Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 07:32 Kai Havertz leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir að vítaspyrna hans var varin í gær, í leiknum við Manchester United. Ólétt eiginkona hans, Sophia, fékk viðurstyggileg skilaboð eftir leikinn. Samsett/Getty/Instagram Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. Arsenal tapaði gegn Manchester United í vítaspyrnukeppni, eftir að staðan hafði verið 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Havertz fiskaði víti í venjulegum leiktíma en Altay Bayindir varði spyrnu Martins Ödegaard. Bayindir varði svo eina spyrnu í vítaspyrnukeppninni, frá Havertz, á meðan að United nýtti allar fimm spyrnur sínar og tryggði sig áfram í 32-liða úrslit. Eftir þetta fékk Sophia Havertz send viðbjóðsleg skilaboð frá nettröllum, sem hún birti svo skjáskot af á Instagram, sem meðal annars tengdust ófæddu barni þeirra hjóna. Skilaboðin sem biðu Sophiu Havertz í innhólfinu á Instagram voru vægast sagt viðbjóðsleg. Hún birti þau sjálf.Instagram@sophiaemelia „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðum. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Havertz-hjónin hafa verið saman síðan árið 2018, giftust á síðasta ári og tilkynntu í nóvember að þau ættu von á barni. Havertz hefur áður, þegar hann var leikmaður Chelsea, tjáð sig um áhrif þess á parið að hann sé áberandi fótboltastjarna. „Fótboltinn er lífið okkar. Ef að maður tapar leik þá er lífið ekkert auðvelt. Ég held að allir heima, sérstaklega kærastan mín, hafi átt erfiðar vikur að undanförnu,“ sagði Havertz á sínum tíma. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega.“ „Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta…“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Arsenal tapaði gegn Manchester United í vítaspyrnukeppni, eftir að staðan hafði verið 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Havertz fiskaði víti í venjulegum leiktíma en Altay Bayindir varði spyrnu Martins Ödegaard. Bayindir varði svo eina spyrnu í vítaspyrnukeppninni, frá Havertz, á meðan að United nýtti allar fimm spyrnur sínar og tryggði sig áfram í 32-liða úrslit. Eftir þetta fékk Sophia Havertz send viðbjóðsleg skilaboð frá nettröllum, sem hún birti svo skjáskot af á Instagram, sem meðal annars tengdust ófæddu barni þeirra hjóna. Skilaboðin sem biðu Sophiu Havertz í innhólfinu á Instagram voru vægast sagt viðbjóðsleg. Hún birti þau sjálf.Instagram@sophiaemelia „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðum. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Havertz-hjónin hafa verið saman síðan árið 2018, giftust á síðasta ári og tilkynntu í nóvember að þau ættu von á barni. Havertz hefur áður, þegar hann var leikmaður Chelsea, tjáð sig um áhrif þess á parið að hann sé áberandi fótboltastjarna. „Fótboltinn er lífið okkar. Ef að maður tapar leik þá er lífið ekkert auðvelt. Ég held að allir heima, sérstaklega kærastan mín, hafi átt erfiðar vikur að undanförnu,“ sagði Havertz á sínum tíma. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega.“ „Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta…“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira