Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 11:31 Stjórnarandstöðuþingmennirnir nítján sem mættu í Smiðjuna voru kampakátir ef marka má þessa mynd. Nema kannski Sigmundur Davíð sem er óvenju áhyggjufullur á svip. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks héldu partý í gær til að stilla saman strengi fyrir átök komandi þingvetrar. Það var glatt á hjalla, áfengi á boðstólum og karíókístuð þó sumir þingmenn hefðu ekki látið sjá sig. Þing kom loksins saman á þriðjudaginn var eftir töluverða bið. Forsætisráðherra átti svo að vera með stefnuræðu sína á miðvikudag en henni var frestað vegna veðurs fram á mánudag. Stjórnarandstöðunni gafst því frábært tækifæri í gær til að hrista sig saman og brýna vopnin. Á mynd sem Sigmundur Davíð, Sigríður Andersen, Áslaug Arna, Diljá Mist og Rósa Guðbjarts birtu sameiginlega á Instagram-síðum sínum af teitinu má sjá nítján af 27 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (@sigmundurdg) Athygli vekur að þó nokkra þingmenn vantar á myndina, þar á meðal Vilhjálm Árnason, ritara Sjálfstæðisflokksins; Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem hefur verið orðuð við framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa greinilega verið upptekin í öðru. Eftir að fréttinn birtist var fréttastofu tjáð að Vilhjálmur hefði mætt í teitið en farið snemma til að fylgjast með Njarðvík keppa í körfubolta. Restin skemmti sér þó konunglega ef marka má myndir úr teitinu, átu snakk og vínber, drukku rauðvín og lite. Áslaug Arna, Sigmundur Davíð og Jens Garðar eru klár í slaginn. Eftir upphitun í Smiðju virðist hópurinn hafa skellt sér í karíókí þar sem allavega Áslaug Arna og Sigríður Andersen trylltu lýðinn. Inga Sæland þarf greinilega að fara að vara sig. Áslaug Arna og Sigríður Andersen tóku lagið í karíókí. Þingflokksformenn flokkanna þriggja létu sig ekki vanta. Hildur Sverrisdóttir hjá Sjálfstæðisflokki, Ingibjörg Isaksen hjá Framsókn og Bergþór Ólason hjá Miðflokknum. Nýliðar á þingi eru nokkrir, Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir hjá Miðflokki eru orðin óþreyjufull eftir því að þing hefjist loksins. Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir bíða spennt eftir mánudeginum. Sigmundur stillti sér upp með Áslaugu Örnu sem þykir ansi líkleg til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna og Sigmundur Davíð skemmtu sér konunglega. Þá deildi Sigríður Andersen hópmyndin með afdráttarlausum skilaboðum: „Ríkisstjórnin þorir ekki út úr húsi svo dögum skiptir. En stjórnarandstaðan hræðist ekkert.“ Sigríður Andersen er alltaf galvösk. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Þing kom loksins saman á þriðjudaginn var eftir töluverða bið. Forsætisráðherra átti svo að vera með stefnuræðu sína á miðvikudag en henni var frestað vegna veðurs fram á mánudag. Stjórnarandstöðunni gafst því frábært tækifæri í gær til að hrista sig saman og brýna vopnin. Á mynd sem Sigmundur Davíð, Sigríður Andersen, Áslaug Arna, Diljá Mist og Rósa Guðbjarts birtu sameiginlega á Instagram-síðum sínum af teitinu má sjá nítján af 27 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (@sigmundurdg) Athygli vekur að þó nokkra þingmenn vantar á myndina, þar á meðal Vilhjálm Árnason, ritara Sjálfstæðisflokksins; Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem hefur verið orðuð við framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa greinilega verið upptekin í öðru. Eftir að fréttinn birtist var fréttastofu tjáð að Vilhjálmur hefði mætt í teitið en farið snemma til að fylgjast með Njarðvík keppa í körfubolta. Restin skemmti sér þó konunglega ef marka má myndir úr teitinu, átu snakk og vínber, drukku rauðvín og lite. Áslaug Arna, Sigmundur Davíð og Jens Garðar eru klár í slaginn. Eftir upphitun í Smiðju virðist hópurinn hafa skellt sér í karíókí þar sem allavega Áslaug Arna og Sigríður Andersen trylltu lýðinn. Inga Sæland þarf greinilega að fara að vara sig. Áslaug Arna og Sigríður Andersen tóku lagið í karíókí. Þingflokksformenn flokkanna þriggja létu sig ekki vanta. Hildur Sverrisdóttir hjá Sjálfstæðisflokki, Ingibjörg Isaksen hjá Framsókn og Bergþór Ólason hjá Miðflokknum. Nýliðar á þingi eru nokkrir, Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir hjá Miðflokki eru orðin óþreyjufull eftir því að þing hefjist loksins. Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir bíða spennt eftir mánudeginum. Sigmundur stillti sér upp með Áslaugu Örnu sem þykir ansi líkleg til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna og Sigmundur Davíð skemmtu sér konunglega. Þá deildi Sigríður Andersen hópmyndin með afdráttarlausum skilaboðum: „Ríkisstjórnin þorir ekki út úr húsi svo dögum skiptir. En stjórnarandstaðan hræðist ekkert.“ Sigríður Andersen er alltaf galvösk.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira