Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 08:00 Myles Lewis-Skelly í hugleiðslustellingunni sem Erling Haaland hefur svo oft notað til að fagna. Getty/Catherine Ivill „Hver í fjandanum ert þú?“ spurði Erling Haaland og beindi orðum sínum að Myles Lewis-Skelly, í september. Arsenal-maðurinn ungi hafði alls ekki gleymt spurningunni þegar hann fagnaði marki sínu gegn Haaland og félögum í gær. Lewis-Skelly er aðeins 18 ára gamall, uppalinn Arsenal-maður, sem brotið hefur sér leið inn í aðallið félagsins í vetur. Hann fékk að byrja leikinn gegn City í gær, sem Arsenal vann 5-1, og skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Það er grunnt á því góða á meðal leikmanna Arsenal og City, ekki síst eftir leik liðanna í september og það sem gerðist að þeim leik loknum, þegar Haaland meðal annars skaut á Lewis-Skelly eins og fyrr segir, og skipaði Mikel Arteta að sýna auðmýkt. Lewis-Skelly vildi greinilega senda Haaland skilaboð þegar hann fagnaði markinu sínu, því hann gerði það að hætti Norðmannsins með því að stilla sér upp í jógastellingu og það virtist vekja mikla kátínu hjá liðsfélögum hans. The whole team was loving Myles Lewis-Skelly's celebration 🧘 pic.twitter.com/tKtTYjHSme— B/R Football (@brfootball) February 2, 2025 Með marki sínu varð Lewis-Skelly yngsti leikmaðurinn til að skora gegn ríkjandi meisturum, síðan Wayne Rooney skoraði gegn Arsenal árið 2003. Ethan Nwaneri, sem er enn 17 ára, bætti reyndar um betur þegar hann skoraði fimmta mark Arsenal, en metið er enn í eigu Rooney sem var 168 dögum yngri en Nwaneri er nú. 📸 - Earlier this season Erling Haaland told Myles Lewis-Skelly: "Who the f*ck are you".This is how Myles Lewis-Skelly responds. pic.twitter.com/9tMSANqRr3— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) February 2, 2025 Lewis-Skelly var ekki einn um að hæðast að Haaland í gær því þegar að leiknum lauk var lagið Humble með Kendrick Lamar látið óma á Emirates-leikvanginum, með vísan í það þegar Haaaland skipaði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble). Með sigrinum í gær er Arsenal aðeins sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem þó á leik til góða við Everton í næstu viku. City er í 4. sæti með 41 stig, nú níu stigum á eftir Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Lewis-Skelly er aðeins 18 ára gamall, uppalinn Arsenal-maður, sem brotið hefur sér leið inn í aðallið félagsins í vetur. Hann fékk að byrja leikinn gegn City í gær, sem Arsenal vann 5-1, og skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Það er grunnt á því góða á meðal leikmanna Arsenal og City, ekki síst eftir leik liðanna í september og það sem gerðist að þeim leik loknum, þegar Haaland meðal annars skaut á Lewis-Skelly eins og fyrr segir, og skipaði Mikel Arteta að sýna auðmýkt. Lewis-Skelly vildi greinilega senda Haaland skilaboð þegar hann fagnaði markinu sínu, því hann gerði það að hætti Norðmannsins með því að stilla sér upp í jógastellingu og það virtist vekja mikla kátínu hjá liðsfélögum hans. The whole team was loving Myles Lewis-Skelly's celebration 🧘 pic.twitter.com/tKtTYjHSme— B/R Football (@brfootball) February 2, 2025 Með marki sínu varð Lewis-Skelly yngsti leikmaðurinn til að skora gegn ríkjandi meisturum, síðan Wayne Rooney skoraði gegn Arsenal árið 2003. Ethan Nwaneri, sem er enn 17 ára, bætti reyndar um betur þegar hann skoraði fimmta mark Arsenal, en metið er enn í eigu Rooney sem var 168 dögum yngri en Nwaneri er nú. 📸 - Earlier this season Erling Haaland told Myles Lewis-Skelly: "Who the f*ck are you".This is how Myles Lewis-Skelly responds. pic.twitter.com/9tMSANqRr3— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) February 2, 2025 Lewis-Skelly var ekki einn um að hæðast að Haaland í gær því þegar að leiknum lauk var lagið Humble með Kendrick Lamar látið óma á Emirates-leikvanginum, með vísan í það þegar Haaaland skipaði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble). Með sigrinum í gær er Arsenal aðeins sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem þó á leik til góða við Everton í næstu viku. City er í 4. sæti með 41 stig, nú níu stigum á eftir Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira