Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Valur Páll Eiríksson skrifar 16. nóvember 2024 08:31 Arnór Smárason kláraði ferilinn með uppeldisfélaginu ÍA í haust. Vísir/Hulda Margrét Arnór Smárason átti skammvinnan en áhugaverðan tíma í Rússlandi er hann lék sem lánsmaður hjá liði Torpedo Moskvu fyrir tæpum áratug. Launin skiluðu sér misvel frá félaginu. „Þetta er náttúrulega allt öðruvísi kúltúr. Bæði úti á götu og líka innan fótboltans. Það var alveg þægilegt síðasta hvers mánaðar að fá launin inn á bókina í Svíþjóð. Það var ekki raunin í Rússlandi,“ segir Arnór í viðtali við Stöð 2 þar sem hann gerir upp ferilinn. Hann var á láni hjá Torpedo Moskvu vorið 2015, frá Helsingborg í Svíþjóð. Eftir lánssamninginn í Rússlandi fór hans til annars sænks liðs, Hammarby. Gott hafi verið að komast aftur í fjárhagslega öryggið í Stokkhólmi eftir skrautlegan tíma í rússnesku höfuðborginni. Arnór gerði sér síðar sérstaka ferð til Moskvu til að innheimta þau laun sem hann átti inni. „Ég fór tveimur árum síðar. Þá gerði ég mér ferð með skjalatöskuna til að ná í einhvern af þessum peningum aftur. Það tókst, ótrúlegt en satt,“ „Ég gerði mér bara ferð, var þarna í tvo daga og markmiðið var bara að sækja seðilinn,“ segir Arnór sem var þá spurður hvort hann hefði ekkert fengið greitt á meðan Rússlandsdvöl hans stóð. „Ég fékk einhvern einn og hálfan mánuð greiddan og einhverja markabónusa. En það var ekkert mikið meira en það. En þetta kom allt fyrir rest. En ég þurfti að gera mér sér ferð.“ Arnór gerði ferilinn upp í samtali við íþróttadeild en viðtalið má sjá í heild að ofan. Þá má hlusta á það í Besta sætinu á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þar á meðal hér að neðan. Rússneski boltinn ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Töluverður rígur var milli jafnaldra Arnórs Smárasonar og Rúriks Gíslasonar á yngri árum. Vítaklúður Arnórs veitti Rúrik og félögum sigurinn á Shell-mótinu í Eyjum á sínum tíma. 14. nóvember 2024 13:09 „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. 12. nóvember 2024 10:31 Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. 9. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
„Þetta er náttúrulega allt öðruvísi kúltúr. Bæði úti á götu og líka innan fótboltans. Það var alveg þægilegt síðasta hvers mánaðar að fá launin inn á bókina í Svíþjóð. Það var ekki raunin í Rússlandi,“ segir Arnór í viðtali við Stöð 2 þar sem hann gerir upp ferilinn. Hann var á láni hjá Torpedo Moskvu vorið 2015, frá Helsingborg í Svíþjóð. Eftir lánssamninginn í Rússlandi fór hans til annars sænks liðs, Hammarby. Gott hafi verið að komast aftur í fjárhagslega öryggið í Stokkhólmi eftir skrautlegan tíma í rússnesku höfuðborginni. Arnór gerði sér síðar sérstaka ferð til Moskvu til að innheimta þau laun sem hann átti inni. „Ég fór tveimur árum síðar. Þá gerði ég mér ferð með skjalatöskuna til að ná í einhvern af þessum peningum aftur. Það tókst, ótrúlegt en satt,“ „Ég gerði mér bara ferð, var þarna í tvo daga og markmiðið var bara að sækja seðilinn,“ segir Arnór sem var þá spurður hvort hann hefði ekkert fengið greitt á meðan Rússlandsdvöl hans stóð. „Ég fékk einhvern einn og hálfan mánuð greiddan og einhverja markabónusa. En það var ekkert mikið meira en það. En þetta kom allt fyrir rest. En ég þurfti að gera mér sér ferð.“ Arnór gerði ferilinn upp í samtali við íþróttadeild en viðtalið má sjá í heild að ofan. Þá má hlusta á það í Besta sætinu á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þar á meðal hér að neðan.
Rússneski boltinn ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Töluverður rígur var milli jafnaldra Arnórs Smárasonar og Rúriks Gíslasonar á yngri árum. Vítaklúður Arnórs veitti Rúrik og félögum sigurinn á Shell-mótinu í Eyjum á sínum tíma. 14. nóvember 2024 13:09 „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. 12. nóvember 2024 10:31 Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. 9. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Töluverður rígur var milli jafnaldra Arnórs Smárasonar og Rúriks Gíslasonar á yngri árum. Vítaklúður Arnórs veitti Rúrik og félögum sigurinn á Shell-mótinu í Eyjum á sínum tíma. 14. nóvember 2024 13:09
„Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. 12. nóvember 2024 10:31
Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. 9. nóvember 2024 07:01