Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2025 10:31 Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður kom að leitinni að fjölmörgum Súðvíkingum. Sólahringarnir í kringum flóðið hverfa aldrei úr minningu Halldórs. Þann 16. janúar árið 1995 féll mannskætt snjóflóð á sjávarþorpið Súðavík. Heimildarmyndin Fjallið það öskrar var sýnd á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Í myndinni eru sagðar sögur þriggja einstaklinga sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum. Fjallið það öskrar er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Leikstjóri myndarinnar er Daníel Bjarnason, framleiðandi er Þórunn Guðlaugsdóttir og meðframleiðsla í höndum Arons Guðmundssonar. „Það eru hlutir sem maður sér sem minna mann alltaf á eitthvað sem maður sá þarna,“ segir Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður. „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á. Þetta er eitthvað sem býr með manni og á eftir að gera það,“ segir Hjálmar. Föstudaginn 16. janúar árið 1995 féll snjóflóð í Súðavík. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, eins og fram kemur í myndinni. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni en hægt er að horfa á hana í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ Óstjórnlegur grátur „Í sjónvarpinu er verið að renna nöfnunum sem létust og ég sit bara með pabba og Elínu og þeim og ég sit bara inni í stofu og er að horfa á sjónvarpið. Síðan bara krassa ég algjörlega, í algjörlega óstjórnlegan grát,“ segir Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn á Ísafirði árið 1995. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur og ég veit alveg að það er ekki að koma snjóflóð hér. En þegar það er rok og rigning og það glymur í öllu þá líður mér bara illa. Þetta er bara tilfinning sem ég get bara ekki hent í burtu,“ segir Elma Dögg Frostadóttir sem varð undir í snjóflóðinu sem barn en var bjargað. Elma hafði legið undir fataskáp í margar klukkustundir. Það varð henni til happs að hún öskraði ítrekað á móður sína þar til að björgunarsveitarmaður heyrði í henni, og bjargaði. Elma var þarna 14 ára. Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Í myndinni eru sagðar sögur þriggja einstaklinga sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum. Fjallið það öskrar er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Leikstjóri myndarinnar er Daníel Bjarnason, framleiðandi er Þórunn Guðlaugsdóttir og meðframleiðsla í höndum Arons Guðmundssonar. „Það eru hlutir sem maður sér sem minna mann alltaf á eitthvað sem maður sá þarna,“ segir Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður. „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á. Þetta er eitthvað sem býr með manni og á eftir að gera það,“ segir Hjálmar. Föstudaginn 16. janúar árið 1995 féll snjóflóð í Súðavík. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, eins og fram kemur í myndinni. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni en hægt er að horfa á hana í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ Óstjórnlegur grátur „Í sjónvarpinu er verið að renna nöfnunum sem létust og ég sit bara með pabba og Elínu og þeim og ég sit bara inni í stofu og er að horfa á sjónvarpið. Síðan bara krassa ég algjörlega, í algjörlega óstjórnlegan grát,“ segir Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn á Ísafirði árið 1995. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur og ég veit alveg að það er ekki að koma snjóflóð hér. En þegar það er rok og rigning og það glymur í öllu þá líður mér bara illa. Þetta er bara tilfinning sem ég get bara ekki hent í burtu,“ segir Elma Dögg Frostadóttir sem varð undir í snjóflóðinu sem barn en var bjargað. Elma hafði legið undir fataskáp í margar klukkustundir. Það varð henni til happs að hún öskraði ítrekað á móður sína þar til að björgunarsveitarmaður heyrði í henni, og bjargaði. Elma var þarna 14 ára.
Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira