Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2024 16:57 Ágúst Bent hefur nóg fyrir stafni. Vísir/Vilhelm Leikstjórinn og rapparinn Ágúst Bent Sigbertsson segir að undanfarið hafi verið ákveðin orðræða í þjóðfélaginu sem hafi beinst gegn innflytjendum. Hann leikstýrir nýrri auglýsingu á vegum Guide to Europe og segir þar um að ræða sitt svar gegn þeirri orðræðu sem hann segir ekki síst koma frá ráðamönnum. Hann hefur nóg fyrir stafni en Rottweiler gefur út nýtt lag á morgun. Ágúst Bent, miklu þekktari sem Bent, segir að hann hafi upplifað sem svo að hann bæri skyldu til þess að nýta húmor í auglýsingum ferðaþjónustufyrirtækisins gegn téðri orðræðu. Hann var fenginn til að leikstýra nýjustu herferð þess og segir orðræðuna aldrei í lagi. „Sérstaklega þegar hún kemur frá ráðamönnum þjóðarinnar og ákvað ég því í samstarfi við Guide to Europe að henda í öfluga auglýsingaseríu þar sem eru stuttir prófílar af innflytjendum og fólki af erlendu bergi brotið. Þetta gerum við til að minna áhorfendur á hversu mikilvægt það er að hafa smá fjölbreytni í svona litlu samfélagi.“ Bent segist elska Ísland. Hann er handviss um að það væri hálfglötuð stemning hér á landi ef ekki væri fyrir alla þá hluti og allt fólkið sem upprunnið er í öðrum löndum. „Stórleikarinn Davíð Þór Katrínarson, sem er af erlendu bergi brotinn, les meistaralega og siglir skilaboðum þessarar mikilvægu auglýsingar í höfn,“ segir Bent. Stórhljómsveitin XXX Rottweiler hundar eru svo að gefa út nýtt lag á morgun. Bent segist ekki geta beðið eftir því að leyfa alþjóð að heyra og ljóst að kappinn er með nóg af járnum í eldinum. Klippa: Fögnum fjölbreytileikanum - auglýsing Guide to Iceland Auglýsinga- og markaðsmál Innflytjendamál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Ágúst Bent, miklu þekktari sem Bent, segir að hann hafi upplifað sem svo að hann bæri skyldu til þess að nýta húmor í auglýsingum ferðaþjónustufyrirtækisins gegn téðri orðræðu. Hann var fenginn til að leikstýra nýjustu herferð þess og segir orðræðuna aldrei í lagi. „Sérstaklega þegar hún kemur frá ráðamönnum þjóðarinnar og ákvað ég því í samstarfi við Guide to Europe að henda í öfluga auglýsingaseríu þar sem eru stuttir prófílar af innflytjendum og fólki af erlendu bergi brotið. Þetta gerum við til að minna áhorfendur á hversu mikilvægt það er að hafa smá fjölbreytni í svona litlu samfélagi.“ Bent segist elska Ísland. Hann er handviss um að það væri hálfglötuð stemning hér á landi ef ekki væri fyrir alla þá hluti og allt fólkið sem upprunnið er í öðrum löndum. „Stórleikarinn Davíð Þór Katrínarson, sem er af erlendu bergi brotinn, les meistaralega og siglir skilaboðum þessarar mikilvægu auglýsingar í höfn,“ segir Bent. Stórhljómsveitin XXX Rottweiler hundar eru svo að gefa út nýtt lag á morgun. Bent segist ekki geta beðið eftir því að leyfa alþjóð að heyra og ljóst að kappinn er með nóg af járnum í eldinum. Klippa: Fögnum fjölbreytileikanum - auglýsing Guide to Iceland
Auglýsinga- og markaðsmál Innflytjendamál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira