Villa berst við nágrannana um Disasi Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2025 20:31 Axel Disasi í leik gegn Wolves á dögunum en hann gæti mögulega klæðst gulu treyjunni á næstunni. Vísir/Getty Varnarmaðurinn Axel Disasi er sagður hafa náð munnlegu samkomulagi við Aston Villa í tengslum við fyrirhuguð félagaskipti frá Chelsea. Fleiri félög í úrvalsdeildinni eru áhugasöm um Frakkann öfluga. Unai Emery knattspyrnustjóri Aston Villa er áhugasamur um að bæta miðverði í leikmannahóp sinn. Diego Carlos yfirgaf Villa fyrr í mánuðinum og um helgina meiddist Tyrone Mings og miðvarðastaðan því orðin ansi þunnskipuð. Fabrizio Romano greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að munnlegt samkomulag á milli Disasi og Villa sé nú þegar í höfn. 🚨🟣🔵 EXCLUSIVE: Axel Disasi has agreed on personal terms with Aston Villa.Disasi wants to join Villa despite interest from more clubs around Europe after direct talk with Unai Emery, crucial to get the green light.Deal now up to Chelsea and Villa to reach full agreement. pic.twitter.com/AFHLQyQDLP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 27, 2025 Disasi virðist enga framtíð eiga fyrir sér á Stamford Bridge en Chelsea er með miðverðina Tosin Abarabioyo og Levi Colwill innan sinna raða auk þeirra Wesley Fofana og Benoit Badiashile sem báðir eru meiddir. Þá kallaði liðið Trevor Chalobah til baka úr láni hjá Crystal Palace en hann var í byrjunarliði Chelsea gegn Manchester City um helgina. Chelsea og Astona Villa hafa þó enn ekki náð samkomulagi um kaupverð fyrir Disasi en Frakkinn er með samning við Lundúnaliðið til ársins 2029 og mun það örugglega kosta Villa skildinginn að losa þann samning. Það gæti opnað glufu fyrir nágrannalið Aston Villa í Wolves sem sagðir eru afar áhugasamir um að lokka Disasi til sín. Wolves veitir ekki af því að styrkja varnarleik sinn en aðeins botnlið Southampton hefur fengið á sig fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Unai Emery knattspyrnustjóri Aston Villa er áhugasamur um að bæta miðverði í leikmannahóp sinn. Diego Carlos yfirgaf Villa fyrr í mánuðinum og um helgina meiddist Tyrone Mings og miðvarðastaðan því orðin ansi þunnskipuð. Fabrizio Romano greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að munnlegt samkomulag á milli Disasi og Villa sé nú þegar í höfn. 🚨🟣🔵 EXCLUSIVE: Axel Disasi has agreed on personal terms with Aston Villa.Disasi wants to join Villa despite interest from more clubs around Europe after direct talk with Unai Emery, crucial to get the green light.Deal now up to Chelsea and Villa to reach full agreement. pic.twitter.com/AFHLQyQDLP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 27, 2025 Disasi virðist enga framtíð eiga fyrir sér á Stamford Bridge en Chelsea er með miðverðina Tosin Abarabioyo og Levi Colwill innan sinna raða auk þeirra Wesley Fofana og Benoit Badiashile sem báðir eru meiddir. Þá kallaði liðið Trevor Chalobah til baka úr láni hjá Crystal Palace en hann var í byrjunarliði Chelsea gegn Manchester City um helgina. Chelsea og Astona Villa hafa þó enn ekki náð samkomulagi um kaupverð fyrir Disasi en Frakkinn er með samning við Lundúnaliðið til ársins 2029 og mun það örugglega kosta Villa skildinginn að losa þann samning. Það gæti opnað glufu fyrir nágrannalið Aston Villa í Wolves sem sagðir eru afar áhugasamir um að lokka Disasi til sín. Wolves veitir ekki af því að styrkja varnarleik sinn en aðeins botnlið Southampton hefur fengið á sig fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira