Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 15:31 Rúben Amorim er að reyna að fóta sig í pressunni sem fylgir því að stýra félagi sem upplifði mikið góðæri um langa hríð undir stjórn Sir Alex Ferguson. Getty/Nick Potts Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að þó að þeir Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, glími við svipuð vandamál þá sé pressan umtalsvert meiri hjá United. United og Tottenham hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Þau mætast á sunnudaginn en fyrir leiki helgarinnar er United í 13. sæti með aðeins 29 stig eftir 24 leiki og Tottenham sæti neðar með 27 stig, eða tíu stigum frá fallsæti. Veðbankar eru á einu máli um að Postecoglou sé líklegasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til þess að verða rekinn áður en tímabilinu lýkur. Amorim þykir sömuleiðis ekki öruggur í sessi þó að aðeins séu um þrír mánuðir síðan hann tók við United. Amorim var spurður út í líkindin á milli stöðu hans og Postecoglou, og út í það að halda sig við sín gildi í fótboltanum þegar illa árar, eins og þeir þykja báðir hafa gert: „Ég er gríðarlegur aðdáandi Ange Postecoglou. Ég kem úr annarri menningu, er Portúgali og allir portúgalskir þjálfarar geta aðlagast. Ég aðlagast. Ég nota eitt leikskipulag því ég hef trú á því en maur getur notað annað skipulag á sama tíma. Það er mín hugmyndafræði. En við erum ekki að vinna leiki í augnablikinu og ég skil tenginguna við Ange, við erum að glíma við sömu vandamál. En að mínu mati, með fullri virðingu, þá er ég hjá stærra félagi með meiri pressu. Það er mikilvægt fyrir þjálfara að halda sig við sín gildi,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim: “I am a huge fan of Ange Postecoglou. He is a good guy, a very good coach. I understand the connection with me and Ange”.“With respect, I am at a BIGGER club… with bigger pressure”. 👀 pic.twitter.com/ZRqGIZ1DAj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 14, 2025 „Allir leikir eru stórleikir fyrir okkur til loka þessa tímabils. Við þurfum að bæta það hvernig við spilum fótbolta en fyrst og fremst þurfum við að vinna. Burtséð frá öllu öðru þá verðum við að vinna og við verðum að bæta það hvernig við spilum fótbolta,“ sagði Portúgalinn. Aðspurður hvort að hann kenndi í brjósti um Postecoglou svaraði Amorim: „Auðvitað. Sérstaklega því hann er góður náungi, góður stjóri, sem vill spila fótbolta með réttum hætti. Þegar við veljum þetta starf þá fylgir því margt gott en við finnum líka pressuna þegar við vinnum ekki. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
United og Tottenham hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Þau mætast á sunnudaginn en fyrir leiki helgarinnar er United í 13. sæti með aðeins 29 stig eftir 24 leiki og Tottenham sæti neðar með 27 stig, eða tíu stigum frá fallsæti. Veðbankar eru á einu máli um að Postecoglou sé líklegasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til þess að verða rekinn áður en tímabilinu lýkur. Amorim þykir sömuleiðis ekki öruggur í sessi þó að aðeins séu um þrír mánuðir síðan hann tók við United. Amorim var spurður út í líkindin á milli stöðu hans og Postecoglou, og út í það að halda sig við sín gildi í fótboltanum þegar illa árar, eins og þeir þykja báðir hafa gert: „Ég er gríðarlegur aðdáandi Ange Postecoglou. Ég kem úr annarri menningu, er Portúgali og allir portúgalskir þjálfarar geta aðlagast. Ég aðlagast. Ég nota eitt leikskipulag því ég hef trú á því en maur getur notað annað skipulag á sama tíma. Það er mín hugmyndafræði. En við erum ekki að vinna leiki í augnablikinu og ég skil tenginguna við Ange, við erum að glíma við sömu vandamál. En að mínu mati, með fullri virðingu, þá er ég hjá stærra félagi með meiri pressu. Það er mikilvægt fyrir þjálfara að halda sig við sín gildi,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim: “I am a huge fan of Ange Postecoglou. He is a good guy, a very good coach. I understand the connection with me and Ange”.“With respect, I am at a BIGGER club… with bigger pressure”. 👀 pic.twitter.com/ZRqGIZ1DAj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 14, 2025 „Allir leikir eru stórleikir fyrir okkur til loka þessa tímabils. Við þurfum að bæta það hvernig við spilum fótbolta en fyrst og fremst þurfum við að vinna. Burtséð frá öllu öðru þá verðum við að vinna og við verðum að bæta það hvernig við spilum fótbolta,“ sagði Portúgalinn. Aðspurður hvort að hann kenndi í brjósti um Postecoglou svaraði Amorim: „Auðvitað. Sérstaklega því hann er góður náungi, góður stjóri, sem vill spila fótbolta með réttum hætti. Þegar við veljum þetta starf þá fylgir því margt gott en við finnum líka pressuna þegar við vinnum ekki.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira