Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 08:01 Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United. Hann vill byggja nýjan Old Trafford sem hann vill verði eins og Wembley norðursins. Getty/Peter Byrne Loksins góðar fréttir af Manchester United segja sumir en nú er kominn einhver gangur í stærsta verkefni félagsins sem er að byggja nýjan leikvang á Old Trafford svæðinu. United hafði fengið stuðning frá bresku ríkisstjórninni í byrjun vikunnar og í gær samþykkti Trafford hverfisráðið að huga að slíkum framkvæmdum. Það var lykilatriði að fá þetta græna ljós frá stjórnarfólki Trafford hverfisins. United ætlar sér ekki aðeins að byggja nýjan og glæsilegan leikvang heldur vill félagið stuðla að byggingu glæsilegs íbúa- og þjónustusvæðis í kringum leikvanginn. Þar koma yfirvöld á Trafford svæðinu náttúrulega sterk inn. #MUFC’s plans for a new 100,000 capacity stadium as centrepiece of a major regeneration project have been given a huge boost after the government threw their support behind the proposalsUnited CEO Omar Berrada welcomes Chancellor Rachel Reeves’ backinghttps://t.co/K2mfif6znR— James Ducker (@TelegraphDucker) January 26, 2025 Trafford ráðið ætlar nú að ráða ráðgjafarteymi sem mun vinna með enska úrvalsdeildarfélaginu og öðrum lykilaðilum til að skipuleggja svæðið. Markmiðið er að finna lausn sem hentar búum, fyrirtækjum, gestum og svo auðvitað Manchester United. Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi hjá Manchester United, hefur verið með það á oddinum síðan hann kom inn á koma vallarmálum félagsins í dag. Old Trafford er komið til ára sinna og það er langt síðan að leikvangurinn var tekinn í gegn. Hann tekur vissulega 74 þúsund manns en það er margt í ólagi og upplifun áhorfenda alls ekki sú besta í deildinni. Það er vissulega möguleiki á að koma honum til nútímans en Ratcliffe vill ganga enn lengra. Ratcliffe vill byggja nýjan hundrað þúsund sæta leikvang á Old Trafford svæðinu og talaði um að byggja Wembley norðursins. Leikvangurinn gæti því einnig keppt við Wembley í London um stóra viðburði í enskum íþróttum auk þess að vera hannaður til að hýsa alls konar viðburði eins og tónleika og annað. 🚨MANCHESTER UNITED STADIUM PROJECT TAKES ANOTHER STEP CLOSER✅Council votes yes🏟️Hunt is now on for master planners👍Unanimous backing✒️https://t.co/Q7ETqdNsHI #mufc— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) January 28, 2025 Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
United hafði fengið stuðning frá bresku ríkisstjórninni í byrjun vikunnar og í gær samþykkti Trafford hverfisráðið að huga að slíkum framkvæmdum. Það var lykilatriði að fá þetta græna ljós frá stjórnarfólki Trafford hverfisins. United ætlar sér ekki aðeins að byggja nýjan og glæsilegan leikvang heldur vill félagið stuðla að byggingu glæsilegs íbúa- og þjónustusvæðis í kringum leikvanginn. Þar koma yfirvöld á Trafford svæðinu náttúrulega sterk inn. #MUFC’s plans for a new 100,000 capacity stadium as centrepiece of a major regeneration project have been given a huge boost after the government threw their support behind the proposalsUnited CEO Omar Berrada welcomes Chancellor Rachel Reeves’ backinghttps://t.co/K2mfif6znR— James Ducker (@TelegraphDucker) January 26, 2025 Trafford ráðið ætlar nú að ráða ráðgjafarteymi sem mun vinna með enska úrvalsdeildarfélaginu og öðrum lykilaðilum til að skipuleggja svæðið. Markmiðið er að finna lausn sem hentar búum, fyrirtækjum, gestum og svo auðvitað Manchester United. Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi hjá Manchester United, hefur verið með það á oddinum síðan hann kom inn á koma vallarmálum félagsins í dag. Old Trafford er komið til ára sinna og það er langt síðan að leikvangurinn var tekinn í gegn. Hann tekur vissulega 74 þúsund manns en það er margt í ólagi og upplifun áhorfenda alls ekki sú besta í deildinni. Það er vissulega möguleiki á að koma honum til nútímans en Ratcliffe vill ganga enn lengra. Ratcliffe vill byggja nýjan hundrað þúsund sæta leikvang á Old Trafford svæðinu og talaði um að byggja Wembley norðursins. Leikvangurinn gæti því einnig keppt við Wembley í London um stóra viðburði í enskum íþróttum auk þess að vera hannaður til að hýsa alls konar viðburði eins og tónleika og annað. 🚨MANCHESTER UNITED STADIUM PROJECT TAKES ANOTHER STEP CLOSER✅Council votes yes🏟️Hunt is now on for master planners👍Unanimous backing✒️https://t.co/Q7ETqdNsHI #mufc— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) January 28, 2025
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira