Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2025 07:00 Sir Jim Ratcliffe þekkti ekki Katie Zelem þegar hann ræddi við hana á æfingasvæði félagsins. Hún er ekki lengur leikmaður félagsins. Charlotte Tattersall/Getty Images Sir Jim Ratcliffe, „Íslandsvinur“ og minnihluta eigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, heldur áfram að komast í fréttirnar fyrir röngu hlutina. Nú þekkti hann ekki Katie Zelem, fyrirliða kvennaliðs félagsins. Ratcliffe hefur verið á milli tannanna á fólki þar sem hann hefur ákveðið að besta leið Man Utd til að spara pening sé að segja upp fólki sem fær hvað minnst borgað. Þá hefur verið skorið niður á ótrúlegustu stöðum, meðal annars hjá góðgerðarsamtökum félagsins. Á sama tíma spreðar félagið milljónum er kemur að því að losa og ráða nýjan þjálfara. Að ógleymdum Dan Ashworth. Nú er Ratcliffe enn á ný í fréttum þó um gömul ummæli sé að ræða. Í ítarlegri grein The Telegraph um fyrsta ár hans sem minnihlutaeiganda var heimsókn hans á Carrington-æfingasvæðið nefnd. Þar hitti Ratcliffe hina ýmsu starfs- og leikmenn félagsins. Á hann að hafa spurt Katie Zelem, þáverandi fyrirliða félagsins, hreinlega hvert starf hennar hjá félaginu væri. Zelem, sem á að baki 12 landsleiki fyrir England, hafði verið hjá félaginu frá átta ára aldri og bar fyrirliðabandið þegar kvennaliðið lyfti enska bikarnum síðasta vor. Um var að ræða fyrsta bikartitil í sögu kvennaliðsins. INSIDE Ratcliffe’s brutal 1st year at #MUFC🔴 Counting screws, sending back sellotape & smaller food portions ⚫️ “Culture of fear”⚪️ Shock call to Kath Phipps’ next of kin🔴 Not recognising Katie Zelem⚫️ “Spy” in camp⚪️ Fears of another 175 job cutshttps://t.co/ErjrIZtm2k— James Ducker (@TelegraphDucker) February 20, 2025 Það kemur ef til vill ekki á óvart að Zelem hafi ákveðið að semja við Angel City í Bandaríkjunum síðasta sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Ratcliffe hefur verið á milli tannanna á fólki þar sem hann hefur ákveðið að besta leið Man Utd til að spara pening sé að segja upp fólki sem fær hvað minnst borgað. Þá hefur verið skorið niður á ótrúlegustu stöðum, meðal annars hjá góðgerðarsamtökum félagsins. Á sama tíma spreðar félagið milljónum er kemur að því að losa og ráða nýjan þjálfara. Að ógleymdum Dan Ashworth. Nú er Ratcliffe enn á ný í fréttum þó um gömul ummæli sé að ræða. Í ítarlegri grein The Telegraph um fyrsta ár hans sem minnihlutaeiganda var heimsókn hans á Carrington-æfingasvæðið nefnd. Þar hitti Ratcliffe hina ýmsu starfs- og leikmenn félagsins. Á hann að hafa spurt Katie Zelem, þáverandi fyrirliða félagsins, hreinlega hvert starf hennar hjá félaginu væri. Zelem, sem á að baki 12 landsleiki fyrir England, hafði verið hjá félaginu frá átta ára aldri og bar fyrirliðabandið þegar kvennaliðið lyfti enska bikarnum síðasta vor. Um var að ræða fyrsta bikartitil í sögu kvennaliðsins. INSIDE Ratcliffe’s brutal 1st year at #MUFC🔴 Counting screws, sending back sellotape & smaller food portions ⚫️ “Culture of fear”⚪️ Shock call to Kath Phipps’ next of kin🔴 Not recognising Katie Zelem⚫️ “Spy” in camp⚪️ Fears of another 175 job cutshttps://t.co/ErjrIZtm2k— James Ducker (@TelegraphDucker) February 20, 2025 Það kemur ef til vill ekki á óvart að Zelem hafi ákveðið að semja við Angel City í Bandaríkjunum síðasta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira