„Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2025 23:01 Pep hefur trú á sínum mönnum þó gengið hafi ekki verið nægilega gott. Martin Rickett/Getty Images Pep Guardiola segir að flestir leikmenn sínir hjá Manchester City hafi verið hjá félaginu í fleiri ár og það þurfi meira en slæman tveggja mánaða kafla til að breyta skoðun Spánverjans á þeim. Manchester City vann Chelsea 3-1 í ensku úrvalsdeildinni. Pep ákvað að setja nýju mennina Abdukodir Khusanov – tvítugan miðvörð – og Omar Marmoush – 25 ára framherja - í byrjunarliðið. Sá fyrrnefndi byrjaði skelfilega og gaf mark áður en meistararnir komu til baka. „Við höfum átt erfitt uppdráttar undanfarið og þetta hefur verið virkilega erfitt tímabil. Flestir leikmennirnir hafa verið hér í átta eða níu ár og ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum,“ sagði Guardiola og hélt áfram. „Við verðum að átta okkur á því að það sem við erum að gera er ekki nóg. Ég bað þá um að stíga upp og við gerðum það. Við sköpuðum nóg af færum til að skora mörk og þegar öllu er á botninn hvolft er ég virkilega ánægður með sigurinn.“ „Auðvitað þurfum við ferska fætur með Omar og Khusanov. Nú eigum við lokaleik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.“ Þjálfarinn var spurður út í skelfilega byrjun Khusanov í treyju Man City. „Þetta er ekki auðvelt fyrir hann. Hann æfir einu sinni með liðinu og þarf síðan að spila gegn Nicolas Jackson, Cole Palmer, Noni Madueke og Jadon Sancho. Það er ferli að kaupa svona ungan leikmann. Hann mun læra. Svona aðstæður eru besti lærdómurinn sem maður getur fengið.“ Um Marmoush: „Virkilega góð frammistaða. Tengingin við aðra leikmenn og frábærar hreyfingar. Fyrsti leikurinn og hann meðhöndlar breytingar vel og á ótrúleg hlaup.“ „Ef við sendum ekki boltann okkar á milli erum við eitt versta liðið. Við þurfum boltann til að lifa af,“ sagði Pep að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Pep ákvað að setja nýju mennina Abdukodir Khusanov – tvítugan miðvörð – og Omar Marmoush – 25 ára framherja - í byrjunarliðið. Sá fyrrnefndi byrjaði skelfilega og gaf mark áður en meistararnir komu til baka. „Við höfum átt erfitt uppdráttar undanfarið og þetta hefur verið virkilega erfitt tímabil. Flestir leikmennirnir hafa verið hér í átta eða níu ár og ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum,“ sagði Guardiola og hélt áfram. „Við verðum að átta okkur á því að það sem við erum að gera er ekki nóg. Ég bað þá um að stíga upp og við gerðum það. Við sköpuðum nóg af færum til að skora mörk og þegar öllu er á botninn hvolft er ég virkilega ánægður með sigurinn.“ „Auðvitað þurfum við ferska fætur með Omar og Khusanov. Nú eigum við lokaleik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.“ Þjálfarinn var spurður út í skelfilega byrjun Khusanov í treyju Man City. „Þetta er ekki auðvelt fyrir hann. Hann æfir einu sinni með liðinu og þarf síðan að spila gegn Nicolas Jackson, Cole Palmer, Noni Madueke og Jadon Sancho. Það er ferli að kaupa svona ungan leikmann. Hann mun læra. Svona aðstæður eru besti lærdómurinn sem maður getur fengið.“ Um Marmoush: „Virkilega góð frammistaða. Tengingin við aðra leikmenn og frábærar hreyfingar. Fyrsti leikurinn og hann meðhöndlar breytingar vel og á ótrúleg hlaup.“ „Ef við sendum ekki boltann okkar á milli erum við eitt versta liðið. Við þurfum boltann til að lifa af,“ sagði Pep að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira