Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 13:17 Newcastle-menn slógu Arsenal út með samtals 4-0 sigri í einvígi liðanna í undanúrslitum deildabikarsins. Getty/Alex Dodd Newcastle-menn nýttu tækifærið eftir að hafa slegið Arsenal út úr enska deildabikarnum í gærkvöld og gerðu grín að Mikel Arteta, stjóra Arsenal. Newcastle vann leik liðanna á St James‘ Park í gær, 2-0, fyrir framan Víking Heiðar Ólafsson og fleiri góða gesti. Newcastle hafði einnig unnið fyrri leikinn í Lundúnum, 2-0, en eftir þann leik notaði Arteta meðal annars boltann sem afsökun, en notast er við aðra tegund af bolta í deildabikarnum en í ensku úrvalsdeildinni. „Við skutum oft yfir og það er erfitt því þessir boltar svífa mikið. Þannig að það eru smáatriði sem við getum framkvæmt betur,“ sagði Arteta eftir leikinn á Emirates. Arsenal átti 23 skot í þeim leik og vænt mörk voru 3,09 en engu að síður skoraði liðið ekki eitt einasta mark. Puma framleiðir boltann sem er notaður í deildabikarnum en boltinn sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni er frá Nike. „Hann er öðruvísi. Hann er mjög frábrugðinn boltanum í ensku úrvalsdeildinni svo þú verður að aðlagast því hann svífur öðruvísi. Þegar þú snertir hann er gripið líka öðruvísi,“ sagði Arteta um boltann. Eftir leikinn í gærkvöld voru afsakanir Arteta greinilega enn í huga þeirra sem sjá um samfélagsmiðla Newcastle. Á Twitter-síðu sinni birti félagið mynd af Puma-boltanum og skrifaði einfaldlega: „Sökudólgurinn“. The culprit: pic.twitter.com/nmPO1nym1z— Newcastle United (@NUFC) February 5, 2025 Ekki nóg með það heldur virtist Anthony Gordon, annar af markaskorurum Newcastle í gær, einnig vilja skjóta á Arteta með því að vísa í ummæli Erling Haaland sem sagði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble) eftir leik Manchester City og Arsenal í september. „Það er mikilvægt fyrir okkur núna að sýna auðmýkt,“ sagði Gordon í viðtali eftir leikinn í gærkvöld. Newcastle mætir sigurliðinu úr leik Liverpool og Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley, en leikið verður á Anfield í kvöld og er sá leikur í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 20. Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Newcastle vann leik liðanna á St James‘ Park í gær, 2-0, fyrir framan Víking Heiðar Ólafsson og fleiri góða gesti. Newcastle hafði einnig unnið fyrri leikinn í Lundúnum, 2-0, en eftir þann leik notaði Arteta meðal annars boltann sem afsökun, en notast er við aðra tegund af bolta í deildabikarnum en í ensku úrvalsdeildinni. „Við skutum oft yfir og það er erfitt því þessir boltar svífa mikið. Þannig að það eru smáatriði sem við getum framkvæmt betur,“ sagði Arteta eftir leikinn á Emirates. Arsenal átti 23 skot í þeim leik og vænt mörk voru 3,09 en engu að síður skoraði liðið ekki eitt einasta mark. Puma framleiðir boltann sem er notaður í deildabikarnum en boltinn sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni er frá Nike. „Hann er öðruvísi. Hann er mjög frábrugðinn boltanum í ensku úrvalsdeildinni svo þú verður að aðlagast því hann svífur öðruvísi. Þegar þú snertir hann er gripið líka öðruvísi,“ sagði Arteta um boltann. Eftir leikinn í gærkvöld voru afsakanir Arteta greinilega enn í huga þeirra sem sjá um samfélagsmiðla Newcastle. Á Twitter-síðu sinni birti félagið mynd af Puma-boltanum og skrifaði einfaldlega: „Sökudólgurinn“. The culprit: pic.twitter.com/nmPO1nym1z— Newcastle United (@NUFC) February 5, 2025 Ekki nóg með það heldur virtist Anthony Gordon, annar af markaskorurum Newcastle í gær, einnig vilja skjóta á Arteta með því að vísa í ummæli Erling Haaland sem sagði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble) eftir leik Manchester City og Arsenal í september. „Það er mikilvægt fyrir okkur núna að sýna auðmýkt,“ sagði Gordon í viðtali eftir leikinn í gærkvöld. Newcastle mætir sigurliðinu úr leik Liverpool og Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley, en leikið verður á Anfield í kvöld og er sá leikur í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 20.
Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54