Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 10:38 Arne Slot hefur enn vart stigið feilspor sem knattspyrnustjóri Liverpool. getty Liverpool er með meira en tvöfalt fleiri stig en Manchester United, og leik til góða, fyrir leik liðanna á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir stöðu United í deildinni hins vegar blekkjandi. United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum í röð, án þess að skora mark, og alls tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum. Liðið er því í 14. sæti, aðeins með 22 stig eftir 19 leiki, sjö stigum frá fallsæti. Á meðan er Liverpool í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 45 stig, sex stigum fyrir ofan Arsenal og með leik til góða. Arne Slot virðist hins vegar hafa trú á að mun meira búi í United-liðinu en það hefur hingað til sýnt undir stjórn Rúben Amorim, og var ekki skemmt yfir spurningu um hvort að hann myndi nýta leikinn á sunnudag til að veita leikmönnum hvíld: „Nei. Auðvitað ætlum við ekki að hvíla leikmenn. Að mínu mati eru þeir með mun betri leikmenn en taflan sýnir í augnablikinu. Það gæti tekið sinn tíma fyrir Rúben Amorim að ná því fram hjá leikmönnunum en þeir eru mun betri en taflan sýnir,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður nánar út í Amorim og gengi United eftir að Portúgalinn tók við liðinu í nóvember. „Allir knattspyrnustjórar geta fundið til með öðrum stjórum. Við vitum allir hversu mikil pressa fylgir þessu starf. Það er eitthvað sem við sækjumst eftir. Hann stóð sig vel með Sporting og er með góðan hóp í höndunum svo ég tel að hann muni ná fram því besta úr þeim,“ sagði Slot. Gomez úr leik en Konate að snúa aftur Slot fór einnig yfir meiðslastöðuna hjá Liverpool en ljóst er að Joe Gomez spilar ekki á næstunni eftir að hafa meiðst í sigrinum á West Ham á sunnudag. „Joe er ekki á góðum stað varðandi sín meiðsli, hann verður úr leik í nokkrar vikur. Conor [Bradley] og Ibou [Konate] æfa með okkur í dag í fyrsta sinn. Þeir hafa lagt hart að sér til að snúa aftur í liðið. Næst er að sjá hvernig þeir höndla liðsæfingar,“ sagði Slot. Trent Alexander-Arnold skoraði gegn West Ham á sunnudaginn. Hann hefur verið orðaður við Evrópumeistara Real Madrid.Getty/Rob Newell „Get sagt ykkur að hann spilar á sunnudaginn“ Hollendingurinn var einnig spurður út í Trent Alexander-Arnold, sem orðaður hefur verið við Real Madrid. Félagaskiptaglugginn er nú opinn og síðasti séns fyrir Liverpool að selja Alexander-Arnold takist ekki að gera nýjan samning við hann fyrir sumarið. „Ég get sagt ykkur það að hann spilar á sunnudaginn og vonandi sýnir hann sömu frammistöðu og hann hefur sýnt síðasta hálfa árið. Hann átti ótrúlegan leik gegn West Ham. Ég sé hann leggja sig allan fram á æfingum alla daga,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum í röð, án þess að skora mark, og alls tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum. Liðið er því í 14. sæti, aðeins með 22 stig eftir 19 leiki, sjö stigum frá fallsæti. Á meðan er Liverpool í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 45 stig, sex stigum fyrir ofan Arsenal og með leik til góða. Arne Slot virðist hins vegar hafa trú á að mun meira búi í United-liðinu en það hefur hingað til sýnt undir stjórn Rúben Amorim, og var ekki skemmt yfir spurningu um hvort að hann myndi nýta leikinn á sunnudag til að veita leikmönnum hvíld: „Nei. Auðvitað ætlum við ekki að hvíla leikmenn. Að mínu mati eru þeir með mun betri leikmenn en taflan sýnir í augnablikinu. Það gæti tekið sinn tíma fyrir Rúben Amorim að ná því fram hjá leikmönnunum en þeir eru mun betri en taflan sýnir,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður nánar út í Amorim og gengi United eftir að Portúgalinn tók við liðinu í nóvember. „Allir knattspyrnustjórar geta fundið til með öðrum stjórum. Við vitum allir hversu mikil pressa fylgir þessu starf. Það er eitthvað sem við sækjumst eftir. Hann stóð sig vel með Sporting og er með góðan hóp í höndunum svo ég tel að hann muni ná fram því besta úr þeim,“ sagði Slot. Gomez úr leik en Konate að snúa aftur Slot fór einnig yfir meiðslastöðuna hjá Liverpool en ljóst er að Joe Gomez spilar ekki á næstunni eftir að hafa meiðst í sigrinum á West Ham á sunnudag. „Joe er ekki á góðum stað varðandi sín meiðsli, hann verður úr leik í nokkrar vikur. Conor [Bradley] og Ibou [Konate] æfa með okkur í dag í fyrsta sinn. Þeir hafa lagt hart að sér til að snúa aftur í liðið. Næst er að sjá hvernig þeir höndla liðsæfingar,“ sagði Slot. Trent Alexander-Arnold skoraði gegn West Ham á sunnudaginn. Hann hefur verið orðaður við Evrópumeistara Real Madrid.Getty/Rob Newell „Get sagt ykkur að hann spilar á sunnudaginn“ Hollendingurinn var einnig spurður út í Trent Alexander-Arnold, sem orðaður hefur verið við Real Madrid. Félagaskiptaglugginn er nú opinn og síðasti séns fyrir Liverpool að selja Alexander-Arnold takist ekki að gera nýjan samning við hann fyrir sumarið. „Ég get sagt ykkur það að hann spilar á sunnudaginn og vonandi sýnir hann sömu frammistöðu og hann hefur sýnt síðasta hálfa árið. Hann átti ótrúlegan leik gegn West Ham. Ég sé hann leggja sig allan fram á æfingum alla daga,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira