Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. febrúar 2025 17:50 Stefán Teitur var farinn af velli áður en vítaspyrnukeppnin hófst. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Sex leikir fóru fram síðdegis í fjórðu umferð, 32 liða úrslitum, FA bikarsins á Englandi. Útkljá þurfti tvær viðureignir með vítaspyrnukeppni. Á þessu tímabili var sú regla tekin í gildi að leikir skuli ekki spilaðir aftur, jafntefli eru útkljáð með framlengingu, og vítaspyrnukeppni ef að því kemur. Sú varð raunin í leik Preston og Wycombe, sem lauk með 0-0 jafntefli eftir framlengingu. Heimamenn Preston voru sparkvissari í vítaspyrnukeppninni, skoruðu úr fjórum spyrnum en Wycombe aðeins úr tveimur. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Preston en var skipt út af eftir 66 mínútur fyrir Ryan Ledson. Vítaspyrnukeppni þurfti einnig í viðureign Stoke og Cardiff, sem lauk með 3-3 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Cardiff komst svo áfram með 5-7 sigri í vítaspyrnukeppninni. Everton úr leik Viðureign Everton og Bournemouth var sú eina síðdegis í dag milli tveggja úrvalsdeildarliða. Svo fór að Bournemouth vann 0-2 sigur gegn heimamönnum á Goodison Park. Antoine Semenyo skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 23. mínútu, Daniel Jebbison tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir hálfleik og þar við sat alveg til enda. Bournemouth gerði sér góða ferð á Goodison Park.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Fulham og Ipswich áfram Ipswich gerði sér góða ferð til Coventry og vann 1-4. George Hirst braut ísinn fyrir gestina af vítapunktinum strax á annarri mínútu, Coventry jafnaði síðan skömmu síðar en Jack Clarke setti tvö mörk fyrir Ipswich áður en fyrri hálfleik lauk. Jaden Philogene-Bidace bætti svo fjórða markinu við í seinni hálfleik. Fulham sótti svo 1-2 sigur gegn Wigan. Rodrigo Muniz gerði bæði mörkin fyrir Fulham, það fyrra á 23. mínútu og það seinna á 55. mínútu rétt eftir að Jonny Smith hafði jafnað fyrir Wigan. Rodrigo Muniz skoraði bæði mörk Fulham.Matt McNulty/Getty Images Burnley með eins marks sigur Southampton og Burnley mættust einnig, lið sem féllu bæði úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Svo fór að Burnley vann 0-1 sigur eftir mark frá Marcus Edwards á 77. mínútu. Dregið verður um andstæðinga í fimmtu umferð (16-liða úrslit) á mánudag. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Á þessu tímabili var sú regla tekin í gildi að leikir skuli ekki spilaðir aftur, jafntefli eru útkljáð með framlengingu, og vítaspyrnukeppni ef að því kemur. Sú varð raunin í leik Preston og Wycombe, sem lauk með 0-0 jafntefli eftir framlengingu. Heimamenn Preston voru sparkvissari í vítaspyrnukeppninni, skoruðu úr fjórum spyrnum en Wycombe aðeins úr tveimur. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Preston en var skipt út af eftir 66 mínútur fyrir Ryan Ledson. Vítaspyrnukeppni þurfti einnig í viðureign Stoke og Cardiff, sem lauk með 3-3 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Cardiff komst svo áfram með 5-7 sigri í vítaspyrnukeppninni. Everton úr leik Viðureign Everton og Bournemouth var sú eina síðdegis í dag milli tveggja úrvalsdeildarliða. Svo fór að Bournemouth vann 0-2 sigur gegn heimamönnum á Goodison Park. Antoine Semenyo skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 23. mínútu, Daniel Jebbison tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir hálfleik og þar við sat alveg til enda. Bournemouth gerði sér góða ferð á Goodison Park.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Fulham og Ipswich áfram Ipswich gerði sér góða ferð til Coventry og vann 1-4. George Hirst braut ísinn fyrir gestina af vítapunktinum strax á annarri mínútu, Coventry jafnaði síðan skömmu síðar en Jack Clarke setti tvö mörk fyrir Ipswich áður en fyrri hálfleik lauk. Jaden Philogene-Bidace bætti svo fjórða markinu við í seinni hálfleik. Fulham sótti svo 1-2 sigur gegn Wigan. Rodrigo Muniz gerði bæði mörkin fyrir Fulham, það fyrra á 23. mínútu og það seinna á 55. mínútu rétt eftir að Jonny Smith hafði jafnað fyrir Wigan. Rodrigo Muniz skoraði bæði mörk Fulham.Matt McNulty/Getty Images Burnley með eins marks sigur Southampton og Burnley mættust einnig, lið sem féllu bæði úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Svo fór að Burnley vann 0-1 sigur eftir mark frá Marcus Edwards á 77. mínútu. Dregið verður um andstæðinga í fimmtu umferð (16-liða úrslit) á mánudag.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira