Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2025 10:02 Altay Bayindir fagnar eftir að hafa varið vítaspyrnu Kais Havertz. getty/James Gill Altay Bayindir, markvörður Manchester United, var skúrkurinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í síðasta mánuði. Í gær var hann hins vegar hetja United þegar liðið sló Arsenal úr leik í bikarkeppninni. Knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, Ruben Amorim, hrósaði Bayindir í hástert eftir leikinn á Emirates. Þrátt fyrir að vera manni færri í klukkutíma hélt United jöfnu gegn Arsenal og hafði svo betur í vítaspyrnukeppni. Bayindir varði eina spyrnu í vítakeppninni, frá Kai Havertz, og í venjulegum leiktíma varði hann víti fyrirliða Arsenal, Martins Ødegaard. „Lífið sem fótboltamaður kemur í bylgjum og augnablikum,“ sagði Amorim eftir leikinn í gær og vísaði til mistaka Bayindirs gegn Tottenham í desember. Þar fékk hann meðal annars á sig mark beint úr hornspyrnu. „Stundum getur líf þitt breyst á einni viku og þú sérð það með Altay. Gegn Tottenham voru allir að bíta sig í fingurna vegna hans, og ég skil það, og í dag var hann hetja okkar. Hann er góður strákur sem leggur hart að sér og lífið er fallegt. Allir leikmennirnir í liðinu fá tækifæri og eru lánsamir því þeir spila fyrir Manchester United. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar einn leik eða níutíu; það er alltaf gleði sem fylgir því að spila fyrir þetta félag.“ Bayindir kom til United frá Fenerbahce í september 2023. Hann hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Rauðu djöflana, alla í bikarkeppnum. Hinn 26 ár Bayindir hefur leikið tíu leiki fyrir tyrkneska landsliðið. Enski boltinn Tengdar fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. 13. janúar 2025 07:32 „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32 „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Þrátt fyrir að vera manni færri í klukkutíma hélt United jöfnu gegn Arsenal og hafði svo betur í vítaspyrnukeppni. Bayindir varði eina spyrnu í vítakeppninni, frá Kai Havertz, og í venjulegum leiktíma varði hann víti fyrirliða Arsenal, Martins Ødegaard. „Lífið sem fótboltamaður kemur í bylgjum og augnablikum,“ sagði Amorim eftir leikinn í gær og vísaði til mistaka Bayindirs gegn Tottenham í desember. Þar fékk hann meðal annars á sig mark beint úr hornspyrnu. „Stundum getur líf þitt breyst á einni viku og þú sérð það með Altay. Gegn Tottenham voru allir að bíta sig í fingurna vegna hans, og ég skil það, og í dag var hann hetja okkar. Hann er góður strákur sem leggur hart að sér og lífið er fallegt. Allir leikmennirnir í liðinu fá tækifæri og eru lánsamir því þeir spila fyrir Manchester United. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar einn leik eða níutíu; það er alltaf gleði sem fylgir því að spila fyrir þetta félag.“ Bayindir kom til United frá Fenerbahce í september 2023. Hann hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Rauðu djöflana, alla í bikarkeppnum. Hinn 26 ár Bayindir hefur leikið tíu leiki fyrir tyrkneska landsliðið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. 13. janúar 2025 07:32 „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32 „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. 13. janúar 2025 07:32
„Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32
„Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31