Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 20:02 Valentínusardagurinn er haldinn hátíðlegur á morgun. Nýttu tækifærið og brjóttu upp hversdagsleikann með notalegri samverustund með ástinni þinni. Getty Valentínusardagurinn eða dagur ástarinnar er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heiminn á morgun, þann 14. febrúar. Í tilefni dagsins er tilvalið að brjóta upp hversdagsleikann og njóta stundarinnar með ástinni. Hér að neðan má finna nokkrar öðruvísi og skemmtilegar hugmyndir að samveru fyrir Valentínusardaginn. Heilsulind heima Skapið rómantíska og afslappandi Spa-stemningu heima fyrir. Kveikið á kertum, setjið notalega tónlist á fóninn, berið á ykkur maska og farið í heitt bað saman. Ef þið viljið færa upplifunina á hærra plan gætuð þið pantað nuddara heim. Getty Framandi réttir Eldið eitthvað nýtt og spennandi saman sem þið hafið aldrei prófað áður. Kaupið hráefnin í sérvöruverslun sem býður uppá fjölbreytt vöruúrval frá framandi landi. Skemmtileg og öðruvísi samverustund! Óvissuferð Farið saman í bíltúr án þess að hafa neinn sérstakan áfangastað í huga og látið ferðalagið leiða það í ljós. Þetta er frábær leið til að njóta samverunnar án nokkurrar pressu. Veisla fyrir bragðlaukana Farðu með ástinni í smakkferð um veitingahús borgarinnar þar sem þið pantið aðeins einn eða tvo litla rétti á hverjum stað. Þetta er sniðug leið til að kynnast nýjum stöðum og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Ástarsagan ykkar Leiddu ástina þína í gegnum ástarsöguna ykkar. Byrjaðu á því að fara á staðinn þar sem þið kynnust, þar sem þið kysstust fyrst, þar sem þið byrjuðuð að búa saman, og svo framvegis. Það er alltaf gaman að rifja upp góða og fallega tíma sem iljar manni um hjartarætur. Framtíðardraumar og markmið Valentínusardagurinn er frábær dagur til að huga að ástinni og sambandinu. Þá er einnig sniðugt að nýta daginn í að skrifa niður drauma og framtíðarmarkmið, stór sem smá. Lautarferð innandyra Setjið teppi á gólfið og farið í rómantíska lautarferð heima í stofu. Komið ykkur vel fyrir með ljúfri tónlist og góðu snarli. Þetta þarf oft ekki að vera flókið. Einfalt er oft best. Málið mynd af hvoru öðru Málið mynd hvert af öðru án þess að sýna útkomuna fyrr en þið eruð búin. Skapandi og skemmtileg iðja sem kemur ykkur mjög líklega til að hlæja saman. Happy senior friends painting together at art class. Cheerful elderly couple painting with paintbrushes at art workshop. Valentínusardagurinn Ástin og lífið Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Hér að neðan má finna nokkrar öðruvísi og skemmtilegar hugmyndir að samveru fyrir Valentínusardaginn. Heilsulind heima Skapið rómantíska og afslappandi Spa-stemningu heima fyrir. Kveikið á kertum, setjið notalega tónlist á fóninn, berið á ykkur maska og farið í heitt bað saman. Ef þið viljið færa upplifunina á hærra plan gætuð þið pantað nuddara heim. Getty Framandi réttir Eldið eitthvað nýtt og spennandi saman sem þið hafið aldrei prófað áður. Kaupið hráefnin í sérvöruverslun sem býður uppá fjölbreytt vöruúrval frá framandi landi. Skemmtileg og öðruvísi samverustund! Óvissuferð Farið saman í bíltúr án þess að hafa neinn sérstakan áfangastað í huga og látið ferðalagið leiða það í ljós. Þetta er frábær leið til að njóta samverunnar án nokkurrar pressu. Veisla fyrir bragðlaukana Farðu með ástinni í smakkferð um veitingahús borgarinnar þar sem þið pantið aðeins einn eða tvo litla rétti á hverjum stað. Þetta er sniðug leið til að kynnast nýjum stöðum og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Ástarsagan ykkar Leiddu ástina þína í gegnum ástarsöguna ykkar. Byrjaðu á því að fara á staðinn þar sem þið kynnust, þar sem þið kysstust fyrst, þar sem þið byrjuðuð að búa saman, og svo framvegis. Það er alltaf gaman að rifja upp góða og fallega tíma sem iljar manni um hjartarætur. Framtíðardraumar og markmið Valentínusardagurinn er frábær dagur til að huga að ástinni og sambandinu. Þá er einnig sniðugt að nýta daginn í að skrifa niður drauma og framtíðarmarkmið, stór sem smá. Lautarferð innandyra Setjið teppi á gólfið og farið í rómantíska lautarferð heima í stofu. Komið ykkur vel fyrir með ljúfri tónlist og góðu snarli. Þetta þarf oft ekki að vera flókið. Einfalt er oft best. Málið mynd af hvoru öðru Málið mynd hvert af öðru án þess að sýna útkomuna fyrr en þið eruð búin. Skapandi og skemmtileg iðja sem kemur ykkur mjög líklega til að hlæja saman. Happy senior friends painting together at art class. Cheerful elderly couple painting with paintbrushes at art workshop.
Valentínusardagurinn Ástin og lífið Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira