Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 11:31 Arne Slot tjáði sig um stöðu Mohamed Salah á blaðamannafundi í dag Vísir/Getty Arne Slot, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag er hann var spurður út í samningsmál Mohamed Salah en samningur hans við félagið rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Slot dró þær 115 ákærur sem Manchester City á yfir höfði sér inn í umræðuna og vildi svo ítreka að hann hafi verið að grínast með því. Liverpool gengur vel undir stjórn Slot sem er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. Liverpool er með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, bar sigur úr býtum gegn Manchester City um síðastliðna helgi og er þá einnig á toppi Meistaradeildar Evrópu. Sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, hefur átt fyrirsagnir blaðanna undanfarnar vikur í tengslum við samningsstöðu hans en Egyptinn er að renna út á samningi í Bítlaborginni og bólar ekkert á viðræðum milli hans og félagsins varðandi nýjan samning. Eftir sigurinn á Manchester City um síðustu helgi sagði Salah í viðtali að þetta gæti hafa verið hans síðasti leikur gegn Manchester City og voru þessi ummæli borin undir slot á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool gegn Newcastle United. „Kannski veit hann eitthvað meira varðandi þessar 115 ákærur á hendur félaginu og að þeir verði ekki í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ég býst hins vegar við þeim í deildinni,“ sagði Slot á blaðamannafundinum.“ City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. „Þetta er leiðinlegt svar en það er það sama og áður. Þetta er ekki rétti staðurinn fyrir mig til þess að tala um samningsmál Salah og nú þegar hef ég kannski sagt of mikið með þessum brandara mínum sem mun að öllum líkindum verða að fyrirsögn. Þetta var grin. Ég endurtek, þetta var grin,” bætti Slot við, hræddur við að ummæli sín um Manchester City yrðu tekin úr samhengi. Forráðamenn Manchester City hafa staðfastlega neitað sök er varðar þessi 115 meintu brot félagsins á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Liverpool gengur vel undir stjórn Slot sem er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. Liverpool er með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, bar sigur úr býtum gegn Manchester City um síðastliðna helgi og er þá einnig á toppi Meistaradeildar Evrópu. Sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, hefur átt fyrirsagnir blaðanna undanfarnar vikur í tengslum við samningsstöðu hans en Egyptinn er að renna út á samningi í Bítlaborginni og bólar ekkert á viðræðum milli hans og félagsins varðandi nýjan samning. Eftir sigurinn á Manchester City um síðustu helgi sagði Salah í viðtali að þetta gæti hafa verið hans síðasti leikur gegn Manchester City og voru þessi ummæli borin undir slot á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool gegn Newcastle United. „Kannski veit hann eitthvað meira varðandi þessar 115 ákærur á hendur félaginu og að þeir verði ekki í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ég býst hins vegar við þeim í deildinni,“ sagði Slot á blaðamannafundinum.“ City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. „Þetta er leiðinlegt svar en það er það sama og áður. Þetta er ekki rétti staðurinn fyrir mig til þess að tala um samningsmál Salah og nú þegar hef ég kannski sagt of mikið með þessum brandara mínum sem mun að öllum líkindum verða að fyrirsögn. Þetta var grin. Ég endurtek, þetta var grin,” bætti Slot við, hræddur við að ummæli sín um Manchester City yrðu tekin úr samhengi. Forráðamenn Manchester City hafa staðfastlega neitað sök er varðar þessi 115 meintu brot félagsins á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor.
Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti