„Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 12:33 Magnús Kjartan Eyjólfsson tónlistarmaður birti einlæga og fallega færslu á Facebook þar sem hann fer yfir liðið ár en í dag er akkúrat ár frá því að hann greindist með krabbamein. Facebook Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson greindist með krabbamein fyrir akkúrat ári síðan. Það sem átti að vera stutt læknisheimsókn endaði sem fimm vikna innlögn en í dag hefur hann verið í sjúkdómshléi í tæpa tíu mánuði. Magnús Kjartan hefur vakið mikla athygli sem söngvari Stuðlabandsins og komið fram víða um landið. Hann birti færslu á Facebook síðu sinni í dag í tilefni af því að ár sé liðið frá því að allt breyttist og gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að skrifa upp úr færslunni. „Eitt ár. Í dag er eitt ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í fimm vikur. Eitt ár síðan ég fékk þær súrrealísku fréttir að ég væri með bráðaeitilfrumuhvítblæði sem „btw“ er svakalega langt orð. En það er líka eitt ár síðan ég fékk það staðfest að á Íslandi er til alveg svakalega margt hjartahlýtt og hjálpsamt fólk. Hvort sem það voru hughreystandi orð eða óumbeðnar gjörðir þá gjörsamlega rigndi þeim yfir okkur og fyrir það get ég líklegast seint fullþakkað,“ skrifar Magnús Kjartan meðal annars. Hann segist ofboðslega heppinn með fólkið sitt og finnur ekki réttu orðin til að lýsa styrknum sem Sigríður Jónsdóttir konan hans býr yfir. Sigríður kona Magnúsar hefur staðið eins og klettur við hliðina á honum síðastliðin ár.Facebook „Nánasta fjölskylda og vinir hafa sýnt hreint út sagt ótrúlegan styrk á erfiðum og krefjandi tímum og séð til þess að ég hafi getað sett allan minn kraft í að verða betri. Og Sigríður mín. Ég held að ég eigi engin orð til að lýsa þeim styrk sem hún hefur sýnt. Ég veit ekki um margar manneskjur sem gætu tekið svona álag á bakið og staðið uppréttar. Þú ert sterkasta og besta manneskja sem ég þekki og ég elska þig óendanlega.“ Síðastliðið ár hefur einkennst af hæðum og lægðum hjá Magnúsi og hans fólki. „Auðvitað hafa þetta ekki alltaf verið sólskin og sleikipinnar en eins og staðan er núna styttist í endamarkið. Ég hef verið í sjúkdómshléi síðan í apríl og byrjaði í viðhaldsmeðferð í desember svo ég vil meina að ég sé lagður af stað niður brekkuna. Mig langar í lokin á þessum pistli að þakka fyrir öll fallegu orðin og alla aðstoðina, ég myndi vilja merkja alla þá aðila í þessari færslu en ég hef bara ekki pláss. Ég vona bara að ég geti seinna meir veitt sömu aðstoð og haldið keðjunni gangandi. Munið að lífið er núna krakkar mínir. Ég elska ykkur öll,“ skrifar Magnús að lokum. Heilsa Krabbamein Tengdar fréttir Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18. febrúar 2024 20:28 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Magnús Kjartan hefur vakið mikla athygli sem söngvari Stuðlabandsins og komið fram víða um landið. Hann birti færslu á Facebook síðu sinni í dag í tilefni af því að ár sé liðið frá því að allt breyttist og gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að skrifa upp úr færslunni. „Eitt ár. Í dag er eitt ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í fimm vikur. Eitt ár síðan ég fékk þær súrrealísku fréttir að ég væri með bráðaeitilfrumuhvítblæði sem „btw“ er svakalega langt orð. En það er líka eitt ár síðan ég fékk það staðfest að á Íslandi er til alveg svakalega margt hjartahlýtt og hjálpsamt fólk. Hvort sem það voru hughreystandi orð eða óumbeðnar gjörðir þá gjörsamlega rigndi þeim yfir okkur og fyrir það get ég líklegast seint fullþakkað,“ skrifar Magnús Kjartan meðal annars. Hann segist ofboðslega heppinn með fólkið sitt og finnur ekki réttu orðin til að lýsa styrknum sem Sigríður Jónsdóttir konan hans býr yfir. Sigríður kona Magnúsar hefur staðið eins og klettur við hliðina á honum síðastliðin ár.Facebook „Nánasta fjölskylda og vinir hafa sýnt hreint út sagt ótrúlegan styrk á erfiðum og krefjandi tímum og séð til þess að ég hafi getað sett allan minn kraft í að verða betri. Og Sigríður mín. Ég held að ég eigi engin orð til að lýsa þeim styrk sem hún hefur sýnt. Ég veit ekki um margar manneskjur sem gætu tekið svona álag á bakið og staðið uppréttar. Þú ert sterkasta og besta manneskja sem ég þekki og ég elska þig óendanlega.“ Síðastliðið ár hefur einkennst af hæðum og lægðum hjá Magnúsi og hans fólki. „Auðvitað hafa þetta ekki alltaf verið sólskin og sleikipinnar en eins og staðan er núna styttist í endamarkið. Ég hef verið í sjúkdómshléi síðan í apríl og byrjaði í viðhaldsmeðferð í desember svo ég vil meina að ég sé lagður af stað niður brekkuna. Mig langar í lokin á þessum pistli að þakka fyrir öll fallegu orðin og alla aðstoðina, ég myndi vilja merkja alla þá aðila í þessari færslu en ég hef bara ekki pláss. Ég vona bara að ég geti seinna meir veitt sömu aðstoð og haldið keðjunni gangandi. Munið að lífið er núna krakkar mínir. Ég elska ykkur öll,“ skrifar Magnús að lokum.
Heilsa Krabbamein Tengdar fréttir Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18. febrúar 2024 20:28 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18. febrúar 2024 20:28