Casemiro fer ekki fet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2025 19:01 Casemiro hefur verið einkar sigursæll á sínum ferli en hefur mátt þola mikla bekkjarsetu undanfarnar vikur. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir lítinn spiltíma og slakan árangur liðsins á vellinum. Samningur hans rennur út sumarið 2026 og er sagður vera sá hæsti í núverandi leikmannahóp félagsins. Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 og skrifaði undir fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Það virðast hins vegar engar líkur á að félagið muni nýta sér þann möguleika og samkvæmt helstu fréttamiðlum erlendis vill Man United ekkert heitar en að losna við hinn 32 ára gamla miðjumann af launaskrá sinni. Rúben Amorim hefur sett Casemiro í frystinn en Brasilíumaðurinn fékk þó tækifæri í 1-0 tapinu gegn Tottenham Hotspur þar sem Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Mason Mount, Tobby Collyer, Manuel Ugarte og Amad voru allir fjarri góðu gamni. Casemiro er launahæsti leikmaður liðsins sem stendur en talið er að Marcus Rashford sé með hærri laun þegar allt er upptalið. Rashford er hins vegar á láni hjá Aston Villa og því þarf félagið ekki að greiða 100 prósent launa hans út tímabilið. Casemiro, sem á 75 A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu sem og lið í Tyrklandi en hann hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester-borg. Þetta kemur fram í viðtali hans við spænska miðilinn AS. „Ég verð að halda áfram að gera það sem ég er að gera, sýna virðingu og almennilegheit. Auðvitað vil ég spila meira, ég þekki ekki einn knattspyrnumann sem vill ekki spila og hjálpa liði sínu. Ég vil einnig hjálpa félaginu á þessu augnabliki,“ sagði Casemiro í viðtalinu. „Ég nálgast hlutina af virðingu fyrir liðsfélögum mínum og félaginu. Ég er þakklátur fyrir að vera hér og á sem stendur eitt og hálft ár eftir af samningi mínum. Ég stefni á að virða þann samning. Mér og fjölskyldu minni líður vel hér. Þau hafa aðlagast og við tölum ensku.“ „Ég er mjög þakklátur stuðningsfólkinu á Old Trafford og hjá félaginu í heild. Ég er vissulega óánægður með að sitja á bekknum en það hefur ekki áhrif á hitt,“ sagði Casemiro jafnframt. Man United hefur tapað 8 af síðustu 12 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr félagið í 15. sæti töflunnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 og skrifaði undir fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Það virðast hins vegar engar líkur á að félagið muni nýta sér þann möguleika og samkvæmt helstu fréttamiðlum erlendis vill Man United ekkert heitar en að losna við hinn 32 ára gamla miðjumann af launaskrá sinni. Rúben Amorim hefur sett Casemiro í frystinn en Brasilíumaðurinn fékk þó tækifæri í 1-0 tapinu gegn Tottenham Hotspur þar sem Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Mason Mount, Tobby Collyer, Manuel Ugarte og Amad voru allir fjarri góðu gamni. Casemiro er launahæsti leikmaður liðsins sem stendur en talið er að Marcus Rashford sé með hærri laun þegar allt er upptalið. Rashford er hins vegar á láni hjá Aston Villa og því þarf félagið ekki að greiða 100 prósent launa hans út tímabilið. Casemiro, sem á 75 A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu sem og lið í Tyrklandi en hann hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester-borg. Þetta kemur fram í viðtali hans við spænska miðilinn AS. „Ég verð að halda áfram að gera það sem ég er að gera, sýna virðingu og almennilegheit. Auðvitað vil ég spila meira, ég þekki ekki einn knattspyrnumann sem vill ekki spila og hjálpa liði sínu. Ég vil einnig hjálpa félaginu á þessu augnabliki,“ sagði Casemiro í viðtalinu. „Ég nálgast hlutina af virðingu fyrir liðsfélögum mínum og félaginu. Ég er þakklátur fyrir að vera hér og á sem stendur eitt og hálft ár eftir af samningi mínum. Ég stefni á að virða þann samning. Mér og fjölskyldu minni líður vel hér. Þau hafa aðlagast og við tölum ensku.“ „Ég er mjög þakklátur stuðningsfólkinu á Old Trafford og hjá félaginu í heild. Ég er vissulega óánægður með að sitja á bekknum en það hefur ekki áhrif á hitt,“ sagði Casemiro jafnframt. Man United hefur tapað 8 af síðustu 12 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr félagið í 15. sæti töflunnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira