„Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 13:33 Guðrún kynnti stefnu dómsmálaráðuneytisins í landamæramálum á blaðamannafundi í gær. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hélt í gær blaðamannafund um nýja stefnu og áætlun í landamæramálum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, steig í kjölfarið fram og sagði fundinn bera vott um spillingu. Dómsmálaráðherra væri í kosningabaráttu og gæti kynnt sína stefnu sem frambjóðandi, en ekki færi vel á því að hún gerði það í krafti embættis síns. Sjálf gefur Guðrún lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega. Ég hef margítrekað sagt á síðustu mánuðum að við séum að fara að leggja fram stefnu í ráðuneytinu, stefnu í málefnum landamæra Íslands,“ segir Guðrún. Vinnan hafi farið af stað á vormánuðum, áður en ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Mikill árangur hafi náðst í þeirri vinnu í sumar, og verið sé að binda lokahnykk á vinnu sem lauk í september. Eðlilegt hafi þótt að birta stefnuna og eftir mikið samtal ákveðið að leggja fram tvö plögg. „Annars vegar stefnu ráðuneytisins í málefnum landamæra, sem nýtt væri til almennrar stefnumörkunar innanlands, og svo landsáætlun um málefni landamæra sem var unnin af ríkislögreglustjóra og yrði afhent Frontex - landamærastofnun Evrópu.“ Seinna plaggið hafi þegar verið afhent Frontex, og því bagalegt ef ekki hefði tekist að klára vinnu við stefnu ráðuneytisins sjálfs í sama málaflokki, að sögn Guðrúnar. „Ég tel að starfsstjórn geti verið í stefnumörkun og ég er bara að vinna samkvæmt forsetaúrskurði.“ Guðrún ítrekar að um stefnu ráðuneytisins sé að ræða, en ekki hennar. „En ég er starfandi dómsmálaráðherra og það er ekkert óeðlilegt við það að dómsmálaráðherra kynni þessa stefnu með ríkislögreglustjóra,“ segir Guðrún. Guðrún telji ekki ólíklegt að ummæli Björns um spillingu séu liður í hans eigin kosningabaráttu. „Og sé að reyna að koma höggi á dómsmálaráðherra með þessari umræðu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hélt í gær blaðamannafund um nýja stefnu og áætlun í landamæramálum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, steig í kjölfarið fram og sagði fundinn bera vott um spillingu. Dómsmálaráðherra væri í kosningabaráttu og gæti kynnt sína stefnu sem frambjóðandi, en ekki færi vel á því að hún gerði það í krafti embættis síns. Sjálf gefur Guðrún lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega. Ég hef margítrekað sagt á síðustu mánuðum að við séum að fara að leggja fram stefnu í ráðuneytinu, stefnu í málefnum landamæra Íslands,“ segir Guðrún. Vinnan hafi farið af stað á vormánuðum, áður en ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Mikill árangur hafi náðst í þeirri vinnu í sumar, og verið sé að binda lokahnykk á vinnu sem lauk í september. Eðlilegt hafi þótt að birta stefnuna og eftir mikið samtal ákveðið að leggja fram tvö plögg. „Annars vegar stefnu ráðuneytisins í málefnum landamæra, sem nýtt væri til almennrar stefnumörkunar innanlands, og svo landsáætlun um málefni landamæra sem var unnin af ríkislögreglustjóra og yrði afhent Frontex - landamærastofnun Evrópu.“ Seinna plaggið hafi þegar verið afhent Frontex, og því bagalegt ef ekki hefði tekist að klára vinnu við stefnu ráðuneytisins sjálfs í sama málaflokki, að sögn Guðrúnar. „Ég tel að starfsstjórn geti verið í stefnumörkun og ég er bara að vinna samkvæmt forsetaúrskurði.“ Guðrún ítrekar að um stefnu ráðuneytisins sé að ræða, en ekki hennar. „En ég er starfandi dómsmálaráðherra og það er ekkert óeðlilegt við það að dómsmálaráðherra kynni þessa stefnu með ríkislögreglustjóra,“ segir Guðrún. Guðrún telji ekki ólíklegt að ummæli Björns um spillingu séu liður í hans eigin kosningabaráttu. „Og sé að reyna að koma höggi á dómsmálaráðherra með þessari umræðu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels