Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2024 16:09 Dango Ouattara fagnar sigurmarki sínu gegn Ipswich Town. getty/Bradley Collyer Mikil dramatík var í leikjum Ipswich Town og Bournemouth og Leicester City og Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Flest benti til þess að Ipswich myndi vinna sinn annan sigur á tímabilinu þegar Bournemouth kom í heimsókn á Portman Road. Conor Chaplin kom Ipswich yfir á 21. mínútu og þannig var staðan allt þar til þrjár mínútur voru eftir. Þá jafnaði Enes Ünal fyrir Bournemouth. Gestirnir voru ekki hættir og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Dango Ouattara sigurmark þeirra. Þetta var þriðji sigur Bournemouth í röð en liðið er í 8. sæti deildarinnar með 24 stig. Ipswich er hins vegar í 18. sætinu með níu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Vardy hetjan Líkt og hjá Ipswich benti flest til þess að Brighton fengi öll þrjú stigin gegn Leicester, enda var liðið 0-2 yfir þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. En Refirnir komu til baka og jöfnuðu í 2-2. Tariq Lamptey kom Brighton yfir á 37. mínútu og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka tvöfaldaði Yankuba Minteh forskot gestanna. En strákarnir hans Ruuds van Nistelrooy gáfust ekki upp. Jamie Vardy minnkaði muninn í 1-2 á 86. mínútu og þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma lagði hann jöfnunarmark Leicester upp fyrir Bobby De Cordova-Reid. Brighton er í 7. sæti deildarinnar með 24 stig en Leicester í því sextánda með fjórtán stig. Refirnir hafa náð í fjögur stig í tveimur leikjum síðan Van Nistelrooy tók við. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Flest benti til þess að Ipswich myndi vinna sinn annan sigur á tímabilinu þegar Bournemouth kom í heimsókn á Portman Road. Conor Chaplin kom Ipswich yfir á 21. mínútu og þannig var staðan allt þar til þrjár mínútur voru eftir. Þá jafnaði Enes Ünal fyrir Bournemouth. Gestirnir voru ekki hættir og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Dango Ouattara sigurmark þeirra. Þetta var þriðji sigur Bournemouth í röð en liðið er í 8. sæti deildarinnar með 24 stig. Ipswich er hins vegar í 18. sætinu með níu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Vardy hetjan Líkt og hjá Ipswich benti flest til þess að Brighton fengi öll þrjú stigin gegn Leicester, enda var liðið 0-2 yfir þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. En Refirnir komu til baka og jöfnuðu í 2-2. Tariq Lamptey kom Brighton yfir á 37. mínútu og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka tvöfaldaði Yankuba Minteh forskot gestanna. En strákarnir hans Ruuds van Nistelrooy gáfust ekki upp. Jamie Vardy minnkaði muninn í 1-2 á 86. mínútu og þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma lagði hann jöfnunarmark Leicester upp fyrir Bobby De Cordova-Reid. Brighton er í 7. sæti deildarinnar með 24 stig en Leicester í því sextánda með fjórtán stig. Refirnir hafa náð í fjögur stig í tveimur leikjum síðan Van Nistelrooy tók við.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira