Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 07:32 Yoane Wissa hefur farið á kostum með Brentford liðinu í vetur. Hér fagnar hann einu af ellefu deildarmörkum sínum. Getty/Stephanie Meek Réttarhöld eru hafin gegn konu sem réðst á enska úrvalsdeildarleikmanninn Yoane Wissa og reyndi að ræna dóttur hans. Yoane Wissa fer þessa dagana á kostum með Brentford í enska fótboltanum en í júlí 2021 var hann heppinn að slasast ekki mjög alvarlega. Hann fór til Frakkaland í vikunni til að taka þátt í réttarhöldunum yfir konunni sem réðst á hann. Kona baust þá inn á heimili hans í Frakklandi og reyndi að ræna nýfæddri dóttur hans. Hún henti sýru í andlit Wissa. Wissa tókst að koma í veg fyrir að konan tæki barnið hans en hann var heppinn að missa ekki sjónina. Wissa þurfti samt að ganga undir aðgerð til að bjarga sjóninni. „Sem betur fer þá missti hann ekki sjónina og það var bara hans skjótu viðbrögðum að þakka að þau tóku ekki dóttur hans,“ sagði lögmaður Wissa en Marca segir frá. „Yoane Wissa þjáist samt enn vegna afleiðinga árásarinnar. Hann hefur gert allt í hans valdi til að sanna að það sé í lagi með hann. Hann er einnig að reyna að sinna starfi sínu eins vel og hann getur. Í dag eru hann og kona hans örugg á Englandi og þeim líður vel þar, sagði lögmaður Wissa. Yoane Wissa kom til Brenford í ágúst 2021, eða aðeins mánuði eftir árásina og skrifaði undir fjögurra ára samning. Hann skoraði 12 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og er kominn með 11 mörk í 19 leikjum í deildinni í ár. Góð frammistaða Wissa í deildinni hefur kallað eftir áhuga frá öðum liðum og hann gæti því verið á leiðinni í stærra lið. Brentford star Yoane Wissa is attending court this week for a trial of a woman who allegedly nearly blinded him in an acid attack in France 😳 pic.twitter.com/0jVi0zs7do— Mail Sport (@MailSport) January 23, 2025 Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Yoane Wissa fer þessa dagana á kostum með Brentford í enska fótboltanum en í júlí 2021 var hann heppinn að slasast ekki mjög alvarlega. Hann fór til Frakkaland í vikunni til að taka þátt í réttarhöldunum yfir konunni sem réðst á hann. Kona baust þá inn á heimili hans í Frakklandi og reyndi að ræna nýfæddri dóttur hans. Hún henti sýru í andlit Wissa. Wissa tókst að koma í veg fyrir að konan tæki barnið hans en hann var heppinn að missa ekki sjónina. Wissa þurfti samt að ganga undir aðgerð til að bjarga sjóninni. „Sem betur fer þá missti hann ekki sjónina og það var bara hans skjótu viðbrögðum að þakka að þau tóku ekki dóttur hans,“ sagði lögmaður Wissa en Marca segir frá. „Yoane Wissa þjáist samt enn vegna afleiðinga árásarinnar. Hann hefur gert allt í hans valdi til að sanna að það sé í lagi með hann. Hann er einnig að reyna að sinna starfi sínu eins vel og hann getur. Í dag eru hann og kona hans örugg á Englandi og þeim líður vel þar, sagði lögmaður Wissa. Yoane Wissa kom til Brenford í ágúst 2021, eða aðeins mánuði eftir árásina og skrifaði undir fjögurra ára samning. Hann skoraði 12 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og er kominn með 11 mörk í 19 leikjum í deildinni í ár. Góð frammistaða Wissa í deildinni hefur kallað eftir áhuga frá öðum liðum og hann gæti því verið á leiðinni í stærra lið. Brentford star Yoane Wissa is attending court this week for a trial of a woman who allegedly nearly blinded him in an acid attack in France 😳 pic.twitter.com/0jVi0zs7do— Mail Sport (@MailSport) January 23, 2025
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira