Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 07:31 Nico Gonzalez er mættur til Manchester City frá Porto en hann er uppalinn hjá Barcelona. Getty/Jose Manuel Alvarez Rey Ensku úrvalsdeildarfélögin, með Englandsmeistara Manchester City í broddi fylkingar, vörðu mun meira fjármagni í leikmenn í vetrarglugganum en félög í öðrum fótboltadeildum. Félagaskiptaglugganum var lokað í gærkvöld en áður en að því kom höfðu ensku félögin samtals eytt um það bil 370 milljónum punda í leikmenn, samkvæmt frétt BBC. Það nemur samtals um 65 milljörðum króna. Manchester City keypti fjóra leikmenn fyrir samtals um 180 milljónir punda, og eyddi því um það bil sömu upphæð í leikmenn og öll hin 19 félögin í ensku úrvalsdeildinni til samans. Þau nýttu mörg hver lánssamninga til að styrkja sína hópa fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. City festi kaup á miðjumanninum Nico Gonzalez, sem uppalinn er í La Masia hjá Barcelona, frá Porto fyrir 50 milljónir punda í gær. Áður hafði félagið keypt Omar Marmoush frá Frankfurt fyrir 59 milljónir punda, Vitor Reis frá Palmeiras fyrir 29,6 milljónir punda og Abdukodir Khusanov frá Lens fyrir 33,6 milljónir punda. Þá keypti félagið Claudio Echeverri, U17-landsliðsmann Argentínu, frá River Plate fyrir 12,5 milljónir punda en lánaði hann strax aftur til River Plate. Eftir að hafa haldið að sér höndum síðasta sumar, og selt Julian Alvarez til Atlético Madrid og Joao Cancelo til Al-Hilal, er nettó eyðsla City vegna þessa keppnistímabils 67 milljónir punda. Félagið hefur hins vegar ekki eytt jafnmiklu í leikmenn í einum glugga eins og nú, síðan 225 milljónir punda fóru í leikmenn sumarið 2017. Á eftir ensku úrvalsdeildinni eyddu félög í ítölsku A-deildinni mestu í leikmenn en þó helmingi minna, eða jafnvirði tæplega 184 milljóna punda. Frönsku félögin vörðu 169 milljónum punda í leikmenn og í 4. sæti er sádi-arabíska deildin því félögin þar vörðu 144 milljónum punda í leikmenn, aðeins meira en félögin í þýsku deildinni. Spænsku félögin eyddu aðeins tæplega 22 milljónum punda í leikmenn. Enski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Félagaskiptaglugganum var lokað í gærkvöld en áður en að því kom höfðu ensku félögin samtals eytt um það bil 370 milljónum punda í leikmenn, samkvæmt frétt BBC. Það nemur samtals um 65 milljörðum króna. Manchester City keypti fjóra leikmenn fyrir samtals um 180 milljónir punda, og eyddi því um það bil sömu upphæð í leikmenn og öll hin 19 félögin í ensku úrvalsdeildinni til samans. Þau nýttu mörg hver lánssamninga til að styrkja sína hópa fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. City festi kaup á miðjumanninum Nico Gonzalez, sem uppalinn er í La Masia hjá Barcelona, frá Porto fyrir 50 milljónir punda í gær. Áður hafði félagið keypt Omar Marmoush frá Frankfurt fyrir 59 milljónir punda, Vitor Reis frá Palmeiras fyrir 29,6 milljónir punda og Abdukodir Khusanov frá Lens fyrir 33,6 milljónir punda. Þá keypti félagið Claudio Echeverri, U17-landsliðsmann Argentínu, frá River Plate fyrir 12,5 milljónir punda en lánaði hann strax aftur til River Plate. Eftir að hafa haldið að sér höndum síðasta sumar, og selt Julian Alvarez til Atlético Madrid og Joao Cancelo til Al-Hilal, er nettó eyðsla City vegna þessa keppnistímabils 67 milljónir punda. Félagið hefur hins vegar ekki eytt jafnmiklu í leikmenn í einum glugga eins og nú, síðan 225 milljónir punda fóru í leikmenn sumarið 2017. Á eftir ensku úrvalsdeildinni eyddu félög í ítölsku A-deildinni mestu í leikmenn en þó helmingi minna, eða jafnvirði tæplega 184 milljóna punda. Frönsku félögin vörðu 169 milljónum punda í leikmenn og í 4. sæti er sádi-arabíska deildin því félögin þar vörðu 144 milljónum punda í leikmenn, aðeins meira en félögin í þýsku deildinni. Spænsku félögin eyddu aðeins tæplega 22 milljónum punda í leikmenn.
Enski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira