„Erum ekkert að fara slaka á“ Stefán Marteinn skrifar 16. febrúar 2025 21:55 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum. Vísir/Diego Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97. „Við gerðum þetta helvíti spennandi þarna í endan. Við vorum að tapa boltanum og þær voru auðvitað ekkert að gefast upp, þetta er eitt besta lið landsins og þær settu mikla pressu á okkur. Við fórum svolítið til baka en ég er ótrúlega ánægður með að við unnum þetta,“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar voru heilt yfir betri aðilinn í kvöld og leiddu leikinn nokkuð þægilega fyrstu þrjá leikhluta en hleyptu leiknum svo upp í fjórða. „Þessi pressa sem þær settu á okkur. Þær fóru nær og þær fóru að slá yfir okkur og við urðum ótrúlega pirraðar að fá ekki villu, urðum eldrauðar úr reiði hérna og pirringur sem myndast. Þá fer smá „panic“ í gang en ég er samt ótrúlega ánægður með að við áttum fullt af stórum skotum og við kláruðum þetta og Lore virkilega góð þarna í endan á fjórða sem svona kannski klárar þetta fyrir okkur,“ sagði Emil. Haukar voru með frábæra skotnýtingu í kvöld sem lagði grunninn af góðum sigri í kvöld. Þær voru að skjóta 48% fyrir aftan þriggja stiga línuna. „Við erum með frábæra skotnýtingu. Við erum að láta boltann ganga mjög vel og erum að finna opin skot. Við erum að hlaupa kerfin vel og búa til fullt af opnum skotum og ef við erum að skora úr þessum opnu skotum þá er mjög erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil. Haukar bjó sér til fínt andrými á toppi deildarinnar en þær eru tveim sigrum frá næsta liði eftir úrslit kvöldins. „Ótrúlega mikilvægt. Við erum ekkert að fara slaka á og erum ekkert að horfa á töfluna akkúrat núna. Það eru nokkrir leikir eftir og markmiðið er að verða deildarmeistarar, það er okkar fyrsta markmið. Það er bara einn leikur í einu og við eigum Tindastól í næsta leik heima og við þurfum bara að fara undirbúa okkur strax fyrir þann leik,“ Frábær sigur hjá Haukum í kvöld og þær geta tekið ýmislegt gott með sér úr þessum leik inn í næstu verkefni. „Breiddin sem við höfum plús Diamond Battles sem var ekki með okkur líka. Ég var ótrúlega ánægður með stelpurnar sem komu af bekknum og hvernig þær eru að koma inn. Þær eru að styrkja okkur. Það sem ég tek úr úr þessu er að við erum með hörku lið og fullt af góðum leikmönnum, bætum við einum öðrum leikmanni [Diamond Battles sem var ekki með í kvöld] og þá held ég að það verði erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil Barja. Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
„Við gerðum þetta helvíti spennandi þarna í endan. Við vorum að tapa boltanum og þær voru auðvitað ekkert að gefast upp, þetta er eitt besta lið landsins og þær settu mikla pressu á okkur. Við fórum svolítið til baka en ég er ótrúlega ánægður með að við unnum þetta,“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar voru heilt yfir betri aðilinn í kvöld og leiddu leikinn nokkuð þægilega fyrstu þrjá leikhluta en hleyptu leiknum svo upp í fjórða. „Þessi pressa sem þær settu á okkur. Þær fóru nær og þær fóru að slá yfir okkur og við urðum ótrúlega pirraðar að fá ekki villu, urðum eldrauðar úr reiði hérna og pirringur sem myndast. Þá fer smá „panic“ í gang en ég er samt ótrúlega ánægður með að við áttum fullt af stórum skotum og við kláruðum þetta og Lore virkilega góð þarna í endan á fjórða sem svona kannski klárar þetta fyrir okkur,“ sagði Emil. Haukar voru með frábæra skotnýtingu í kvöld sem lagði grunninn af góðum sigri í kvöld. Þær voru að skjóta 48% fyrir aftan þriggja stiga línuna. „Við erum með frábæra skotnýtingu. Við erum að láta boltann ganga mjög vel og erum að finna opin skot. Við erum að hlaupa kerfin vel og búa til fullt af opnum skotum og ef við erum að skora úr þessum opnu skotum þá er mjög erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil. Haukar bjó sér til fínt andrými á toppi deildarinnar en þær eru tveim sigrum frá næsta liði eftir úrslit kvöldins. „Ótrúlega mikilvægt. Við erum ekkert að fara slaka á og erum ekkert að horfa á töfluna akkúrat núna. Það eru nokkrir leikir eftir og markmiðið er að verða deildarmeistarar, það er okkar fyrsta markmið. Það er bara einn leikur í einu og við eigum Tindastól í næsta leik heima og við þurfum bara að fara undirbúa okkur strax fyrir þann leik,“ Frábær sigur hjá Haukum í kvöld og þær geta tekið ýmislegt gott með sér úr þessum leik inn í næstu verkefni. „Breiddin sem við höfum plús Diamond Battles sem var ekki með okkur líka. Ég var ótrúlega ánægður með stelpurnar sem komu af bekknum og hvernig þær eru að koma inn. Þær eru að styrkja okkur. Það sem ég tek úr úr þessu er að við erum með hörku lið og fullt af góðum leikmönnum, bætum við einum öðrum leikmanni [Diamond Battles sem var ekki með í kvöld] og þá held ég að það verði erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil Barja.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira