Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 22:11 Þegar Borce Ilievski þjálfaði ÍR þá spiluðu þeir í Seljaskóla en nú spila þeir í nýju íþróttahúsi í Mjóddinni. Vísir/Bára ÍR-ingar eru búnir að finna sér nýjan þjálfara og sá kannast vel við sig í herbúðum ÍR. Borce Ilievski er hættur með 1. deildarlið Fjölnis og tekur í staðinn við Bónus deildarliði ÍR. ÍR tilkynnti þetta á miðlum sínum í kvöld. Fjölnir hafði áður tilkynnt að þjálfarinn væri hættur störfum í Grafarvoginum. Borce mun taka við starfi Ísaks Mána Wium sem hætti skyndilega með liðið eftir sjöttu umferðina. Baldur Már Stefánsson, aðstoðarmaður Ísaks, stýrði ÍR til sigur í síðasta leik í Njarðvík en Breiðholtsliðið var þá búið að tapa sex fyrstu leikjum sinum. Fyrsti leikur Borce verður á móti Valsmönnum eftir landsleikjahlé. „Ég er virkilega ánægður að vera kominn aftur til ÍR. Það eru krefjandi leikir fram undan þar sem allir þurfa að leggjast á eitt til að snúa gengi liðsins við. Síðasti leikur á móti Njarðvík var góður og vonandi náum við að byggja á því áfram. Ég vil hvetja alla til að mæta á næstu leiki því öflugur stuðningur úr stúkunni er ómetanlegur – Áfram ÍR,“ sagði Borce við miðla ÍR. Borce þjálfaði ÍR í sex ár frá 2015 til 2021 en hápunkturinn var þegar hann fór með liðið alla leið í lokaúrslitin vorið 2019. Hann hefur þjálfað Fjölni frá árinu 2022. Borce hefur þjálfað á Íslandi frá árinu 2006 en hann hefur einnig þjálfað KFÍ, Tindastóls, Bolungarvík og Breiðabliki. Hákon Örn, fyrirliði ÍR, þekkir vel til Borche og hlakkar til samstarfsins: „Ég er virkilega ánægður fyrir hönd félagsins að fá Borche aftur til liðs við okkur en ég sjálfur lék undir hans stjórn um árabil og áttum við frábæran tíma þá. Ég er sannfærður um að endurkoma Borche muni styrkja okkur í baráttunni sem er framundan,“ sagði Hákon. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira
Borce Ilievski er hættur með 1. deildarlið Fjölnis og tekur í staðinn við Bónus deildarliði ÍR. ÍR tilkynnti þetta á miðlum sínum í kvöld. Fjölnir hafði áður tilkynnt að þjálfarinn væri hættur störfum í Grafarvoginum. Borce mun taka við starfi Ísaks Mána Wium sem hætti skyndilega með liðið eftir sjöttu umferðina. Baldur Már Stefánsson, aðstoðarmaður Ísaks, stýrði ÍR til sigur í síðasta leik í Njarðvík en Breiðholtsliðið var þá búið að tapa sex fyrstu leikjum sinum. Fyrsti leikur Borce verður á móti Valsmönnum eftir landsleikjahlé. „Ég er virkilega ánægður að vera kominn aftur til ÍR. Það eru krefjandi leikir fram undan þar sem allir þurfa að leggjast á eitt til að snúa gengi liðsins við. Síðasti leikur á móti Njarðvík var góður og vonandi náum við að byggja á því áfram. Ég vil hvetja alla til að mæta á næstu leiki því öflugur stuðningur úr stúkunni er ómetanlegur – Áfram ÍR,“ sagði Borce við miðla ÍR. Borce þjálfaði ÍR í sex ár frá 2015 til 2021 en hápunkturinn var þegar hann fór með liðið alla leið í lokaúrslitin vorið 2019. Hann hefur þjálfað Fjölni frá árinu 2022. Borce hefur þjálfað á Íslandi frá árinu 2006 en hann hefur einnig þjálfað KFÍ, Tindastóls, Bolungarvík og Breiðabliki. Hákon Örn, fyrirliði ÍR, þekkir vel til Borche og hlakkar til samstarfsins: „Ég er virkilega ánægður fyrir hönd félagsins að fá Borche aftur til liðs við okkur en ég sjálfur lék undir hans stjórn um árabil og áttum við frábæran tíma þá. Ég er sannfærður um að endurkoma Borche muni styrkja okkur í baráttunni sem er framundan,“ sagði Hákon.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira