Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar 10. febrúar 2025 12:02 Ein af megináherslum meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar á kjörtímabilinu er að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þar með talið að fjölga félagslegu. Í þessari grein vil ég fara yfir hvernig þróun og staða á félagslegu leiguhúsnæði hefur verið og er í Hveragerði. Hvers vegna félagslegt leiguhúsnæði? Mikilvægur mælikvarði á gæði rekstrar og þjónustu sveitarfélags er hvernig staðið er að velferðarþjónustu. Einn hluti hennar er hvernig sveitarfélag nær að mæta þörfum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Félagslegt leiguhúsnæði er húsnæði sem sveitarfélög reka og leigja út til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna sem ekki hafa kost á almennri leigu á markaði eða húsnæðiskaupum. Markmiðið er að tryggja að allir hafi öruggt og viðeigandi húsnæði, óháð efnahag þeirra. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarfélög skuli tryggja að nægilegt framboð sé af félagslegu leiguhúsnæði. Fækkun á félagslegu leiguhúsnæði Árið 2003 átti Hveragerðisbær níu félagslegar leiguíbúðir eða 4,8 á hverja 1.000 íbúa. Félagslegum leiguíbúðum fór hratt fækkandi næstu árin og árið 2014 var svo komið að sveitarfélagið átti aðeins tvær félagslegar íbúðir eða 0,9 á hverja 1.000 íbúa. Frá og með árinu 2017 skánaði þessi staða lítillega og við lok síðasta kjörtímabils árið 2022 voru íbúðirnar orðnar sex talsins eða 2 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Þá hafði félagslegum íbúðum fækkað um 58% á tæpum tveimur áratugum ef litið er til þróunar íbúafjölda í bænum. Til samanburðar má geta þess að félagslegt leiguhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar var árið 2022 16,2 á hverja 1.000 íbúa og 5,3 í nágrannasveitarfélaginu Árborg. En hvers vegna var félagslegu húsnæði fækkað á þessu tímabili, þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst að þörfin fyrir slíkt húsnæði væri enn til staðar? Engar skýringar liggja fyrir í opinberum gögnum né frá þeim sem stýrðu bænum á þessu tímabili. Kannski spáði Guðrún Helgadóttir, þingmaður, rétt um þróun þessara mála þegar hún ræddi félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga á Alþingi árið 1991 og sagði: „Ætli það verði nú ekki eins og oft áður að velferðarmál fjölskyldnanna víki þegar gerðar eru fjárhagsáætlanir fyrir vegalagningu og öðru slíku sem oft virðist vera í forgrunni á áhugamálasviði stjórnmálamanna?“ Nýtt uppbyggingarskeið Vegna skorts á fjárfestingu í þessum málaflokki undanfarin 15–20 ár mun það taka tíma að vinna upp þann halla sem hefur myndast. Á síðasta ári samþykkti núverandi meirihluti að fjárfesta í félagslegri leiguíbúð, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sátu hjá við afgreiðsluna. Staðan í byrjun árs 2025 er að 20 eru á biðlista í Hveragerði eftir félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 og 2026 er stefnt að frekari kaupum á íbúðum, þannig að þær verði samtals níu árið 2026. Það eru jafnmargar félagslegar íbúðir og voru í eigu Hveragerðisbæjar árið 2003. Árið 2025 verður hlutfall félagslegra leiguíbúða í Hveragerði 2,4 íbúðir á hverja 1.000 íbúa en var 4,8 árið 2003. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að hefði sveitarfélagið haldið hlutfalli félagslegra leiguíbúða óbreyttu frá 2003, þyrfti það nú að eiga 16–17 slíkar íbúðir og gæti því mætt miklu betur þeirri þörf sem er til staðar. Frelsi til athafna og mikilvægi húsnæðisöryggis Ein af grunnstoðum lýðræðissamfélagsins er frelsi einstaklingsins til athafna og gjörða. En slíkt frelsi verður marklaust ef félagslegt réttlæti og grundvallarþjónusta eru ekki tryggð. Þegar skorið er niður í grunnstoðum velferðarkerfisins, svo sem í félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaga, eru þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda settir í afar viðkvæma stöðu, og þeir hafa síður tækifæri til að koma undir sig fótum og lifa með reisn. Þannig getur skortur á húsnæðisöryggi, ásamt öðrum þáttum velferðarinnar, takmarkað raunverulegt frelsi einstaklings, jafnvel þótt formlegt frelsi sé til staðar. Þau sem kalla á frelsi en styðja samtímis aðgerðir sem veikja velferðarþjónustu, eins og með fækkun félagslegra leiguíbúða, missa sjónar á kjarna raunverulegs frelsis. Húsnæðisöryggi, rétt eins og aðrar stoðir velferðarkerfisins, er ekki einungis spurning um félagslega þjónustu – það snýst um frelsi. Frelsi til að lifa öruggu og stöðugu lífi, taka þátt í samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls til jafns á við aðra. Það er því mikilvægt að bæjaryfirvöld í Hveragerði haldi áfram að fjölga félagslegu leiguhúsnæði til að tryggja tekjulitlum einstaklingum og fjölskyldum öruggt og viðunandi húsnæði. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njörður Sigurðsson Hveragerði Félagsmál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Ein af megináherslum meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar á kjörtímabilinu er að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þar með talið að fjölga félagslegu. Í þessari grein vil ég fara yfir hvernig þróun og staða á félagslegu leiguhúsnæði hefur verið og er í Hveragerði. Hvers vegna félagslegt leiguhúsnæði? Mikilvægur mælikvarði á gæði rekstrar og þjónustu sveitarfélags er hvernig staðið er að velferðarþjónustu. Einn hluti hennar er hvernig sveitarfélag nær að mæta þörfum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Félagslegt leiguhúsnæði er húsnæði sem sveitarfélög reka og leigja út til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna sem ekki hafa kost á almennri leigu á markaði eða húsnæðiskaupum. Markmiðið er að tryggja að allir hafi öruggt og viðeigandi húsnæði, óháð efnahag þeirra. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarfélög skuli tryggja að nægilegt framboð sé af félagslegu leiguhúsnæði. Fækkun á félagslegu leiguhúsnæði Árið 2003 átti Hveragerðisbær níu félagslegar leiguíbúðir eða 4,8 á hverja 1.000 íbúa. Félagslegum leiguíbúðum fór hratt fækkandi næstu árin og árið 2014 var svo komið að sveitarfélagið átti aðeins tvær félagslegar íbúðir eða 0,9 á hverja 1.000 íbúa. Frá og með árinu 2017 skánaði þessi staða lítillega og við lok síðasta kjörtímabils árið 2022 voru íbúðirnar orðnar sex talsins eða 2 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Þá hafði félagslegum íbúðum fækkað um 58% á tæpum tveimur áratugum ef litið er til þróunar íbúafjölda í bænum. Til samanburðar má geta þess að félagslegt leiguhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar var árið 2022 16,2 á hverja 1.000 íbúa og 5,3 í nágrannasveitarfélaginu Árborg. En hvers vegna var félagslegu húsnæði fækkað á þessu tímabili, þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst að þörfin fyrir slíkt húsnæði væri enn til staðar? Engar skýringar liggja fyrir í opinberum gögnum né frá þeim sem stýrðu bænum á þessu tímabili. Kannski spáði Guðrún Helgadóttir, þingmaður, rétt um þróun þessara mála þegar hún ræddi félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga á Alþingi árið 1991 og sagði: „Ætli það verði nú ekki eins og oft áður að velferðarmál fjölskyldnanna víki þegar gerðar eru fjárhagsáætlanir fyrir vegalagningu og öðru slíku sem oft virðist vera í forgrunni á áhugamálasviði stjórnmálamanna?“ Nýtt uppbyggingarskeið Vegna skorts á fjárfestingu í þessum málaflokki undanfarin 15–20 ár mun það taka tíma að vinna upp þann halla sem hefur myndast. Á síðasta ári samþykkti núverandi meirihluti að fjárfesta í félagslegri leiguíbúð, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sátu hjá við afgreiðsluna. Staðan í byrjun árs 2025 er að 20 eru á biðlista í Hveragerði eftir félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 og 2026 er stefnt að frekari kaupum á íbúðum, þannig að þær verði samtals níu árið 2026. Það eru jafnmargar félagslegar íbúðir og voru í eigu Hveragerðisbæjar árið 2003. Árið 2025 verður hlutfall félagslegra leiguíbúða í Hveragerði 2,4 íbúðir á hverja 1.000 íbúa en var 4,8 árið 2003. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að hefði sveitarfélagið haldið hlutfalli félagslegra leiguíbúða óbreyttu frá 2003, þyrfti það nú að eiga 16–17 slíkar íbúðir og gæti því mætt miklu betur þeirri þörf sem er til staðar. Frelsi til athafna og mikilvægi húsnæðisöryggis Ein af grunnstoðum lýðræðissamfélagsins er frelsi einstaklingsins til athafna og gjörða. En slíkt frelsi verður marklaust ef félagslegt réttlæti og grundvallarþjónusta eru ekki tryggð. Þegar skorið er niður í grunnstoðum velferðarkerfisins, svo sem í félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaga, eru þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda settir í afar viðkvæma stöðu, og þeir hafa síður tækifæri til að koma undir sig fótum og lifa með reisn. Þannig getur skortur á húsnæðisöryggi, ásamt öðrum þáttum velferðarinnar, takmarkað raunverulegt frelsi einstaklings, jafnvel þótt formlegt frelsi sé til staðar. Þau sem kalla á frelsi en styðja samtímis aðgerðir sem veikja velferðarþjónustu, eins og með fækkun félagslegra leiguíbúða, missa sjónar á kjarna raunverulegs frelsis. Húsnæðisöryggi, rétt eins og aðrar stoðir velferðarkerfisins, er ekki einungis spurning um félagslega þjónustu – það snýst um frelsi. Frelsi til að lifa öruggu og stöðugu lífi, taka þátt í samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls til jafns á við aðra. Það er því mikilvægt að bæjaryfirvöld í Hveragerði haldi áfram að fjölga félagslegu leiguhúsnæði til að tryggja tekjulitlum einstaklingum og fjölskyldum öruggt og viðunandi húsnæði. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar