Domino's gerði grín að Havertz Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2025 11:01 Kai Havertz vill eflaust gleyma bikarleiknum gegn Manchester United sem allra fyrst. getty/Alex Pantling Kai Havertz, leikmaður Arsenal, fékk að kenna á því eftir að liðið féll úr leik í ensku bikarkeppninni eftir tap fyrir Manchester United í vítaspyrnukeppni. Ein vinsælasta skyndibitakeðja heims henti meðal gaman að óförum hans. Havertz klúðraði dauðafæri undir lok venjulegs leiktíma í gær og var svo sá eini sem klikkaði á sinni spyrnu í vítakeppninni. United vann hana, 3-5, eftir að staðan hafði verið 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Eftir leikinn beindist reiði stuðningsmanna Arsenal aðallega að Havertz. Nokkrir þeirra fóru langt yfir strikið með því að senda óléttri eiginkonu þýska landsliðsmannsins ljót skilaboð. Aðrir voru á léttari nótunum, meðal annars umsjónarmaður X-síðu Domino's í Bretlandi. Hann gat ekki stillt sig um að skjóta aðeins á Havertz. „Sorrí ef við klúðruðum einhverjum pöntunum í kvöld. Þessi gaur bara að byrja,“ stóð við mynd af Havertz á X-síðu Domino's. sorry if we’ve missed any orders tonight, we’ve just had this guy start pic.twitter.com/lXkhIE3I2k— Domino's Pizza UK (@Dominos_UK) January 12, 2025 Havertz fiskaði víti þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka í viðureigninni í gær. Martin Ødegaard tók spyrnuna en Altay Bayindir varði hana. Tyrkinn varði svo einnig frá Havertz í vítakeppninni. Næsti leikur Havertz og félaga í Arsenal er gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Altay Bayindir, markvörður Manchester United, var skúrkurinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í síðasta mánuði. Í gær var hann hins vegar hetja United þegar liðið sló Arsenal úr leik í bikarkeppninni. Knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, Ruben Amorim, hrósaði Bayindir í hástert eftir leikinn á Emirates. 13. janúar 2025 10:02 „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32 „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Havertz klúðraði dauðafæri undir lok venjulegs leiktíma í gær og var svo sá eini sem klikkaði á sinni spyrnu í vítakeppninni. United vann hana, 3-5, eftir að staðan hafði verið 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Eftir leikinn beindist reiði stuðningsmanna Arsenal aðallega að Havertz. Nokkrir þeirra fóru langt yfir strikið með því að senda óléttri eiginkonu þýska landsliðsmannsins ljót skilaboð. Aðrir voru á léttari nótunum, meðal annars umsjónarmaður X-síðu Domino's í Bretlandi. Hann gat ekki stillt sig um að skjóta aðeins á Havertz. „Sorrí ef við klúðruðum einhverjum pöntunum í kvöld. Þessi gaur bara að byrja,“ stóð við mynd af Havertz á X-síðu Domino's. sorry if we’ve missed any orders tonight, we’ve just had this guy start pic.twitter.com/lXkhIE3I2k— Domino's Pizza UK (@Dominos_UK) January 12, 2025 Havertz fiskaði víti þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka í viðureigninni í gær. Martin Ødegaard tók spyrnuna en Altay Bayindir varði hana. Tyrkinn varði svo einnig frá Havertz í vítakeppninni. Næsti leikur Havertz og félaga í Arsenal er gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Altay Bayindir, markvörður Manchester United, var skúrkurinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í síðasta mánuði. Í gær var hann hins vegar hetja United þegar liðið sló Arsenal úr leik í bikarkeppninni. Knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, Ruben Amorim, hrósaði Bayindir í hástert eftir leikinn á Emirates. 13. janúar 2025 10:02 „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32 „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Altay Bayindir, markvörður Manchester United, var skúrkurinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í síðasta mánuði. Í gær var hann hins vegar hetja United þegar liðið sló Arsenal úr leik í bikarkeppninni. Knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, Ruben Amorim, hrósaði Bayindir í hástert eftir leikinn á Emirates. 13. janúar 2025 10:02
„Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. 12. janúar 2025 22:32
„Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig. 12. janúar 2025 19:31