15 Aron Einar Gunnarsson er meðal allra leikjahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi og getur jafnað Rúnar Kristinsson á morgun, með því að spila sinn 104. A-landsleik. Birkir Bjarnason á þó metið í dag, eftir að hafa spilað 113 A-landsleiki. Getty/Will Palmer Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. Aron spilaði sinn 103. A-landsleik fyrir ári síðan en hefur ekki verið með landsliðinu síðan þá. Hann vann sig hins vegar upp úr hásinarmeiðslum, lék með Þór á Akureyri í skamman tíma í sumar og fór svo aftur í atvinnumennsku til Al Gharafa í Katar. Þar má hann þó að sinni aðeins spila í Meistaradeild Asíu, en ekki í katörsku deildinni, og hefur leikið þar þrjá leiki. „Þegar ég fór í aðgerðina á hásin fyrir ári síðan þá var markmiðið klárt, að koma mér í landsliðið. Það plan er að ganga upp. Mér líður vel og er búinn að æfa af krafti,“ sagði Aron á blaðamannafundi KSÍ í dag. Klippa: Aron fyrirliði á nýjan leik „Auðvitað er þetta skrýtin staða. Kominn út og er bara að spila í Champions League, en það var það eina sem var í boði upp á það að geta spilað leiki. Standið er mjög gott, mér líður mjög vel,“ sagði Aron. Eftir að hafa unnið öll sín miklu afrek með landsliðinu sem miðjumaður þá er fyrirliðinn listaður sem varnarmaður í hópnum núna. Hann er þó tilbúinn í hvaða hlutverk sem er fyrir landsliðið. „Að vera hugsaður sem varnarmaður breytir engu fyrir mig. Þú veist alveg hvernig mér líður að spila fyrir landsliðið. Ég spila hvaða stöðu sem er, sem þjálfarinn velur mig í, og get leyst miðvarðastöðu og miðjuna. Það skiptir mig í rauninni engu máli. Það er bara gott að vera kominn til baka og geta gefið af mér. Miðlað minni reynslu úr landsliðsboltanum til þessara stráka sem hafa verið að gera vel síðasta árið, þegar ég hef ekki verið til staðar. Þetta snýst ekki um mig. Ég er kominn til að miðla minni reynslu og vonandi betrumbæta hluti sem hægt er að bæta. En miðað við það sem ég hef séð er mjög góður gangur í þessu. Menn eru að bæta sig og ég sé alveg muninn á því ári sem ég hef verið í burtu,“ segir Aron. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Aron spilaði sinn 103. A-landsleik fyrir ári síðan en hefur ekki verið með landsliðinu síðan þá. Hann vann sig hins vegar upp úr hásinarmeiðslum, lék með Þór á Akureyri í skamman tíma í sumar og fór svo aftur í atvinnumennsku til Al Gharafa í Katar. Þar má hann þó að sinni aðeins spila í Meistaradeild Asíu, en ekki í katörsku deildinni, og hefur leikið þar þrjá leiki. „Þegar ég fór í aðgerðina á hásin fyrir ári síðan þá var markmiðið klárt, að koma mér í landsliðið. Það plan er að ganga upp. Mér líður vel og er búinn að æfa af krafti,“ sagði Aron á blaðamannafundi KSÍ í dag. Klippa: Aron fyrirliði á nýjan leik „Auðvitað er þetta skrýtin staða. Kominn út og er bara að spila í Champions League, en það var það eina sem var í boði upp á það að geta spilað leiki. Standið er mjög gott, mér líður mjög vel,“ sagði Aron. Eftir að hafa unnið öll sín miklu afrek með landsliðinu sem miðjumaður þá er fyrirliðinn listaður sem varnarmaður í hópnum núna. Hann er þó tilbúinn í hvaða hlutverk sem er fyrir landsliðið. „Að vera hugsaður sem varnarmaður breytir engu fyrir mig. Þú veist alveg hvernig mér líður að spila fyrir landsliðið. Ég spila hvaða stöðu sem er, sem þjálfarinn velur mig í, og get leyst miðvarðastöðu og miðjuna. Það skiptir mig í rauninni engu máli. Það er bara gott að vera kominn til baka og geta gefið af mér. Miðlað minni reynslu úr landsliðsboltanum til þessara stráka sem hafa verið að gera vel síðasta árið, þegar ég hef ekki verið til staðar. Þetta snýst ekki um mig. Ég er kominn til að miðla minni reynslu og vonandi betrumbæta hluti sem hægt er að bæta. En miðað við það sem ég hef séð er mjög góður gangur í þessu. Menn eru að bæta sig og ég sé alveg muninn á því ári sem ég hef verið í burtu,“ segir Aron. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira