Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2024 20:15 Kristrún Mjöll Frostadóttir birtist nýverið í myndbandi á samfélagsmiðlum vopnuð sleggju og sagðist ætla að „negla niður“ vextina. Staðan er aftur á móti þannig að vextir nú teknir að lækka og verðbólga í frjálsu falli. Með ábyrgri efnahagsstefnu sem birtist í þessum góða árangri sparar Sjálfstæðisflokkurinn henni ómakið og því er engin þörf á Kristrúnu og hennar sleggju. Lækkandi vextir ekki sjálfgefnir Lækkandi vextir og minni verðbólga eru kærkomin tíðindi fyrir heimilin í landinu. Eftir krefjandi tíma í efnahagsmálunum sökum þekktra utanaðkomandi aðstæðna og alþjóðlegrar verðbólgu er loks tekið að birta til. Nú þegar frekari vaxtalækkun er í sjónmáli á áherslan að vera á að létta enn frekar undir með heimilunum með markvissum skattalækkunum. Við eigum ekki að skipta háum vöxtum út fyrir háa skatta; við eigum að einbeita okkur að því að auka fjárhagslegt frelsi og öryggi fjölskyldna. Það er ekki sjálfsagt að lækkun vaxta þýði sjálfkrafa betri kjör fyrir heimilin. Ef stjórnvöld velja að svara vaxtalækkunum með aukinni skattheimtu eða útþenslu hins opinbera tapa heimilin þeim ávinningi sem vaxtalækkun getur veitt. Þess vegna skiptir máli að stefna okkar sé skýr: Vaxtalækkun og skattalækkun eiga að fara hönd í hönd, þannig að heimilin fái meira svigrúm til að vaxa og dafna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka báknið og lækka skatta, og leggur áherslu á að heimilin njóti góðs af betri efnahagslegum skilyrðum. Flokkurinn lítur ekki á skattahækkanir sem leið til að „stoppa í gatið“ þegar fjármál heimilanna fara batnandi. Þvert á móti vill flokkurinn tryggja að heimilin fái að halda eftir þeim fjármunum sem þau hafa unnið sér inn. Heimili landsins eiga rétt á að njóta þess svigrúms sem vaxtalækkanir skapa til að bæta eigin fjárhag og lífsgæði. Árangurinn af lækkandi vöxtum þarf að skila sér til fólksins í landinu, í stað þess að verða tættur upp í formi nýrra skatta eða aukinnar opinberrar eyðslu. Hvað veljum við? Valið á kjördag er einfalt: Viljum við leyfa heimilunum að njóta ávinningsins af vaxtalækkunum, eða viljum við sjá skattahækkanir tæta niður þetta svigrúm? Saga hávaxtatímabilsins kennir okkur að það er alltaf hagur heimilanna að hafa meira fé milli handanna. Því er galið að íhuga skattahækkanir einmitt nú, þegar heimilin eiga kost á að rétta úr kútnum eftir erfitt tímabil. Vaxtalækkanir og skattalækkanir mynda þannig sterkt tvíeyki fyrir framtíð íslenskra heimila. Þær tryggja að ávinningurinn af betri efnahagslegri stöðu renni til þeirra sem þurfa mest á honum að halda: fjölskyldna landsins. Þetta er sú framtíðarsýn sem Sjálfstæðisflokkurinn talar fyrir, og þetta er sú framtíð sem tryggir okkur öllum betri kjör og meiri von. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir birtist nýverið í myndbandi á samfélagsmiðlum vopnuð sleggju og sagðist ætla að „negla niður“ vextina. Staðan er aftur á móti þannig að vextir nú teknir að lækka og verðbólga í frjálsu falli. Með ábyrgri efnahagsstefnu sem birtist í þessum góða árangri sparar Sjálfstæðisflokkurinn henni ómakið og því er engin þörf á Kristrúnu og hennar sleggju. Lækkandi vextir ekki sjálfgefnir Lækkandi vextir og minni verðbólga eru kærkomin tíðindi fyrir heimilin í landinu. Eftir krefjandi tíma í efnahagsmálunum sökum þekktra utanaðkomandi aðstæðna og alþjóðlegrar verðbólgu er loks tekið að birta til. Nú þegar frekari vaxtalækkun er í sjónmáli á áherslan að vera á að létta enn frekar undir með heimilunum með markvissum skattalækkunum. Við eigum ekki að skipta háum vöxtum út fyrir háa skatta; við eigum að einbeita okkur að því að auka fjárhagslegt frelsi og öryggi fjölskyldna. Það er ekki sjálfsagt að lækkun vaxta þýði sjálfkrafa betri kjör fyrir heimilin. Ef stjórnvöld velja að svara vaxtalækkunum með aukinni skattheimtu eða útþenslu hins opinbera tapa heimilin þeim ávinningi sem vaxtalækkun getur veitt. Þess vegna skiptir máli að stefna okkar sé skýr: Vaxtalækkun og skattalækkun eiga að fara hönd í hönd, þannig að heimilin fái meira svigrúm til að vaxa og dafna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka báknið og lækka skatta, og leggur áherslu á að heimilin njóti góðs af betri efnahagslegum skilyrðum. Flokkurinn lítur ekki á skattahækkanir sem leið til að „stoppa í gatið“ þegar fjármál heimilanna fara batnandi. Þvert á móti vill flokkurinn tryggja að heimilin fái að halda eftir þeim fjármunum sem þau hafa unnið sér inn. Heimili landsins eiga rétt á að njóta þess svigrúms sem vaxtalækkanir skapa til að bæta eigin fjárhag og lífsgæði. Árangurinn af lækkandi vöxtum þarf að skila sér til fólksins í landinu, í stað þess að verða tættur upp í formi nýrra skatta eða aukinnar opinberrar eyðslu. Hvað veljum við? Valið á kjördag er einfalt: Viljum við leyfa heimilunum að njóta ávinningsins af vaxtalækkunum, eða viljum við sjá skattahækkanir tæta niður þetta svigrúm? Saga hávaxtatímabilsins kennir okkur að það er alltaf hagur heimilanna að hafa meira fé milli handanna. Því er galið að íhuga skattahækkanir einmitt nú, þegar heimilin eiga kost á að rétta úr kútnum eftir erfitt tímabil. Vaxtalækkanir og skattalækkanir mynda þannig sterkt tvíeyki fyrir framtíð íslenskra heimila. Þær tryggja að ávinningurinn af betri efnahagslegri stöðu renni til þeirra sem þurfa mest á honum að halda: fjölskyldna landsins. Þetta er sú framtíðarsýn sem Sjálfstæðisflokkurinn talar fyrir, og þetta er sú framtíð sem tryggir okkur öllum betri kjör og meiri von. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar