Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2024 09:01 Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri barst út í sjó með flóðinu og komst lífs af. Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns. Hann og tveir aðrir íbúar, sem komust með naumindum lífs af úr þessum náttúruhamförum, lýsa hrikalegri lífsreynslu í fyrsta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar í nýrri seríu hér á Vísi. Í dag eru 50 ár liðin frá snjóflóðunum. „Ég sá það kom stór strókur niður hlíðina. Svo lyftist bíllinn minn allt í einu upp og það var eins og ég væri kominn út á sjó,“ segir Sæmundur í þættinum. „Bíllinn valt fram og til baka. Ég hugsaði margt þessar sekúndur: „Mun ég ekki finnast aftur?“ Ég færi bara langt út í sjó og það færi enginn að leita að manni á næstunni. Ekki fyrr en færi að vora.“ Endaði niðri á botni í sjónum „Það greip mig mikið hræðslukast,“ segir Sæmundur sem varð til þess að hann fékk ofurkraft og náði að brjótast út úr bílnum. Hann komst svo að Síldarbræðslunni og Frystihúsinu þar sem fólk hafði orðið undir flóðinu. Hann ákvað þá að hlaupa einn og hálfan kílómetra leið út í bæ til að sækja hjálp en þá lenti hann í öðru snjóflóði – á svokölluðu Mánasvæði. Með því flóði barst Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri út í sjó. Hér má sjá Alfreð á slóðum hörmunganna.Vísir „Ég sé að Mánahúsið er að splundrast, rúður og annað og risið spýtist upp í loft,“ segir Alfreð. „Kvisturinn hendist upp í loft með okkur mæðgunum í,“ segir Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, í þættinum, en hún var á þessum tíma nítján ára gömul. Í þættinum rifjar Rósa Margrét upp hörmungaratburðina sem áttu sér stað fyrir hálfri öld.Vísir „Svo gróf snjórinn mig á kaf,“ segir Alfreð sem hélt í sér andanum. „Ég var alveg á kafi og fór eftir jarðveginum. Þunginn var svo mikill að ég hélt ég myndi brotna saman. Ég hélt svo bara áfram með ógnarkrafti og svo endaði ég niðri á botni í sjónum. Sárindin yfir brjóstkassann voru gífurleg.“ Þegar þarna var komið sögu var Alfreð á 10 metra dýpi og hann fékk hjartaáfall. Útkall Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Hann og tveir aðrir íbúar, sem komust með naumindum lífs af úr þessum náttúruhamförum, lýsa hrikalegri lífsreynslu í fyrsta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar í nýrri seríu hér á Vísi. Í dag eru 50 ár liðin frá snjóflóðunum. „Ég sá það kom stór strókur niður hlíðina. Svo lyftist bíllinn minn allt í einu upp og það var eins og ég væri kominn út á sjó,“ segir Sæmundur í þættinum. „Bíllinn valt fram og til baka. Ég hugsaði margt þessar sekúndur: „Mun ég ekki finnast aftur?“ Ég færi bara langt út í sjó og það færi enginn að leita að manni á næstunni. Ekki fyrr en færi að vora.“ Endaði niðri á botni í sjónum „Það greip mig mikið hræðslukast,“ segir Sæmundur sem varð til þess að hann fékk ofurkraft og náði að brjótast út úr bílnum. Hann komst svo að Síldarbræðslunni og Frystihúsinu þar sem fólk hafði orðið undir flóðinu. Hann ákvað þá að hlaupa einn og hálfan kílómetra leið út í bæ til að sækja hjálp en þá lenti hann í öðru snjóflóði – á svokölluðu Mánasvæði. Með því flóði barst Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri út í sjó. Hér má sjá Alfreð á slóðum hörmunganna.Vísir „Ég sé að Mánahúsið er að splundrast, rúður og annað og risið spýtist upp í loft,“ segir Alfreð. „Kvisturinn hendist upp í loft með okkur mæðgunum í,“ segir Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, í þættinum, en hún var á þessum tíma nítján ára gömul. Í þættinum rifjar Rósa Margrét upp hörmungaratburðina sem áttu sér stað fyrir hálfri öld.Vísir „Svo gróf snjórinn mig á kaf,“ segir Alfreð sem hélt í sér andanum. „Ég var alveg á kafi og fór eftir jarðveginum. Þunginn var svo mikill að ég hélt ég myndi brotna saman. Ég hélt svo bara áfram með ógnarkrafti og svo endaði ég niðri á botni í sjónum. Sárindin yfir brjóstkassann voru gífurleg.“ Þegar þarna var komið sögu var Alfreð á 10 metra dýpi og hann fékk hjartaáfall.
Útkall Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira