Sér eftir því sem hann sagði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 06:30 Ruben Amorim fór yfir ummæli sín eftir síðasta leik á blaðamannafundi fyrir Evrópuleik liðsins í kvöld. Getty/Carl Recine/ Ruben Amorim, þjálfari Mancheser United, sagði eftir síðasta leik að núverandi lið Manchester United væri mögulega það versta í sögu félagsins en nú sér Portúgalinn eftir orðum sínum. Amorim lét þessi stóru orð falla eftir 3-1 tapið á móti Brighton á sunnudaginn og daginn eftir mátti sá þau á forsíðum allra helstu blaða í Bretlandi. Amorim hitti fjölmiðlamenn aftur í gær og þá var annað hljóð í þessum 39 ára gamla Portúgala. Framundan er Evrópuleikur á móti skoska liðinu Rangers í kvöld. Hann sagðist þá sjá eftir þessum ummælum sínum en hann væri að blekkja sjálfan sig ef hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri að glíma við mörg stór vandamál eftir sjö töp í fimmtán leikjum. „Í fyrsta lagi þá vil ég tala aðeins um þessi ummæli mín. Ég var að tala meira um sjálfan mig en leikmennina mína. Ég var að tala um það að ég væri ekki að hjálpa leikmönnum mínum,“ sagði Ruben Amorim. „Ef þið skoðið það betur þá hef ég aldrei sett pressuna á leikmennina þegar þið viljið fá mig til að segja að leikmennirnir séu ekki nógu góðir,“ sagði Amorim. „Ég geri mér grein fyrir því að ég gaf ykkur þessa fyrirsögn og að stundum er ég pirraður. Ég á ekki að segja svona hluti en svona er þetta bara,“ sagði Amorim. „Stundum er mjög erfitt að fela pirringinn minn. Það góða er að ég sagði það sama í klefanum aðeins fimm mínútum fyrr en reyndar með aðeins öðrum hætti. Viðbrögð leikmanna minna voru ósköp eðlileg enda vanir því að ég tali hreint út,“ sagði Amorim. Amorim tók brjálæðiskast í klefanum og braut meðal annars sjónvarp í reiðikasti sínu. „Ég er ungur maður og stundum geri ég mistök. Þess vegna tala ég vanalega ekki við leikmenn strax eftir leiki. Að þessu sinni þurfti ég að tala við þá en það voru kannski mistök. Stundum verð ég líka stressaður á þessum fjölmiðlafundum og segi hluti sem ég á ekki að segja. Ég er bara ungur maður sem geri stundum mistök,“ sagði Amorim. „Ég er samt bara að tala um augljósa hluti. Ef þið viljið það þá get ég reynt að blekkja mig og aðra með því að segja allt aðra hluti. Ég sagði ykkur þetta og ég sagði leikmönnum mínum þetta. Ég held að það sé gott að ég sé hreinskilinn við ykkur eins og þá,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Amorim lét þessi stóru orð falla eftir 3-1 tapið á móti Brighton á sunnudaginn og daginn eftir mátti sá þau á forsíðum allra helstu blaða í Bretlandi. Amorim hitti fjölmiðlamenn aftur í gær og þá var annað hljóð í þessum 39 ára gamla Portúgala. Framundan er Evrópuleikur á móti skoska liðinu Rangers í kvöld. Hann sagðist þá sjá eftir þessum ummælum sínum en hann væri að blekkja sjálfan sig ef hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri að glíma við mörg stór vandamál eftir sjö töp í fimmtán leikjum. „Í fyrsta lagi þá vil ég tala aðeins um þessi ummæli mín. Ég var að tala meira um sjálfan mig en leikmennina mína. Ég var að tala um það að ég væri ekki að hjálpa leikmönnum mínum,“ sagði Ruben Amorim. „Ef þið skoðið það betur þá hef ég aldrei sett pressuna á leikmennina þegar þið viljið fá mig til að segja að leikmennirnir séu ekki nógu góðir,“ sagði Amorim. „Ég geri mér grein fyrir því að ég gaf ykkur þessa fyrirsögn og að stundum er ég pirraður. Ég á ekki að segja svona hluti en svona er þetta bara,“ sagði Amorim. „Stundum er mjög erfitt að fela pirringinn minn. Það góða er að ég sagði það sama í klefanum aðeins fimm mínútum fyrr en reyndar með aðeins öðrum hætti. Viðbrögð leikmanna minna voru ósköp eðlileg enda vanir því að ég tali hreint út,“ sagði Amorim. Amorim tók brjálæðiskast í klefanum og braut meðal annars sjónvarp í reiðikasti sínu. „Ég er ungur maður og stundum geri ég mistök. Þess vegna tala ég vanalega ekki við leikmenn strax eftir leiki. Að þessu sinni þurfti ég að tala við þá en það voru kannski mistök. Stundum verð ég líka stressaður á þessum fjölmiðlafundum og segi hluti sem ég á ekki að segja. Ég er bara ungur maður sem geri stundum mistök,“ sagði Amorim. „Ég er samt bara að tala um augljósa hluti. Ef þið viljið það þá get ég reynt að blekkja mig og aðra með því að segja allt aðra hluti. Ég sagði ykkur þetta og ég sagði leikmönnum mínum þetta. Ég held að það sé gott að ég sé hreinskilinn við ykkur eins og þá,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira