„Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. janúar 2025 22:19 Gísli Örn Garðarsson líkti síðustu sýningu Frosts við ljúfsáran skilnað kærleiksríkra hjóna. Vísir/Stöð 2 Lokasýning söngleiksins Frost fór fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er ein vinsælasta sýningin í sögu leikhússins. Söngleikurinn var sýndur rúmlega hundrað sinnum og náði Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, tali af þeim Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra söngleiksins, og Magnúsi Geir Þórðarsyni, Þjóðleikhússtjóra. Þetta eru ágætis viðtökur sem sýningin hefur fengið? „Þetta hefur verið vonum framar, búið að vera frábært hjá okkur hérna í Þjóðleikhúsinu með þessa sýningu. Búið að ganga það vel að þetta er eins og að kveðja kærleiksríkt hjónaband, þegar þú vilt ekki skilja en verður að skilja. Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag,“ sagði Gísli. Mér skilst að það hafi verið nánast uppselt á hverja einustu sýningu. Bjóstu við þessu þegar þú lagðir af stað í þetta? „Maður getur aldrei búist við neinu en maður getur svona vonað innst inni í hjartanu og sú ósk rættist núna,“ sagði Gísli. Nýr söngleikur frumsýndur á næstunni Síðasta sýningin af Frosti, Magnús. Hvað tekur við hérna í Þjóðleikhúsinu? „Hér er stútfullt hús af spennandi sýningum. Það er auðvitað mjög sérstakt að kveðja þessa dásamlegu sýningu sem hefur verið að troðfylla húsið hérna í heilt ár. Nú erum við í raun að rýma til fyrir næsta stóra söngleik sem heitir Stormur og verður frumsýndur eftir mánuð. Það er nýr söngleikur eftir Unu Torfa og Unni Ösp. Þannig það er svona næsta stóra en svo er fullt framundan sem kemur inn í vor og á næsta hausti,“ sagði Magnús Geir. Gæti Frost snúið aftur upp á svið? „Það er erfitt að koma því við því sýningin er einfaldlega svo stór að leikmyndin er fyrirferðarmikil og þetta er mjög mannmargt þannig það er erfitt að trekkja svona vél í gang aftur. Því miður er ég hræddur um að þessi sýning geti ekki snúið aftur en það er fullt af öðrum dásamlegum konfektmolum sem bíða,“ sagði Magnús. Leikhús Menning Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Söngleikurinn var sýndur rúmlega hundrað sinnum og náði Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, tali af þeim Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra söngleiksins, og Magnúsi Geir Þórðarsyni, Þjóðleikhússtjóra. Þetta eru ágætis viðtökur sem sýningin hefur fengið? „Þetta hefur verið vonum framar, búið að vera frábært hjá okkur hérna í Þjóðleikhúsinu með þessa sýningu. Búið að ganga það vel að þetta er eins og að kveðja kærleiksríkt hjónaband, þegar þú vilt ekki skilja en verður að skilja. Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag,“ sagði Gísli. Mér skilst að það hafi verið nánast uppselt á hverja einustu sýningu. Bjóstu við þessu þegar þú lagðir af stað í þetta? „Maður getur aldrei búist við neinu en maður getur svona vonað innst inni í hjartanu og sú ósk rættist núna,“ sagði Gísli. Nýr söngleikur frumsýndur á næstunni Síðasta sýningin af Frosti, Magnús. Hvað tekur við hérna í Þjóðleikhúsinu? „Hér er stútfullt hús af spennandi sýningum. Það er auðvitað mjög sérstakt að kveðja þessa dásamlegu sýningu sem hefur verið að troðfylla húsið hérna í heilt ár. Nú erum við í raun að rýma til fyrir næsta stóra söngleik sem heitir Stormur og verður frumsýndur eftir mánuð. Það er nýr söngleikur eftir Unu Torfa og Unni Ösp. Þannig það er svona næsta stóra en svo er fullt framundan sem kemur inn í vor og á næsta hausti,“ sagði Magnús Geir. Gæti Frost snúið aftur upp á svið? „Það er erfitt að koma því við því sýningin er einfaldlega svo stór að leikmyndin er fyrirferðarmikil og þetta er mjög mannmargt þannig það er erfitt að trekkja svona vél í gang aftur. Því miður er ég hræddur um að þessi sýning geti ekki snúið aftur en það er fullt af öðrum dásamlegum konfektmolum sem bíða,“ sagði Magnús.
Leikhús Menning Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira